Frumvarp til sveitarstjórnarlaga

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 10:48:00 (1720)

1997-12-05 10:48:00# 122. lþ. 36.93 fundur 114#B frumvarp til sveitarstjórnarlaga# (um fundarstjórn), HG
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[10:48]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég vildi aðeins taka undir það sjónarmið sem kom fram hjá hv. 4. þm. Vestf. um að dokað verði við með umræðu um þetta stóra mál, frv. til laga um sveitarfélög, þangað til hæstv. forsrh. getur verið hér viðstaddur umræðuna. Það er mjög eðlileg ósk í ljósi þess ákvæðis til bráðabirgða sem er að finna í frv. sem hér á að taka á dagskrá. Við vitum auðvitað ekki hvernig frv. um þjóðlendur kann að líta út. Ríkisstjórnin hefur haft það til meðferðar en samkvæmt því sem fram hefur komið hjá hæstv. félmrh. þá er eftir að fjalla um það í þingflokkum og það er nú væntanlega ekki bara að stimpla mál ef að líkum lætur. En burt séð frá því er mjög æskilegt að hæstv. forsrh. sé við þessa umræðu sem hér fer fram vegna þess að það eru ákveðin tengsl milli þessara mála og sjálfsagt er að unnt sé að ræða við þann sem ber ábyrgð á væntanlegu frv. um þjóðlendur eða hvaða nafn sem það kann nú að bera.

Þetta vildi ég að fram kæmi, virðulegi forseti.