Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 245 – 90. mál.



Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar um lán og styrki Byggðastofnunar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hafa einhverjir á sl. fjórum árum fengið lán hjá Byggðastofnun eða styrki til hrossabúskapar, kynningar íslenska hestsins erlendis eða innan lands eða hrossaræktar innan lands eða erlendis? Sé svo, hversu mikil eru þau lán og hverjir hafa fengið styrki og hve mikinn hver fyrir sig?

    Forsætisráðuneytið leitaði til Byggðastofnunar um svör við fyrirspurninni. Rétt er að taka fram að tæmandi yfirlit yfir öll lán og styrki Byggðastofnunar er að finna í ársskýrslu hennar.
    Á árunum 1993–96 veitti Byggðastofnun lán og styrki sem falla undir framangreinda skil greiningu sem hér segir:

Lán.
    Tvö lán voru veitt fyrir nokkrum árum til útflutnings á hestum og hrossabúskapar. Árið 1993 fékk Reynir Sigursteinsson, Mýrahreppi, lán að fjárhæð 4 millj. kr. vegna útflutnings á hestum til Evrópu og árið 1994 fengu Anders og Lars Hansen, Rangárvallahreppi, lán að fjárhæð 8 millj. kr. vegna hrossaræktarbús. Þá fékk Ingimar Pálsson, Sauðárkróki, árið 1994 lán að fjárhæð 2 millj. kr. vegna hestaleigu.

Styrkir.
    Einn styrkur að fjárhæð 500 þús. kr. var veittur árið 1995 til markaðssetningar á íslenska hestinum til Hannesar Sigurgeirssonar, Ásahreppi. Að öðru leyti hafa styrkveitingar vegna hesta tengst ferðaþjónustu og þá einkum hestaleigu. Arinbjörn Jóhannsson, Hvammstanga, fékk styrk að fjárhæð 300 þús. kr. árið 1995 til markaðsátaks vegna hesta- og vetrarferða. Hestasport sf., Sauðárkróki, fékk styrk að fjárhæð 300 þús. kr. árið 1996 til eflingar hesta ferða í Skagafirði. Árnes, Hornafjarðarbæ, fékk styrk að fjárhæð 300 þús. kr. árið 1996 til hestaferða.