Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 12:37:24 (2004)

1997-12-12 12:37:24# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[12:37]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. 5. þm. Vestf. að það er góð staða almennt og ég tek undir með honum að telja má að góðæri sé á Íslandi. Það er ekki nema vegna þess að okkur hefur tekist að snúa efnahagshjólunum við til hins betra. En þingmaðurinn nefndi að það ættu eftir koma tillögur. Það eru þá væntanlega tillögur um enn frekari útgjöld. Í nál. minni hluta fjárln. kemur fram í lokaorðum að tekjurnar til að mæta útgjaldatillögum stjórnarandstöðunnar eigi að koma með meiri tekjum en gert er ráð fyrir í fjárlagafrv. og tillögum meiri hluta fjárln. og með hækkun tryggingagjalds. Ég tel að það sé ekki skynsamlegt að auka álögur á atvinnulífið og veikja möguleika atvinnulífsins að bæta kjör fólksins í landinu. Það er ekki sú leið sem við stjórnarsinnar viljum fara. Við viljum sjá vöxtinn og batann í atvinnulífinu með því að atvinnulífið geti greitt hærri skatta og þannig megi hagur ríkissjóðs batna og þannig getum við styrkt stöðu ríkisrekstrarins. Það er auðvitað hið mikilvæga verkefni okkar. Þess vegna tel ég að mikil þversögn sé í þeim málflutningi stjórnarandstöðunnar þegar hún leggur til að hækka útgjöld ríkissjós, sem hefur ekkert svigrúm, um 2,1 milljarð.