Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 17:20:03 (2270)

1997-12-15 17:20:03# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[17:20]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þarna er einmitt komið að því sem hér hefur verið gagnrýnt að það eru fulltrúar Suðurlandsskóga sem fara með framkvæmdina, sem eiga að framkvæma matið á því hvort hún sé í lagi, hvort hún sé hæf og gera úttektina áður en þeir sjálfir fara í framkvæmdirnar. Þetta eru óeðlileg vinnubrögð. Ég efast ekki um gott samstarf milli Skipulags ríkisins og fulltrúa Suðurlandsskóga. Vinnubrögðin eru engu að síður óeðlileg. Þegar um er að ræða mat á breytingu sem getur orðið á náttúrunni og mat á náttúruminjum, þá verðum við að fara varlega. Við eigum að vera búin að læra af þeim mistökum sem hafa átt sér stað og vegna þess að hv. þm. á sæti í nefndinni eða í stjórn Suðurlandsskóga, þá hvet ég hv. þm. til að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum, gera síðan framkvæmdaáætlun sem er í fullu samræmi við mat á umhverfisáhrifum svo ekki verði skaði þegar til lengri tíma er litið.