Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 346 – 276. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattalega meðferð lífeyrisiðgjalda sjálfstæðra atvinnurekenda.

Frá Össuri Skarphéðinssyni og Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hversu margir einstaklingar stunduðu sjálfstæðan atvinnurekstur einhvern tíma á árunum 1985–95 og greiddu í lífeyrissjóð án þess að vera heimilað af skattyfirvöldum að draga frá skatti þann hluta iðgjaldsins sem svarar til hlutar atvinnurekenda í iðgjalda greiðslum?
     2.      Hvernig skiptast þeir á einstaka lífeyrissjóði?
     3.      Hversu hár er samanlagður atvinnurekendahluti lífeyrisiðgjalda þessa hóps, reiknaður til núvirðis?
     4.      Hversu háan tekjuskatt á núvirði er áætlað að hópurinn hafi greitt samanlagt af þessum hluta iðgjaldanna?
     5.      Hvernig dreifist sú upphæð innan hópsins? Hver er hæsta upphæðin sem einstaklingur hefur greitt?
     6.      Hve margir þeirra einstaklinga, sem spurt er um í 5. lið, falla undir lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda nr. 29/1995, sbr. dóm Hæstaréttar í máli 432/1995 um að sjálfstætt starfandi einstaklingi væri heimilt að gjaldfæra sem rekstrarkostnað þann hluta lífeyrisiðgjalds síns sem svaraði til hlutar atvinnurekanda?
     7.      Hversu háa upphæð samanlagt ber þeim að fá endurgreidda frá ríkinu?
     8.      Hvernig hyggst fjármálaráðuneytið uppfylla ákvæði 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/1995 þar sem mælt er fyrir um að stjórnvöldum beri að hafa frumkvæði að endurgreiðslum þegar þeim verður ljóst að ofgreitt hefur verið?


Skriflegt svar óskast.