Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 12:59:50 (2775)

1997-12-19 12:59:50# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[12:59]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vænti þess að eftirmaður minn taki þó alla vega við skárra búi en ég tók við af hv. 5. þm. Reykn. (RG: Það sýnir sig ekki.) Það hefur verið mikill kraftur í uppbyggingu sambýla, hæfingar, dagvista og úrræða.

Hv. þm. vildi ekki kannast við ábyrgðarleysi þegar hún samdi um útskriftir 37 einstaklinga af Kópavogshæli sem út af fyrir sig var gott stefnumark. Út af fyrir sig var mjög mikilvægt að útskrifa þaðan. En af hverju fékk hún ekki peninga í fjárlögum ársins 1995 til þess að standa við þetta? (RG: Það var gert.)