Ferill 129. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 303 – 129. mál.



Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar, Kristins H. Gunnarssonar, Kristínar Halldórsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um rekstrarhagræðingu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið 7 millj. kr. framlagi til rekstrarhagræðingar á lið 10-950 í fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?

    Samgönguráðuneytið hefur þegar varið um 1,5 millj. kr. af þessu framlagi til hagræðingar í flugmálum. Þar með talin er athugun á hugsanlegri samvinnu Vegagerðarinnar og Flug málastjórnar á flugvöllum landsins. Sérfræðikostnaður sem fallið hefur til vegna nefndar um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar hefur verið færður á þennan lið. Kostnaður af þessari vinnu á eftir að verða talsvert meiri, m.a. vegna launa nefndarmanna, ferðakostnaðar, skýrslugerðar og frekari sérfræðikostnaðar.
    Einnig er unnið að hagræðingarverkefni á sviði ferðamála sem enn er ekki ljóst hvað muni kosta.