Ferill 344. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 446 – 344. mál.



Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um hlutafjáreign dótturfyrirtækja ríkisbankanna.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



1.      Í hvaða fyrirtækjum hafa dótturfyrirtæki ríkisbankanna keypt eignarhlut á síðustu fimm árum? Hvert var kaupverðið í hverju einstöku tilviki?
2.      Hversu mikinn arð hafa dótturfyrirtæki bankanna fengið af þessum eignarhlutum? Í sundurliðun komi fram arðgreiðslur af einstökum eignarhlutum.
3.      Í hvaða fyrirtækjum eiga dótturfyrirtæki bankanna nú eignarhlut? Hvert er nafnverð þeirra og bókfært verðmæti? Hversu stór hlutur er það af heildarhlutafé viðkomandi fyrir tækis þar sem um er að ræða hlutafélag?
4.      Hver var ávöxtun hlutafjár eða annarra eignarhluta í eigu dótturfyrirtækja ríkisbankanna á síðasta ári? Í sundurliðun komi fram ávöxtun einstakra eignarhluta.
5.      Hafa ríkisbankarnir og dótturfyrirtæki þeirra selt eignarhluti í fyrirtækjum á síðustu fimm árum? Ef svo er, hvenær fóru þær sölur fram, hvert var söluandvirðið og á hvaða gengi voru hlutabréfin eða aðrir eignarhlutir seldir?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Á síðasta þingi lagði fyrirspyrjandi fram hliðstæða fyrirspurn þar sem innt var eftir upp lýsingum um hlutafjáreign ríkisbankanna. Í svari við henni voru einvörðungu birtar upplýs ingar um hlutafjáreign bankanna sjálfra, en ekki dótturfyrirtækja þeirra, og veitti það því af ar takmarkaða vitneskju um raunveruleg eignatengsl bankanna við hlutafélög. Tilgangur þessarar fyrirspurnar er að leiða í ljós eignatengsl bankanna við þessi fyrirtæki og að fram komi upplýsingar um eignarhluta bankanna í einstökum fyrirtækjum, hvort sem um er að ræða hlutafélög eða önnur rekstrarform.