Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 177 – 177. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um staðfesta samvist, nr. 87/1996.

Flm.: Ólafur Örn Haraldsson, Einar K. Guðfinnsson, Svavar Gestsson,


Össur Skarphéðinsson, Guðný Guðbjörnsdóttir.



1. gr.

    Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ákvæði ættleiðingarlaga um að veita megi öðru hjóna með samþykki hins leyfi til að ætt leiða barn þess eða kjörbarn gilda um einstaklinga í staðfestri samvist.

2. gr.


    1. mgr. 6. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Önnur ákvæði ættleiðingarlaga um hjón en getur í 2. mgr. 5. gr. og ákvæði laga um tækni frjóvgun gilda ekki um staðfesta samvist.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta var lagt fram á 121. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Þá fylgdi því eftirfarandi greinargerð:
    Hinn 27. júní 1996 gengu í gildi lög um staðfesta samvist, nr. 87/1996. Með lögunum var börnum samkynhneigðra tryggður réttur til að njóta forsjár beggja aðila í staðfestri samvist. Rökin voru þau að við þessar kringumstæður, þ.e. í sameiginlegu heimilishaldi einstaklinga í staðfestri samvist og barns annars þeirra, væri eðlilegt og í samræmi við hagsmuni barnsins að regla 3. mgr. 30. gr. barnalaga um lögbundna forsjá stjúpforeldris gilti á sama hátt og um hjúskap væri að ræða.
    Börn samkynhneigðra í staðfestri samvist njóta þó enn ekki fulls jafnræðis við börn gagn kynhneigðra í sömu stöðu og er frumvarpi þessu ætlað að tryggja öllum börnum sömu stöðu.
    Frumvarpið fjallar um rétt til ættleiðingar stjúpbarna, eða það að stjúpforeldri í staðfestri samvist fái sama rétt til að ættleiða barn maka síns og stjúpforeldri í hjónabandi hefur skv. 2. málsl. 2. mgr. 5. gr. ættleiðingarlaga, nr. 15/1978. Stjúpættleiðing þjónar öðru fremur því markmiði að skapa ákveðna festu um fjölskylduböndin, stuðla að samheldni og tryggja rétt barna til að njóta alls þess sem ættleiðingartengsl bjóða upp á frá báðum þeim aðilum sem gegna hlutverki foreldris. Stjúpættleiðing er að sumu leyti mikilvægari en sameiginleg forsjá því að ættleiðing af þessu tagi kemur kannski helst til álita þegar lítil tengsl eru milli barnsins og hins forsjárlausa kynforeldris og markmiðið verður að tryggja því sem best raunverulegan stuðning tveggja í stað eins í foreldrahlutverkinu. Þá er stjúpættleiðing um margt ólík svokall aðri frumættleiðingu sem stofnar til algerlega nýrra fjölskyldusambanda þar sem hér er um það að ræða að hlúa betur að barni sem oftast hefur búið á sama heimili og stjúpforeldri um nokkurt skeið og þegar myndað tengsl við viðkomandi. Eins og ætíð við ráðstafanir sem varða börn er litið til þess hvað barni er fyrir bestu við mat á umsókn stjúpforeldris um leyfi til ætt leiðingar stjúpbarns og í lagaframkvæmd hafa mótast reglur um meðferð slíkra umsókna. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir að sömu sjónarmið gildi um umsóknir stjúpforeldra í staðfestri samvist og endranær, eða að hægt sé að tryggja þennan rétt barna þegar það þykir henta best hag og þörfum þeirra, enda miðast frumvarpið við að tryggja jafnan rétt allra barna sem búa við sömu aðstæður.
    Krafan um að tryggja jafnan rétt allra barna byggist á ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sbr. 1ög nr. 97/1995, þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til stöðu sinnar. Að mismuna börnum að þessu leyti þykir einnig brjóta í bága við ákvæði 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi á Íslandi sam kvæmt lögum nr. 62/1994. Síðast en ekki síst eru skýr ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 20. nóvember 1989 sem fullgiltur var af hálfu Íslands árið 1992, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 18/1992, um bann við því að mismuna börnum. Í inn gangi þess samnings er yfirlýsing um að tryggja beri fjölskyldu, sem grundvallareiningu sam félagsins og hinu eðlilega umhverfi til vaxtar og velferðar barna, nauðsynlega vernd og aðstoð til að sinna til hlítar þeirri ábyrgð sem á henni hvílir í samfélaginu. Skv. 2. mgr. 3. gr. samn ingsins skuldbinda aðildarríki sig til þess að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og að gera í því skyni allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórn sýslu. Ákvæði 2. gr. samningsins fjallar um skyldu aðildarríkis til að tryggja hverju barni öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum án mismununar af nokkru tagi, t.d. án tillits til félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna barnsins, foreldris þess eða lögráðamanns. Í 2. mgr. 2. gr. segir orðrétt: „Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess, lögráðamanna eða fjöl skyldumeðlima, eða sjónarmiða sem þeir láta í ljós eða skoðana þeirra.“
    Frumvarp þetta felur því í sér afnám misréttis sem er fyrir hendi samkvæmt núgildandi lög um gagnvart tilteknum hópi barna.


    Í 1. gr. frumvarpsins er orðuð reglan um að ákvæði ættleiðingarlaga um rétt stjúpforeldris til að ættleiða stjúpbarn gildi um einstaklinga í staðfestri samvist. Með þessu er átt við að öll þau ákvæði ættleiðingarlaga sem fjalla um famkvæmd slíkrar ættleiðingar gildi um umsókn stjúpforeldris í staðfestri samvist. Ákvæði þetta þykir eiga heima sem viðbót við 5. gr. laganna sem fjallar sérstaklega um réttaráhrif staðfestrar samvistar.
    Í 2. gr. frumvarpsins eru lagðar til breytingar á 6. gr. laganna sem fjallar um undantekning ar frá meginreglunni um réttaráhrif staðfestrar samvistar. Verði framangreind breyting gerð á 5. gr. laganna þarf að þrengja 1. mgr. 6. gr. til samræmis. Þetta þýðir að ákvæði ættleiðing arlaga um svokallaða frumættleiðingu gilda ekki um staðfesta samvist.