Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 13:46:56 (2529)

1997-12-17 13:46:56# 122. lþ. 46.3 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[13:46]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Með ákvæðum c-liðar 1. gr. frv. er verið að halda út á þá braut í þorskaflahámarkshópi smábátaflotans að innleiða frjálst framsal á hámarkinu, að vísu innan hópsins, en til viðbótar því er heimiluð leiga á veiðiheimildum innan ársins allt að 30% af þorskaflahámarki hvers krókabáts. Við í minni hlutanum höfum lýst miklum efasemdum um þá braut sem þarna er verið að halda út á, að innleiða í raun og veru kvótakerfi með viðskiptum, náskyldum þeim sem eiga sér stað í almenna aflamarkskerfinu, fyrir þennan hluta flotans einnig. Við teljum að það hefði a.m.k. þurft að huga miklu betur að því hvernig að slíku væri staðið og erum í grundvallaratriðum, a.m.k. sá sem hér talar, andvígir því að leiguviðskipti af þessu tagi séu yfir höfuð ástunduð í fiskveiðistjórnarkerfinu. Það á að sjálfsögðu við um þennan hluta flotans eins og aðra þó að í takmörkuðum mæli sé. Ég greiði því atkvæði gegn þessu ákvæði.