Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 17:45:20 (2971)

1997-12-20 17:45:20# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[17:45]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Í dag afgreiðir Alþingi hallalaus fjárlög annað árið í röð. Slíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Á sama tíma er verið að stórlækka skatta. Tekjuskatturinn lækkar um 3 prósentustig á árinu 1997 og 1998 auk þess sem skattleysismörk verða hækkuð.

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram urmul af breytingartillögum við fjárlagafrv. og lagt til aukin ríkisútgjöld upp á milljarða kr. og að á móti verði skattar hækkaðir. Ég er algjörlega ósammála þessum skattahækkunartillögum stjórnarandstöðunnar og mun því greiða atkvæði gegn öllum breytingartillögum vinstri flokkanna en að sjálfsögðu með frv. í heild.