Ferill 133. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 281 – 133. mál.



Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur, Gísla S. Einarssonar, Kristins H. Gunnarssonar og Kristínar Halldórsdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið 8 millj. kr. fjárframlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 08-199 í fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?

    Ráðherra hefur til ráðstöfunar 8 millj. kr. af fjárlagalið 08-199. Auk þess ráðstafar ráð herra 3,6 millj. kr. af fjárlagalið 08-399 190 Heilbrigðismál, ýmis starfsemi. Millifært er af 08-199 yfir á 08-399 190 og greitt út af þeim lið. Samtals ráðstafar ráðherra 11,6 millj. kr. og hefur þegar verið ráðstafað 4,798 millj. kr. eins og sést á yfirliti um fjárlagalið 08-399 190 í svari á þskj. 283, b-lið.