Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 16:18:54 (1783)

1997-12-05 16:18:54# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[16:14]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er hér með þjóðlendufrv. og þar stendur:

,,Til að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu að öðru leyti en greinir í 2. mgr. þarf leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar. Sé nýting heimiluð til lengri tíma en eins árs þarf jafnframt samþykki forsætisráðherra.``

Það er afar eðlilegt að sveitarfélögin fari ekki að ráðstafa landi, ráðstafa þjóðlendu eða hluta af þjóðlendu öðruvísi en umboðsmaður eigendanna, þ.e. forsrh., komi að málinu.

[16:19]