Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 328 – 204. mál.



Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Ísólfs Gylfa Pálmasonar um vegakerfi á Suðurlandi.

     1.      Hvernig er vegakerfið á Suðurlandi samsett, að lengd og efnisgerð, sundurliðað eftir sýslum:
       a.      stofnbrautir,
       b.      tengivegir,
       c.      safnvegir,
       d.      landsvegir?

    Vegakerfi á Suðurlandi, sundurliðað eftir sýslum.(Lengdir í km.)

Stofnvegir Tengivegir Safnvegir Landsvegir Samtals
Vestur-Skaftafellssýsla 154 132 108 165 559
Rangárvallasýsla 72 422 190 384 1.068
Vestmannaeyjar 9 8 17
Árnessýsla 383 430 211 200 1.224
Samtals 618 992 509 749 2.868

     2.      Hver er umferðarþungi á fyrrgreindum vegum? Hvernig er ástand þeirra og hve mikill hluti þeirra er lagður bundnu slitlagi?
    Gerð slitlags og umferð, sundurliðað eftir sýslum. (Lengd slitlags í km, umferð í millj. ek inna km.)
Bundið slitlag Malarslitlag Umferð
Vestur-Skaftafellssýsla 167 392 18
Rangárvallasýsla 182 886 40
Vestmannaeyjar 11 6 3
Árnessýsla 339 885 128
Samtals 699 2.169 189

    Langmestur hluti bundna slitlagsins er á stofnvegum.

     3.      Hver er árlegur rekstrarkostnaður starfsstöðva Vegagerðarinnar á Suðurlandi, sundurliðað eftir sýslum?
    Beinn kostnaður við rekstur þjónustustöðva Vegagerðarinnar á Suðurlandi var eftirfarandi á árinu 1996:
Millj. kr.
Þjónustustöð á Selfossi
15,1
Þjónustustöð á Hvolsvelli
7,4
Þjónustustöð í Vík
10,3
Samtals
32,8

     4.      Hefur Vegagerðin skoðað þann möguleika að færa verkefni frá Reykjavík, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um flutning ríkisfyrirtækja út á landsbyggðina?
    Vegagerðin hefur ekki aðeins skoðað þann möguleika að færa verkefni frá Reykjavík heldur framkvæmt slíkan flutning í mjög miklum mæli. Ber þar fyrst að nefna umdæmismið stöðvar í öllum kjördæmum landsins þar sem m.a. starfa 3–4 tæknimenntaðir menn sem annast verulegan hluta tæknilegs undirbúnings og eftirlits með framkvæmdum. Auk umdæm ismiðstöðvanna eru um 20 þjónustustöðvar úti á landi, en þeim hefur farið fækkandi á undan förnum árum í takt við breytingar á vegakerfinu. Verkefni þjónustustöðva sem lagðar hafa verið niður hafa verið flutt til innan viðkomandi umdæma — ekki til Reykjavíkur. Skipting starfsmanna Vegagerðarinnar milli miðstöðvar og umdæma lýsir því vel hversu dreifð stofn unin er og hversu mikill hluti verkefna hennar er unninn utan Reykjavíkur, en um síðustu ára mót voru fastir starfsmenn miðstöðvar í Reykjavík 90 en fastir starfsmenn í umdæmum sam tals 257.