Veiting ríkisborgararéttar

Þriðjudaginn 02. desember 1997, kl. 14:12:08 (1534)

1997-12-02 14:12:08# 122. lþ. 32.3 fundur 292. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (fyrra stjfrv.) frv., dómsmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[14:12]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Á þskj. 364 er flutt frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er lagt til að 26 nafngreindum einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur með lögum. Tillögurnar eru í samræmi við þær reglur sem allshn. hefur stuðst við og að venju er þetta fyrra frv. sem flutt verður á þessu þingi. Reikna má með því að á vorþingi verði síðan lagt að nýju fyrir frv. til þess að afgreiða þær umsóknir sem þá liggja fyrir.

Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.