Ferill 322. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 406 – 322. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um lögbundna skólagöngu barna og unglinga.

Frá Ögmundi Jónassyni.



    Hve mörg börn og unglingar, sem komið er í fóstur eða búa utan lögheimilissveitarfélags, njóta ekki lögbundinnar skólagöngu? Er ráðherra kunnugt um að þess eru dæmi að tregða skólayfirvalda til að taka við þessum nemendum hefur valdið því að þeim eru ekki valin bestu fósturheimili sem völ er á?
    Hvað hyggst ráðherra gera til að tryggja að öll börn fái notið lögbundinnar skólagöngu?