Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 246 – 111. mál.



Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Gísla S. Einarssonar, Kristins H. Gunnarssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið 5 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 01-199 í fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?

    Eftirfarandi verkefni höfðu 28. október sl. fengið framlag af ráðstöfunarfé ráðherra:

Verkefni
Kr.


Arvo Alas, fyrrverandi sendiherra Eistlands á Íslandi
    Dvalarstyrkur vegna fræðistarfa og bókmenntarannsókna          390.000
Trausti Valsson og Birgir Jónsson
    Undirbúningur og útgáfa bókarinnar „Ísland hið nýja“           250.000
Útgáfa þýðinga Grigols Matsjavariani á georgísku og ferðastyrkur til ekkju hans          295.812
Norræna húsið á Íslandi
    Kaup á hljómflutningstækjum          500.000
Jón Ormur Halldórsson og Stefán Ólafsson
    Samanburðarrannsókn á skipan þjóðfélagsmála og þróun efnahags í Suðaustur-Asíu
    og á Íslandi          100.000
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
    Þátttaka í alþjóðlegu verkefni og samanburður á efnahagslegu frjálsræði í ýmsum
    ríkjum heims          350.000
Samtals           1.885.812