Ferill 181. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 181 – 181. mál.



Fyrirspurn



til dóms- og kirkjumálaráðherra um umferðaröryggismál.

Frá Hjálmari Jónssyni.



1.      Hefur ráðherra skipað starfshóp um verkaskiptingu og samstarf ráðuneyta til þess að tryggja betur skilvirka framkvæmd umferðaröryggismála?
2.      Hefur skráning slysa verið samræmd milli Umferðarráðs, lögreglu og sjúkrastofnana?
3.      Hafa skýrslur opinberra aðila sem vinna að umferðaröryggismálum skilað sér til dómsmálaráðuneytisins?
4.      Er fyrirhugað að lögleiða notkun hjólreiðahjálma fyrir alla án tillits til aldurs?
5.      Hvað líður heildarendurskoðun á innheimtukerfi sekta fyrir umferðarlagabrot?
6.      Hvenær má búast við því að „Umferðaröryggisáætlun 1997–2001“ verði rædd á Alþingi?