Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 280 – 241. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um átak í úrbótum á Norðausturvegi frá Húsavík til Þórshafnar.

Flm.: Ingunn St. Svavarsdóttir.



    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að gera átak til úrbóta á Norðausturvegi frá Húsavík til Þórshafnar á næstu tíu árum og fela Vegagerðinni að sjá um framkvæmdir. Fjár magn til átaksins, samtals 2 milljarðar kr., verði veitt sem sérstakur byggðastyrkur, 200 millj. kr. á ári.

Greinargerð.


    Norðausturhluti landsins hefur orðið á eftir öðrum landshlutum í vegabótum og vegurinn, sem er eina tenging byggðarinnar þar við þjóðvegakerfi landsins, er ekki til þess gerður að þola þá þungaflutninga sem um hann fara. Ríkisstjórn ber að sjá til þess að stofnvegakerfi landsins standist þær kröfur að geta verið lífæð fyrir flutning fólks og farms.
    Forsendur átaks í vegabótum á norðausturleiðinni eru:
a.      Skipaflutningar eru svo til aflagðir og vöruflutningar hafa flust að mestu á land.
b.      Farþegaflutningar og póstflutningar með flugi eru nú að leggjast af að mestu leyti og           flutningarnir fara um vegina í staðinn.
c.      Fyrirtæki í Norður-Þingeyjarsýslu, sem eru að stærstum hluta matvælafyrirtæki, svo sem fiskeldisfyrirtæki, rækjuvinnsla, kjötvinnsla og fiskvinnslufyrirtæki, eru nánast algjör lega háð flutningum á landi með afurðir sínar og vörur vegna krafna gerðar eru um ferskleika þeirra.
d.      Nýleg sameining héraðsnefnda í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu með stofnun          félagsþjónustu Þingeyinga, skólaþjónusta á Húsavík, sameining og aukin samvinna sjávar-útvegsfyrirtækja á svæðinu, auk sameiningar heilsugæslustöðvanna í Norður- Þingeyjar sýslu gera tíðari samgöngur og greiðari nauðsynlegar.
e.      Öll uppbygging ferðaþjónustu, í Jökulsárgljúfrum, við Dettifoss, í Ásbyrgi og Hljóðaklettum, að ógleymdum svokölluðum Miðnætursólarhring, er illmöguleg miðað við nú verandi ástand vegarins.
f.      Einungis 19% leiðarinnar frá Húsavík til Þórshafnar telst fullgerður vegur með bundnu slitlagi. Hluti leiðarinnar er nokkurn veginn tilbúinn undir slitlag, en mestur hluti vegar ins þarfnast gagngerrar endurgerðar.