Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 422 – 335. mál.



Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um atvinnuleysistryggingar.

Frá Ragnari Arnalds.



1.      Var ráðherra ljóst, þegar hann lagði frumvarp um atvinnuleysistryggingar fyrir Alþingi á sl. vetri, að frumvarpið fæli í sér verulega skerðingu fyrir þá sem ekki hafa verið í fullu starfi seinustu tólf mánuði þar sem hámarksbætur voru áður miðaðar við 1.700 dagvinnu stundir?
2.      Ef ráðherra var þetta ljóst, hvers vegna var þess þá ekki getið í athugasemdum við frumvarpið eða í framsöguræðu ráðherra?
3.      Var því ekki lýst yfir af hálfu ráðuneytisins skömmu eftir að lögin komu til framkvæmda að fyrrnefnd skerðing yrði leiðrétt?
4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar þannig að ekki verði um að ræða skerðingu bóta af þessari ástæðu?