Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 02. desember 1997, kl. 16:07:06 (1557)

1997-12-02 16:07:06# 122. lþ. 32.5 fundur 302. mál: #A þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úrelding krókabáta) frv., 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[16:07]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Herra forseti. Kannski er það einmitt kjarni málsins sem hv. þm. kom að hér að lokum. Það er nefnilega engin trygging fyrir því að þær byggðir sem næst eru miðunum njóti þess. Þegar búið er að innleiða inn í þetta kerfi að það sé hægt að selja varanlega aflaheimildirnar, hvort heldur er að hluta eða öllu leyti, og eins hægt að leigja þær brott. Í þeim efnum er því ekki öruggt að viðkomandi aflaheimildir verði áfram eins og hingað til hjá þeim byggðarlögum sem næst eru miðunum hverju sinni. Það er aldeilis ekki og kannski er það þess vegna að ég undrast mjög hve ánægður hv. þm. er með það frv. sem hér liggur fyrir.