Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:09:29 (2309)

1997-12-15 23:09:29# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:09]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Í mínum huga er texti 19. gr. mjög skýr. Með þeim texta er ekki verið að leggja til að taka upp skólagjöld í ríkisháskólum á Íslandi.

Hvað það snertir sem ég sagði áðan að lög um skólakerfi væru orðin úrelt, þá var það ekki eingöngu sú röksemd sem ég notaði að vegna þess að það hefði átt að taka tíu ár að hrinda þeim lögum í framkvæmd, þá ætti að fella þau úr gildi heldur eru þau sett 1974, áður en t.d. löggjöf um framhaldsskólann er sett þannig að mér sýnist að það sé alveg ljóst að mörg atriði sem koma fram í þessum lagatexta séu úrelt.

Ég hygg líka að jafnréttisákvæðin sem eru þarna inni séu tryggð í öðrum lögum.