Ferill 39. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 39 – 39. mál.



Tillaga til þingsályktunar


um aukinn rétt foreldra vegna veikinda barna.

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín Ástgeirsdóttir,

Margrét Frímannsdóttir, Össur Skarphéðinsson.

    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem hafi það verkefni að tryggja betur rétt foreldra til launa í fjarveru úr vinnu vegna veikinda barna. Nefndin skal skipuð full trúum félagsmálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, aðila vinnumarkaðar ins og samtaka um málefni sjúkra barna. Í starfi sínu hafi nefndin hliðsjón af fjármögnun, fyrirkomulagi og réttindum sem gilda um bætur fyrir launatap aðstandenda sjúkra barna annars staðar á Norðurlöndum.
    Niðurstaða nefndarinnar skal lögð fyrir Alþingi á haustþingi 1998.

Greinargerð.

    Þegar gerður er samanburður á rétti foreldra vegna veikinda barna sinna á Norðurlöndum kemur í ljós að Ísland sker sig mjög úr. Þannig hafa foreldrar íslenskra barna nánast engan rétt samanborið við rétt foreldra annars staðar á Norðurlöndum. Eftirfarandi er yfirlit frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna yfir bætur vegna launataps aðstandenda sjúkra barna á Norðurlöndum eins og þær voru á sl. ári (sbr. fylgiskjal):

    Ísland:             Sjö veikindadagar eru að hámarki greiddir á ári, fyrir börn undir 13 ára aldri, án tillits til hver sjúkdómurinn er, fjölda barna eða hjúskaparstöðu foreldra.
    Svíþjóð:        90% launa eru greidd í 120 daga á ári fyrir hvert barn 0–16 ára.
    Finnland:    Greidd eru 66% af launum í 60–90 daga á ári og lengur vegna langsjúkra barna. Heimilt er að greiða báðum foreldrum laun ef nauðsyn krefur.
    Noregur:        Allt að 780 veikindadagar. Þar af 100% laun í 260 daga og síðan 65% laun í 520 daga fyrir hvert barn 0– 16 ára, auk 10,2% orlofs af greiddum sjúkrabótum í allt að 12 vikur á ári.
    Danmörk:    Greidd er launauppbót (90% launa) til annars foreldris á meðan meðferð stendur. Launauppbót má síðan greiða í þrjá mánuði til aðlögunar fyrir barnið og foreldra eftir að meðferð lýkur. Endurgreiðsla nauðsynlegs kostnaðarauka vegna umönnunar barna 0 –18 ára. Sérstök uppbót er til atvinnulausra. Orlofsstyrkur.

    Í kjarasamningum hér á landi hefur verið samið um að starfsmaður geti ráðstafað allt að sjö dögum á ári á launum vegna veikinda barna sinna. Auk þess er í reglum einstakra sjúkra sjóða að þeir greiði styrki og jafnvel dagpeninga í fjarveru foreldra frá vinnu í veikindum barna. Hið opinbera veitir enga fjárstyrki eða bætur vegna launataps aðstandenda sjúkra barna. Umönnunarbótum sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir er ætlað að koma til móts við kostnaðarauka og aðrar auknar byrðar sem hljótast af aukinni umönnun barns, þegar það veikist alvarlega, en eru ekki bætur vegna launataps aðstandenda langsjúkra barna. Umönnunarbætur eru nú greiddar foreldrum 2.000 barna, þar af eru um 500 langveik börn.
    Benda má á að þegar meðferð barns, t.d. með krabbamein, lýkur lækka umönnunarbætur verulega án tillits til þess hvort foreldrið sem hætti að vinna þegar barnið veiktist geti hafið störf að nýju. Umrædd börn þurfa oft langa aðlögun áður en þau geta lifað því sem kallað er eðlilegt líf eftir meðferðina og sum þeirra búa við varanlegar afleiðingar sjúkdómsins. Hjá Tryggingastofnun ríkisins er litið á þetta tímabil sem létta umönnun og því eru greiðslur lágar. Við þessar aðstæður verður hvað mest þörf á bótum vegna tekjutaps.
    Í kjarasamningi ASÍ/VSÍ og VMS er svohljóðandi ákvæði: „Foreldri skal eftir fyrsta starfsmánuð, heimilt að verja samtals sjö vinnudögum á hverju 12 mánaða tímabili til að hlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, verði annarri umönnun ekki komið við og halda dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. Réttur samkvæmt þess ari grein tekur til greiðslu launa vegna veikinda barna, þar með talið fósturbarna.“ Hér á landi er rétturinn bundinn við launamanninn og er sá sami hvort sem hann á eitt, fimm eða tíu börn og hvort sem hann er einstætt foreldri eða í hjúskap.
    Þennan rétt er ekki hægt að flytja milli ára, t.d. ef barn hefur ekki verið veikt í tvö ár en er svo veikt í 14 daga í einu. Rétturinn tekur einungis til barna undir 13 ára aldri og rétturinn til sjö daga á ári tekur til allra barna foreldranna. Annars staðar á Norðurlöndum nær hann ýmist til 16 eða 18 ára aldurs og heimilaður dagafjöldi nær til hvers barns um sig innan fjölskyld unnar, t.d. 120 dagar á ári fyrir hvert barn í Svíþjóð.
    Skilyrði hér á landi fyrir veikindagreiðslum frá atvinnurekendum vegna veikinda barna er að annarri umönnun verði ekki komið við, þannig að báðir foreldrar geta ekki verið heima yfir barni á sama tíma.
    Í reglugerðum sumra sjúkrasjóða stéttarfélaganna hér á landi er að finna ákvæði um dag peningagreiðslur eða greiðslur styrkja vegna langvarandi veikinda barna sjóðfélaga. Regl urnar geta verið breytilegar frá einum sjóði til annars. Einnig má benda á að opinberir starfs menn eða bankamenn eiga ekki sjúkrasjóði og hafa því ekki möguleika á stuðningi umfram þá sjö daga sem kjarasamningar heimila.
    Annars staðar á Norðurlöndum greiðir hið opinbera að mestu bætur vegna launataps aðstandenda sjúkra barna. Ljóst er að stuðningur hins opinbera er enginn vegna slíks launa taps ef undan eru skildar umönnunarbætur til að mæta útgjöldum og kostnaði vegna fatlaðra og langsjúkra barna. Kjarasamningar veita líka óverulegan rétt borið saman við kjarasamn inga annars staðar á Norðurlöndum. Munurinn á rétti til fráveru vegna veikinda barna hér á landi og þar er svo sláandi að nauðsynlegt er að kryfja þetta mál til mergjar og leita leiða til að tryggja betur réttindi barna í veikindum til að njóta umönnunar foreldra sinna.
    Í lokin er rétt að benda á að tilskipun Evrópusambandsins frá 3. júní 1996, um ramma samning um foreldraorlof, hlýtur einnig að koma til skoðunar í þessu sambandi.Tilskipunin er gerð með hliðsjón af samningnum um félagsmálastefnu EB. Í stofnskrá bandalagsins um félagsleg grundvallarréttindi launþega, sem fjallar um jafnan rétt karla og kvenna, er meðal annars kveðið á um að „jafnframt þurfi að gera ráðstafanir sem gera körlum og konum kleift að samræma þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og í einkalífi“. Þannig hefur framkvæmdastjórnin með vísan til samningsins um félagsmálastefnuna haft samráð við aðila vinnumarkaðarins um hvert skuli stefnt með aðgerðum sem miða að því að samræma atvinnu þátttöku og heimilislíf. Niðurstaðan er sú að gerðar verða lágmarkskröfur um foreldraorlof og tímabundið leyfi frá starfi af óviðráðanlegum ástæðum. Gert er ráð fyrir því að aðildar ríkin og/eða aðilar vinnumarkaðarins kveði nánar á um skilyrði fyrir framkvæmd slíks foreldraorlofs, þannig að unnt yrði að taka mið af aðstæðum, þar með talið fjölskyldustefnu, í hverju aðildarríki um sig, einkum að því er varðar skilyrði fyrir því að veita foreldraorlof og að neyta réttar til foreldraorlofs. Um er að ræða rammasamning þar sem settar eru fram lágmarkskröfur og ákvæði um foreldraorlof, óháð mæðraorlofi, og um leyfi frá störfum af óviðráðanlegum ástæðum.
    Tilskipunin lýtur í meginatriðum að rétti foreldra til foreldraorlofs, en samkvæmt ramma samningum er tímabundið leyfi frá starfi af óviðráðanlegum ástæðum skýrt þannig: „Aðildarríkin og/eða aðilar vinnumarkaðarins skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir sem tryggja launþegum leyfi frá störfum, í samræmi við landslög, kjarasamninga og/eða réttar venjur, þegar um óviðráðanlegar fjölskylduástæður er að ræða, svo sem þegar sjúkdóma eða slys ber að höndum, og launþegi verður að hverfa tafarlaust af vettvangi.“ Þannig tekur þetta ákvæði tilskipunarinnar til fjölskylduábyrgðar á öllum sviðum, t.d. veikinda barna, og á að tryggja að börn geti í veikindum notið umönnunnar foreldra sinna. Tilskipunin felur í sér sjálfstæðan rétt foreldris til töku orlofs/foreldraorlofs í þrjá mánuði vegna hvers barns, til átta ára aldurs barnsins. Enn fremur kemur fram að aðildarríkin skuli samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli eigi síðar en 3. júní 1998 eða fullvissa sig um að aðilar vinnumarkað arins hafi í síðasta lagi þann dag lögfest þessi ákvæði með samningi, enda ber aðildarríkjun um að gera nauðsynlegar ráðstafanir þannig að þau geti ætíð tryggt framkvæmd ákvæða þess arar tilskipunar. Aðildarríkin geta fengið að hámarki eitt ár til viðbótar ef á þarf að halda vegna sérstakra örðugleika eða vegna framkvæmdar kjarasamninga.
    Á þessa tilskipun er bent vegna þess að hún hlýtur að koma sérstaklega til skoðunar hér á landi, bæði í tengslum við fyrirkomulag foreldraorlofs, við rétt barna til umönnunar foreldra sinna í veikindum og rétt foreldra til leyfis frá vinnu vegna veikinda barna sinna.
    Hér er ekki tekin afstaða til þess hvort útgjöld vegna aukins réttar foreldra í veikindum barna lendi á ríkissjóði eða atvinnurekendum, en annars staðar á Norðurlöndum greiðir hið opinbera kostnaðinn.
    Í því sambandi er rétt að geta samanburðar á útgjöldum til barna og fjölskyldna þeirra á Norðurlöndum, ekki síst í ljósi opinberrar fjölskyldustefnu sem Alþingi hefur samþykkt en einnig vegna umræðu um að velferðarkerfið sé orðið fyrirferðarmikið í þjóðarútgjöldum.
    Hlutfallslega eru miklu fleiri börn á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, eins og sést í eftirfarandi töflu:

Fjöldi barna undir 15 ára aldri á Norðurlöndum.

Land

Fjöldi barna
Hlutfall af heild, %
Danmörk
Finnland
Ísland
Noregur
Svíþjóð
893.343
971.487
65.724
840.120
1.649.093
17,2
19,1
24,5
19,4
18,8

    Þrátt fyrir að börn séu hlutfallslega fleiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum eru útgjöld til barna og fjölskyldna þeirra langlægst hér á landi:

Útgjöld á íbúa og sem hlutfall af landsframleiðslu.


Land
Útgjöld á
íbúa, kr.
Hlutfall af lands-
framleiðslu, %
Danmörk
Finnland
Ísland
Noregur
Svíþjóð
72.402
73.010
42.346
76.391
87.279

3,9
5,2
2,4

3,9
5,7





Fylgiskjal.


Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna:

Bætur vegna launataps aðstandenda sjúkra barna á Norðurlöndum.

    Upplýsingar eru samkvæmt erlendum gögnum og niðurstöðu nefndar á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis sem kannaði réttindi langsjúkra barna og skilaði áliti í mars 1995.
    Nefndin var skipuð samkvæmt þingsályktun um réttarstöðu barna með krabbamein og annarra sjúkra barna sem samþykkt var á Alþingi 7. maí 1993.

Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland




Veikindadagar foreldra.
Sjúkrabætur.
Launauppbót.



90% laun í 120 daga á ári fyrir hvert barn, 0–16 ára.

Allt að 780 dagar (100% laun í 260 daga og síðan 65% laun í 520 daga) fyrir hvert barn 0–16 ára,
+10,2% orlof af greiddum sjúkrabótum í allt að 12 vikur á ári.
Endurgreiðsla nauðsynlegs kostnaðar auka vegna umönn unar barna 0–18 ára. Greidd er launaupp bót (90% laun) til annars foreldis á meðan meðferð stendur yfir. Launauppbót má greiða í þrjá mánuði eftir að forsendur bresta. Sérstök upp bót til atvinnulausra. Orlofsstyrkur.
Greidd eru 66% af launum í 60–90 daga, lengur ef nauðsyn krefur, t.d. vegna barna með krabbamein. Heimilt er að greiða báðum foreldrum ef nauðsyn krefur.

Útivinnandi foreldri á rétt á sjö veikindadögum að hámarki á ári til að sinna sjúkum börnum sínum án tillits til fjölda þeirra og alvar leika sjúk dómsins.