Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 348 – 278. mál.



Fyrirspurn



til samgönguráðherra um rannsóknarnefnd sjóslysa.

Frá Lúðvík Bergvinssyni.



     1.      Hverjir sátu í rannsóknarnefnd sjóslysa árin 1991–96 og hverjir hafa gegnt þar formennsku?
     2.      Hver hafa laun nefndarmanna og starfsmanna verið? Laun nefndarmanna óskast sundurliðuð eftir nefndarmönnum og formönnum.
     3.      Hver hefur kostnaður af húsnæði nefndarinnar verið?
     4.      Hver hefur kostnaður af fundarhöldum, ferðum og uppihaldi nefndarinnar verið?
     5.      Hver hefur kostnaður af ferðum og uppihaldi starfsmanns sem hafa tengst sjóprófum og skráningu lögregluskýrslna víðs vegar um landið? Svar óskast sundurliðað eftir málum.
     6.      Hve miklu fé hefur verið varið til rannsókna sem Iðntæknistofnun, Neðansjávarmyndir o.fl. hafa framkvæmt að beiðni nefndarinnar? Svar óskast sundurliðað eftir fyrirtækjum og stofnunum.
     7.      Hve miklu fé hefur verið varið til tækjakaupa fyrir nefndina? Svar óskast sundurliðað eftir tækjum.
     8.      Hver hefur kostnaður verið af útgáfu skýrslna á vegum nefndarinnar?
    Liðirnir óskast sundurliðaðir á árin 1991–96.


Skriflegt svar óskast.

















Prentað upp.