Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 22:11:56 (2296)

1997-12-15 22:11:56# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[22:11]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég held að við komumst ekki að neinni niðurstöðu um það. Skilningur minn er augljós og það má lesa, eins og ég gerði áðan í fyrra andsvari mínu, þann skilning sem meiri hluti menntmn. leggur í þetta mál. Hér er ekki verið að opna fyrir skólagjöld. Hvað einstökum hv. þm. sýnist um skólagjöld, hvað einstökum hæstv. ráðherrum sýnist um skólagjöld er allt annað mál. Ég hygg að ef hæstv. menntmrh. hafi í hyggju að koma á skólagjöldum þá mun hann gera það með formlegum hætti og er maður til þess. Það veit hv. þm., síðasti ræðumaður.