Ferill 185. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 456 – 185. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Bjargráðasjóð, nr. 146/1995.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigríði Lillý Baldursdóttur og Birgi Blöndal frá félagsmálaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Bændasamtök um Íslands, Bjargráðasjóði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Frumvarp þetta er lagt fram í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á innheimtu sjóðagjalda í landbúnaði með lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald. Í stað hlutdeildar Bjarg ráðasjóðs í búnaðarmálasjóðsgjaldi kemur hlutdeild í búnaðargjaldi í samræmi við 6. gr. lag anna og viðauka við þau. Hér er einungis um að ræða lagfæringu vegna laga um búnaðar gjald sem felur ekki í sér efnislega breytingu á lögunum.
    Félagsmálanefnd mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 10. des. 1997.



Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.



Guðmundur Árni Stefánsson.


                             

Siv Friðleifsdóttir.



Kristján Pálsson.



Ögmundur Jónasson.



Pétur H. Blöndal.     


Magnús Stefánsson.



Arnbjörg Sveinsdóttir.