Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:38:52 (2136)

1997-12-13 14:38:52# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:38]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þegar húsaleigubótakerfið fór af stað var samkomulag um að ríkissjóður legði fram 400 millj. kr. Nú er áformað að framlög ríkisins verði 280 millj. kr. á næsta ári. Þó er verið að skylda öll sveitarfélög til að greiða húsaleigubætur auk þess sem stefnt er að því að færa leigu í félagslegum íbúðum eða leiguíbúðum upp í raunkostnað en greiða þess í stað húsaleigubætur. Við þessa breytingu þurfa sveitarfélögin að leggja fram verulegar fjárhæðir umfram greiðslu húsaleigubóta til að leigjendur verði jafnsettir á eftir. Verði það ekki gert getur leiga hækkað um allt að 20 þús. kr. hjá þeim sem búa í leiguíbúðum sveitarfélaga. Það framlag ríkisins sem hér er verið að greiða atkvæði um tryggir ekki að leigjendur verði jafnsettir og áður. Ég greiði ekki atkvæði.