Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 18:49:26 (2070)

1997-12-12 18:49:26# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[18:49]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er algerlega sammála hv. þm. um að það á að horfa gagnrýnum augum á þessa hluti.

Hin gagnrýnu augu mín segja, að því er varðar Sjúkrahús Reykjavíkur, að um sé að ræða uppsafnaðan vanda og vanda á næsta ári eins og þetta lítur út núna upp á 700 millj. kr. mínus eitthvað innan við 300 millj. kr. Það er alveg ljóst að Sjúkrahús Reykjavíkur fær ekki þessar 300 millj. kr., nema eitthvert brot af þeim. Ég held að það hljóti að liggja þannig þannig að það er augljóst mál að mín gagnrýnu augu segja, og ég veit þingmannsins líka, að vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur er einhvers staðar í kringum hálfan milljarð eins og staðan er nú. Menn skulu bara horfast í augu við það eins og það er.