Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 340 – 32. mál.



Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um risnu-, bifreiða- og ferðakostn að Landsbankans, Búnaðarbankans og Seðlabankans.

     1.      Hver var risnu-, bifreiða- og ferðakostnaður Landsbankans, Búnaðarbankans og Seðlabankans 1993– 97? Óskað er sundurliðunar á eftirfarandi upplýsingum í rekstri bankanna frá og með árinu 1993 til 1. október 1997:
            I.      Risnukostnaður:
                  a.      Föst risna greidd einstökum starfsmönnum.
                  b.      Risna greidd samkvæmt reikningi.
                    Óskað er upplýsinga um stöðuheiti þeirra sem fá greidda risnu samkvæmt a-lið og sundurliðun á helstu kostnaðarliðum.
       II.      Ferðakostnaður:
                  a.      Ferðakostnaður innan lands, þar með taldir dagpeningar.
                  b.      Ferðakostnaður utan lands, þar með taldir dagpeningar.
                    Óskað er upplýsinga um sundurliðun á ferðakostnaði og dagpeningum, fjölda ferða einstakra starfsmanna og stöðuheiti, greiðslur til maka stjórnenda og til gang ferðanna.
       III.      Bifreiðakostnaður:
                  a.      Fjöldi ríkisbifreiða (tegund og árgerð) og rekstrarkostnaður þeirra.
                  b.      Notkun bílaleigubifreiða.
                  c.      Notkun leigubifreiða.
                  d.      Greiðslur fyrir afnot af bifreiðum starfsmanna.
                    Óskað er eftir að fram komi fjöldi og stöðuheiti þeirra starfsmanna/stjórnenda sem falla undir a-lið annars vegar og d-lið hins vegar.


    Svör við fyrirspurninni eru byggð á upplýsingum sem aflað hefur verið hjá Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands og Seðlabanka Íslands.
    Höfð hefur verið hliðsjón af sjónarmiðum um meðferð persónuupplýsinga. Þá hefur þess verið gætt að svör við fyrirspurninni hafi ekki að geyma upplýsingar sem geta skaðað hags muni umræddra stofnana af samkeppnis- eða viðskiptaástæðum. Einnig er gætt samræmis í svörum eftir því sem kostur er.
    Við uppsetningu svarsins hefur verið höfð hliðsjón af sundurliðun þessara rekstrarþátta í ársreikningum sem vísað er til í svari við 3. lið fyrirspurnarinnar.
    Allar fjárhæðir í töflum eru í þús. kr.

I. Risnukostnaður.
Landsbanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
a.          Föst risna greidd starfsmönnum 5.300 5.100 5.207 6.248 5.689
b.     Risna greidd samkvæmt reikningi 17.731 15.864 18.173 16.663 11.811
    Föst risna er greidd bankastjórum, aðstoðarbankastjórum, svæðisstjórum og útibússtjór um. Risna greidd samkvæmt reikningi er vegna móttöku innlendra og erlendra gesta.

Búnaðarbanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
a.          Föst risna greidd starfsmönnum 2.888 3.082 3.219 3.632 3.910
b.     Risna greidd samkvæmt reikningi 2.676 2.973 3.071 3.529 3.800
    Föst risna er greidd bankastjórum, aðstoðarbankastjórum og útibússtjórum. Risna greidd samkvæmt reikningi er vegna móttöku innlendra og erlendra gesta.

Seðlabanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
a.          Föst risna greidd starfsmönnum 1.475 1.760 2.040 2.835 2.898
b.     Risna greidd samkvæmt reikningi 12.600 12.224 9.228 10.802 8.023
    Föst risna er greidd bankastjórum, aðstoðarbankastjórum og yfirmönnum starfssviða. Í tengslum við skipulagsbreytingar á starfsemi bankans árið 1994 fjölgaði þeim sem njóta fastra risnugreiðslna úr 5 í 12.
    Risna greidd samkvæmt reikningi er vegna gestamóttöku og fundahalda, m.a. í tengslum við erlend lánamál ríkissjóðs, ávöxtun gjaldeyrisforðans o.fl.

II. Ferðakostnaður
     a.      Ferðakostnaður innan lands.
Landsbanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
Ferðakostnaður 4.475 3.530 4.599 4.064 2.234
Dagpeningar 3.788 3.066 4.083 4.219 1.759
Samtals 8.264 6.596 8.682 8.283 3.993
Ferðafjöldi alls 182 164 215 152 162
Fjöldi starfsmanna 65 63 73 54 57

Búnaðarbanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
Ferðakostnaður 2.036 2.480 1.890 2.515 1.451
Dagpeningar 482 383 471 451 321
Samtals 2.518 2.863 2.361 2.966 1.772
Ferðafjöldi alls 32 32 41 48 45
Fjöldi starfsmanna 16 18 22 21 26

Seðlabanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
Ferðakostnaður 281 271 427 156 170
Dagpeningar 1.049 1.059 811 991 808
Samtals 1.330 1.330 1.238 1.147 978
    Ferðir innan lands á vegum Seðlabankans eru einkum vegna eftirlitsferða bankaeftirlits ins. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um ferðafjölda eða fjölda starfsmanna sem ferðast hafa.

     b.      Ferðakostnaður utan lands.
Landsbanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
Bankastjórar og makar
Ferðakostnaður 2.627 3.663 3.635 3.202 2.806
Dagpeningar 1.845 2.072 1.926 2.048 1.401
Fargjöld og dagpeningar maka 893 1.353 1.216 1.491 982
Aðrir starfsmenn
Ferðakostnaður 5.539 5.803 6.261 7.821 3.180
Dagpeningar 7.427 9.413 8.871 10.772 5.284
Samtals
Ferðakostnaður og dagpeningar 18.331 22.303 21.909 25.334 13.653
Ferðafjöldi alls 71 78 78 101 51
Fjöldi starfsmanna 41 47 42 54 46

Búnaðarbanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
Bankastjórar og makar
Ferðakostnaður 1.656 1.396 2.053 1.869 630
Dagpeningar 1.620 1.649 1.662 2.071 1.758
Fargjöld maka 487 323 426 270 311
Aðrir starfsmenn
Ferðakostnaður 1.934 1.373 2.002 2.339 3.243
Dagpeningar 2.201 2.371 3.172 2.632 4.219
Samtals
Ferðakostnaður og dagpeningar 7.411 6.789 8.889 8.911 9.850
Ferðafjöldi alls 32 32 41 48 45
Fjöldi starfsmanna 16 18 22 21 26
    Ekki eru greiddir dagpeningar fyrir maka stjórnenda.

Seðlabanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
Bankastjórar og makar
Ferðakostnaður 5.598 4.089 5.429 6.035 4.561
Dagpeningar 3.650 1.975 2.089 2.738 2.363
Kostnaður vegna maka 1.230 483 891 1.487 1.138
Aðrir starfsmenn
Ferðakostnaður 6.977 10.277 10.499 11.789 9.358
Dagpeningar 7.270 8.882 8.371 8.333 5.093
Samtals
Ferðakostnaður og dagpeningar 23.495 25.223 26.388 28.895 21.375
Ferðafjöldi alls 122 139 138 146 111
Fjöldi starfsmanna 38 40 40 37 37

III. Bifreiðakostnaður.
Landsbanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
a.          Fjöldi bifreiða 14 14 14 15 15
         Rekstrarkostnaður 6.311 7.036 8.601 6.739 4.843
b.     Notkun bílaleigubifreiða 776 732 1.001 712 291
c.          Notkun leigubifreiða 1.753 1.819 2.509 2.362 2.127
d.     Greitt fyrir afnot af bifr. starfsm. 74.928 73.409 74.504 77.126 62.782
         Fjöldi starfsmanna sem fá greitt 150 151 157 158 162
    Starfsmenn sem fengið hafa greitt fyrir afnot af bifreiðum sínum eru úr hópi aðstoðar bankastjóra, forstöðumanna stoðdeilda, útibússtjóra, svæðisstjóra og sérfræðinga.
    Þrjár af bifreiðum bankans eru til umráða fyrir bankastjóra bankans. Þeir fá ekki greitt fyrir afnot af eigin bifreiðum.
    Aðrar bifreiðar bankans eru þjónustu- og sendibifreiðar, þar af fjórar utan Reykjavíkur og Reykjaness.
    Tegundir bifreiða í eigu bankans eru þessar:
Tegund Árgerð Tegund Árgerð
Cherokee Laredo 1993 VW Golf GL 1994
Cherokee Limited 1996 VW Transporter 4X4 1995
Land Cruiser 1994 Mitsubishi L300 4WD 1993
Oldsmobil 1981 Subaru Legacy WAG 1995
Tveir VW Transporter 1994 Audi A6 1995
Space Wagon 2000 1996 Lancer 1600 GLXi 1995
Subaru Impreza 1994 Mitsubishi Pajero 1994

Búnaðarbanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
a.          Fjöldi bifreiða 11 10 11 11 11
         Rekstrarkostnaður 4.685 4.832 5.007 4.970 4.161
b.     Notkun bílaleigubifreiða 89 141 141 46 102
c.          Notkun leigubifreiða 276 288 739 631 698
d.     Greitt fyrir afnot af bifr. starfsm. 42.207 45.130 49.937 53.281 34.820
         Fjöldi starfsmanna sem fá greitt 128
    Að meðaltali hafa 114 starfsmenn fengið greitt fyrir afnot af eigin bifreiðum á árunum 1993–97.
    Þrjár af bifreiðum bankans eru notaðar af bankastjórum og fá þeir ekki greitt fyrir afnot af eigin bifreiðum. Aðrar bifreiðar eru notaðar í ýmsum tilgangi á vegum bankans, t.d. til peninga- og gagnaflutninga og eftirlitsferða í útibú bankans.
    Starfsheiti þeirra sem fá greitt fyrir afnot af bifreiðum sínum eru aðstoðarbankastjórar, útibússtjórar, embættismenn, skrifstofustjórar og sérfræðingar.
    Tegundir bifreiða í eigu bankans eru þessar:
Tegund Árgerð Tegund Árgerð
Ford Explorer 1995 Tveir Golf GL 1800, st. 1996
Cherokee Laredo 1994 MMC Pajero 1996
Grand Cherokee 1995 MMC Pajero, stuttur 1997
Grand Cherokee 1996 Ford Sierra 1992
Volvo 850, station 1996 Ford Sierra 1989

Seðlabanki Íslands 1993 1994 1995 1996 1.10.97
a.          Fjöldi bifreiða 9 9 9 9 9
         Rekstrarkostnaður 4.443 5.855 4.844 4.728 3.407
b.     Notkun bílaleigubifreiða 255 232 10 107 35
c.          Notkun leigubifreiða 573 411 619 664 365
d.     Greitt fyrir afnot af bifr. starfsm. 16.648 18.266 21.163 21.071 12.912
    Bankastjórar og forstöðumaður bankaeftirlits hafa hver um sig til umráða bíl í eigu bank ans, sá síðasttaldi samkvæmt ákvörðun viðskiptaráðherra frá árinu 1987, og greiða þeir skatt af hlunnindum í samræmi við reglur ríkisskattstjóra. Aðrar bifreiðar eru til bankaeftirlits ferða, eftirlits með seðlageymslum, seðlaflutninga, til gestamóttöku og ýmissa verkefna fyrir bankann.
    Að jafnaði hafa 57 starfsmenn fengið greiddan bifreiðastyrk. Hafa ber í huga að hátt hlut fall starfsliðsins eru háskólamenntaðir sérfræðingar en tiltölulega fáir sinna afgreiðslustörf um. Á síðustu mánuðum hafa verið stigin skref í þá átt að færa bifreiðastyrki inn í laun.
    Tegundir bifreiða eru þessar:
Tegund Árgerð Tegund Árgerð
Chervolet Surburban 1984 Toyota 4Runner 1995
Honda Accord Shuttle 1996 Tveir Ford Explorer 1996 og 1997
Volvo S70 1997 Toyota 4Runner 3000i 1995
Audi 100 2,8E At 1992 Toyota Land Cruiser 1997

     2.      Hafa bankastjórar eða aðrir stjórnendur bankanna aðrar starfstengdar greiðslur eða fríðindi en að ofan greinir, t.d. laxveiðifríðindi?
    Samkvæmt upplýsingum bankanna er ekki um aðrar starfstengdar greiðslur og fríðindi að ræða. Hafa ber í huga að í svörum við fyrirspurnum Jóhönnu Sigurðardóttur á 121. löggjaf arþingi, þskj. 590 og 999, er svarað spurningum um starfskjör, lífeyrisréttindi og lífeyris greiðslur, stjórnargreiðslur og ferða- og bílahlunnindi stjórnenda Seðlabankans og ríkisvið skiptabankanna.
    Rétt er að nefna að einn aðstoðarbankastjóra Búnaðarbanka Íslands er staðgengill banka stjóra og nýtur hann launakjara bankastjóra þegar hann gegnir stöðu bankastjóra.
    Í starfi bankastjóra bankanna felst móttaka erlendra gesta sem gestgjafa af hálfu bank anna. Þátttaka í atburðum sem tengdir eru slíkum móttökum, svo sem laxveiðiferðum, er greidd af bönkunum.

     3.      Hvenær og af hvaða ástæðum var hætt að birta í ársreikningum bankanna sundurliðaða þá rekstrarþætti sem að framan greinir?
    Ítarleg sundurliðun á rekstrarkostnaði er að finna í ársskýrslu Seðlabankans og hefur hún birst þar með hliðstæðum hætti allt frá árinu 1982.
    Með lögum nr. 43/1993, um viðskiptabanka og sparisjóði, var löggjöf á þessu sviði löguð að ákvæðum í samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Skv. 3. mgr. 57. gr. laganna, nú 3. mgr. 57. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, skal bankaeftirlitið setja reglur um uppsetningu ársreiknings, innihald einstakra liða rekstrar- og efnahagsreiknings og liða utan efnahagsreiknings, auk reglna um skýringar og mat á einstökum liðum. Á grund velli ákvæðisins hefur Seðlabankinn sett reglur nr. 554/1994 um gerð ársreikninga viðskipta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana.
    Fyrrgreindar reglur komu í stað reglna nr. 77/1986, um ársreikninga viðskiptabanka og sparisjóða, en skv. 17. gr. þeirra skyldi fylgja ársskýrslu ríkisviðskiptabankanna sundurliðað yfirlit um launagreiðslur, bifreiðakostnað, ferða- og risnukostnað.
    Tilvitnuð lög ásamt núgildandi reglum um gerð ársreiknings byggja m.a. á ákvæðum til skipunar 78/660/EBE um ársreikninga og tilskipun 86/635/EBE um ársreikninga og sam stæðureikninga banka og annarra fjármálastofnana. Núgildandi reglur um atriði þau sem birta skal í ársreikningum viðskiptabanka eru því í samræmi við reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu.