Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 12:39:22 (2005)

1997-12-12 12:39:22# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., Frsm. minni hluta KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[12:39]

Frsm. minni hluta fjárln. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er óhjákvæmilegt að benda á að tillögur meiri hluta fjárln. gera ráð fyrir að hækka ríkisútgjöldin um 1,5 milljarða kr. og megnið að þeim tillögum kemur frá ríkisstjórninni. Meiri hluti fjárln. verður því að leggja fjárlagafrv. fram til 2. umr. með 1.050 millj. kr. halla. Og ég spyr: Hvar ætlar meiri hlutinn að fá tekjur til að skila hallalausum fjárlögum? Ég spái því að þær tekjur muni koma fram í uppreiknuðum áhrifum af hagvexti. (Gripið fram í: Og engu öðru.) Eins og við bendum á í nál. okkar er hagvöxtur líklega vanmetinn og tekjur ríkissjóðs þar af leiðandi vanmetnar um 1--1,5 milljarða kr. Það er hins vegar ekki rétt hjá hv. þm. Sturlu Böðvarssyni að við gerum ráð fyrir þeim tekjum til að fjármagna útgjaldahluta af brtt. minni hluta fjárln. Það er ekki rétt. Tekjuöflunartillögur minni hluta fjárln. eru til viðbótar við þessar vanáætluðu tekjur ríkissjóðs sem við teljum að þær séu.