Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 21:06:46 (2414)

1997-12-16 21:06:46# 122. lþ. 44.13 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv. 120/1997, StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[21:06]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. 8. þm. Reykv. hélt því fram að ég hefði sagt frá því að hv. fjárln. kæmi að útdeilingu úr svokölluðum pottum sem hér eru svo mjög til umræðu. Það sem ég hef sagt, herra forseti, er að við gerum ráð fyrir því í þeim tillögum sem liggja fyrir þinginu að sérstakur hópur hafi verið skipaður til þess að gera tillögur um útdeilingu á þeim upphæðum sem gerðar eru tillögur um, annars vegar 200 millj. í fjáraukalögum og hins vegar 300 millj. í fjárlögum. Það sem ég hef sagt og kynnt fjárln. er að ég tel eðlilegt og í rauninni eðli málsins samkvæmt að fjárln. muni fjalla um þær tillögur þegar þær koma fram sem tillögur um fjáraukalög fyrir árið 1997 og 1998 og þegar við afgreiðum útdeilingu á þessum pottum. Fjárln. mun ekki gera tillögur um útdeilinguna að öðru leyti en fjalla um það sem mun þá liggja fyrir í formi tillagna.

Í annan stað vil ég segja vegna orða hv. 8. þm. Reykv. að ég hef ekki látið í það skína að ekki hafi verið staðið við samninga. Hins vegar hef ég gert athugasemdir við þær yfirlýsingar sem hafa komið fram af hálfu ábyrgðarmanna sjúkrahússins að það eigi að loka hluta sjúkrahússins um áramót. Ég hef minnt á að það var gerður samningur 12. sept. þar sem segir í 11. gr., með leyfi hæstv. forseta:

,,Aðilar eru sammála um að auka rekstrarframlög frá fjárlögum til spítalanna um 320 millj., samanber greinargerð.``

Um það erum við að fjalla núna í þessari umræðu. Í 12. gr. segir síðan: ,,Aðilar eru sammála um að borgarstjóri feli forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur og heilbr.- og trmrh. fyrir forstjóra Ríkisspítala framkvæmd samkomulags þessa`` o.s. frv.