Fjáraukalög 1997

Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 12:24:44 (1987)

1997-12-10 12:24:44# 122. lþ. 39.2 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur

[12:24]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tek undir þá afstöðu sem kemur fram hjá hv. 12. þm. Reykn. að styðja tillöguna. Tillagan er hins vegar vantraust á heilbrrn. Það er bersýnilegt að það á að taka völdin af heilbrrn. að því er varðar 200 millj. kr. á þessu ári og 300 á næsta ári og setja það í hendurnar á sérstakri stýrinefnd eins og það heitir. Það eru mjög óvenjuleg vinnubrögð og óeðlileg að mínu mati. Mér finnst að heilbrrn. eigi að fara með heilbrigðismálin í landinu.

Ég tel að tillagan sé hins vegar betri en ekkert að því er varðar sjúkrahúsin í dreifbýlinu en legg á það áherslu að alls staðar í þjóðfélaginu ríkir stórhugur um þessar mundir á mjög mörgum sviðum, öllum sviðum nema í heilbrigðismálum. Heilbrigðismálin eru áfram samkvæmt þeim afgreiðslum sem liggja fyrir tillögur um hornreka í íslenska þjóðfélaginu. Niðurskurðarmórallinn er yfir öllu heilbrigðiskerfinu og það er hryllilegur hlutur að horfa upp á í þessari afgreiðslu og væntanlegri afgreiðslu fjárlaganna fyrir árið 1998.