Ferill 78. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 78 – 78. mál.


Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um túnfiskveiðar.

Frá Kristjáni Pálssyni.



1.      Er heimild í lögum til þess að stunda túnfiskveiðar í atvinnuskyni innan íslensku fiskveiðilögsögunnar með íslenskum skipum eða erlendum leiguskipum á leigusamningi hjá íslensk um fyrirtækjum? Ef ekki, stendur þá til að breyta lögunum?
2.      Eru fyrirhugaðar einhverjar aðgerðir af hálfu ráðuneytisins til að auðvelda íslenskum útgerðarmönnum að stunda túnfiskveiðar innan eða utan íslensku fiskveiðilögsögunnar?
3.      Er verið að undirbúa inngöngu Íslands í Alþjóðatúnfiskráðið?
4.      Hver er árangur af tilraunaveiði á túnfiski í samstarfi Íslendinga og Japana á þessu og síðasta ári?