Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 179 – 179. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um samræmda samgönguáætlun.

Flm.: Magnús Stefánsson, Stefán Guðmundsson, Steingrímur J. Sigfússon,


Kristín Ástgeirsdóttir, Gísli S. Einarsson, Egill Jónsson.



    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til að kanna hvort samræma megi gerð áætlana um uppbyggingu samgöngumannvirkja í eina samræmda samgönguáætlun og gera í framhaldi af því tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum.
    Nefndin skili niðurstöðu fyrir 1. apríl 1998.

Greinargerð.


    Gerð áætlana um uppbyggingu samgangna og samgöngumannvirkja er mikilvæg stefnu mótun til lengri tíma og varðar þróun byggðar og atvinnu í landinu. Lög kveða á um vegáætl un, hafnaáætlun og flugmálaáætlun sem hver um sig gerir ráð fyrir framkvæmdum og upp byggingu samgöngumannvirkja en framgangur þessara áætlana fer síðan eftir fjárveitingum á fjárlögum hverju sinni. Þessar áætlanir eru sjálfstæðar hver á sínu sviði og við gerð hverrar og einnar er lítið mið tekið af hinum. Það er því ekki sett upp heildstæð mynd af þörfum og ástandi þessara mála í landinu í heild eða á einstökum landsvæðum. Þannig er t.d. ljóst að við gerð vegáætlunar og hafnaáætlunar er ekki höfð nægileg hliðsjón af því að vöruflutningar frá mörgum stöðum hafa í miklum mæli færst frá sjóflutningum um hafnir til landflutninga. Þjóð vegirnir eru hins vegar í mjög mörgum tilfellum og á heilum landsvæðum ekki undir aukna þungaumferð búnir.
    Samkvæmt þeim aðferðum, sem beitt hefur verið við gerð áætlana um uppbyggingu sam göngumannvirkja, liggur fyrir að fjárframlögum til þeirra verður mjög misskipt eftir land svæðum. Þannig er ljóst að landsvæði sem hafa minni þörf fyrir fjármagn til flugvalla eða hafnaframkvæmda, en mikla þörf fyrir vegaframkvæmdir, fá mun minni fjárveitingar til sam göngumála í heild sinni en landsvæði sem hefur meiri þörf fyrir uppbyggingu á öllum sviðum. Þannig getur þörf fyrir dýrar hafnaframkvæmdir vegna vöruflutninga verið lítil á einu land svæði en þörf fyrir uppbyggingu vega mikil vegna þungaflutninga sem hafa færst af sjó og upp á land. Með gerð samræmdrar samgönguáætlunar má taka meira tillit til slíkra aðstæðna og mismunandi þarfa en nú er gert. Þá má með samræmdri áætlun betur setja fram þarfir fyrir fjármagn til uppbyggingar samgöngumannvirkja í heild og má eflaust færa rök fyrir því að fjármagn sem veitt er til samgöngumála nýtist betur út frá heildstæðri áætlun en nú er. Loks má með samræmdri áætlun treysta byggð á einstökum landsvæðum.
    Með gerð samræmdrar samgönguáætlunar má á tryggari hátt móta stefnu um uppbyggingu samgöngukerfisins út frá margvíslegri þróun sem á sér stað hér á landi. Má þar m.a. nefna að með bættum samgöngum opnast nýir möguleikar fyrir ferðaþjónustuna sem er orðin einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í atvinnuuppbyggingu víða um land.
    Við uppbyggingu samgöngukerfisins í heild ber m.a. að taka tillit til umhverfisþátta, t.d. að því er varðar eldsneytisnotkun og losun mengandi lofttegunda. Með gerð samræmdrar sam gönguáætlunar má á markvissari hátt byggja upp þjóðhagslega hagkvæmar samgönguleiðir sem hafa í för með sér eldsneytissparnað og minni mengun. Í þessu sambandi má vísa til fram kvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar frá október 1995 í tengslum við rammasamning Samein uðu þjóðanna um loftslagsbreytingar þar sem m.a. er kveðið á um heildstætt skipulag sam gangna með tilliti til umhverfis- og orkumála.
    Á 110. löggjafarþingi árið 1987 var lögð fram þingsályktunartillaga um samræmingu áætl ana á sviði samgöngumála og mannvirkjagerðar. Fyrsti flutningsmaður var Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi samþykkti að vísa tillögunni til ríkisstjórnar og var unnið nokkuð að mál inu árin þar á eftir en síðan hefur lítið gerst frekar.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir því að samgönguráðherra verði falið að skipa nefnd til þess að fara yfir lög og reglur sem gilda um gerð samgönguáætlana og komast að niðurstöðu um það hvort og þá hvernig megi samræma gerð áætlananna í eina heildstæða áætlun. Þar sem um er að ræða viðamikið og á margan hátt flókið verkefni þykir eðlilegt að sérstakur starfs hópur fari yfir málið og skili um það niðurstöðu. Varðandi skipan starfshópsins má telja eðli legt að fulltrúar Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og Flugmálastjórnar eða flugráðs eigi þar sæti, sem og fulltrúar þingflokka. Til þess að niðurstöður starfshópsins fái umfjöllun áður en 122. löggjafarþingi lýkur þurfa niðurstöður að liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl 1998.