Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 286 – 223. mál.



Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar um afla dragnótarbáta í Faxa flóa.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve mikill dragnótarafli barst á land úr Faxaflóa sl. fjögur fiskveiðiár:
     a.      heildarmagn hvert ár, sundurliðað eftir fisktegundum,
     b.      löndunarstaðir?

    Í eftirfarandi töflu kemur fram heildarafli í lestum, sundurliðaður eftir tegundum sl. fjögur ár. Á þessum árum hafa veiðar verið heimilar frá 15. júlí og oftast staðið til 1.–15. desember. Þar sem veiðitímabilið nær yfir fiskveiðiáramót er í töflunni tilgreindur vertíðaraflinn, þ.e. afli tímabilsins 15. júlí til vertíðarloka:

Ár Skarkoli Sandkoli Lúða Ýsa Þorskur Annað Samtals
1993 1.056 1.882 26 61 78 42 3.145
1994 1.156 1.870 12 77 49 314 3.478
1995 1.149 1.949 9 62 81 217 3.467
1996 915 3.590 23 18 67 114 4.727

    Tegundir undir liðnum „annað“ eru helstar steinbítur, karfi og ýmsar flatfisktegundir.
    Dragnótaafla veiddum í Faxaflóa er nær eingöngu landað í Reykjanesbæ, Reykjavík eða á Akranesi. Flatfiskafli dragnótabátanna er að mestu leyti seldur beint til fjögurra fiskvinnslu stöðva en bolfiskaflinn á fiskmörkuðum.