Ferill 67. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 67 – 67. mál.



Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um framhald Schengen-málsins.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



1.      Verður samstarfssamningur um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem undirritaður var 19. desember 1996 af Íslandi og aðildarríkjum Schengen-samningsins, lagður fyrir Alþingi til staðfestingar?
2.      Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við innlimun efnisþátta Schengen-samningsins í réttarreglur Evrópusambandsins samkvæmt Amsterdam-sáttmálanum frá 17. júní 1997?
3.      Telur ráðherra líklegt, með vísan til þeirra breytinga sem urðu á stöðu Schengen-samningsins með Amsterdam-sáttmálanum þar sem m.a. Evrópudómstólnum er ætluð lögsaga, að unnt sé að finna lausn á samstarfsaðild Íslands, sérstaklega dómstólaþættinum, sem samræmist íslensku stjórnarskránni og ásættanleg verði fyrir Evrópusambandið?
4.      Hefur staða Schengen-málsins í Noregi að loknum stórþingskosningum áhrif á afstöðu og aðgerðir íslenskra stjórnvalda? Ef svo er, þá hvernig?
5.      Hefur væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um Amsterdam-sáttmálann í mars 1998 áhrif á málsmeðferð af Íslands hálfu?
6.      Hvaða áhrif hefur núverandi staða Schengen-málsins á framkvæmdaáform vegna stækkunar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli?
7.      Hefur verið lokið við þýðingu gagna er varða Schengen-samninginn á íslensku, m.a. á viðaukum, reglugerðum og handbókum? Hvenær verða þessi gögn aðgengileg alþingismönn um og hvenær mun ráðherra leggja þau fram á Alþingi til kynningar?


Skriflegt svar óskast.