Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 473 – 291. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fangelsi og fangavist, nr. 48 19. maí 1988 (heilbrigðisþjónusta, vistun gæsluvarðhaldsfanga og samfélagsþjónusta).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorstein A. Jónsson fangelsismála stjóra, Ragnhildi Arnljótsdóttur, deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Guð mund Þór Guðmundsson, formann samfélagsþjónustunefndar og Vilhjálm Grímsson frá Vernd. Þá bárust nefndinni erindi um málið frá Hreini S. Hákonarsyni fangapresti, Vernd, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Tryggingastofnun ríkisins.
    Í frumvarpinu er í fyrsta lagi lagt til að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sjái um og beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Í öðru lagi eru lagðar til breyt ingar sem nauðsynlegt er að gera í kjölfar þess að gæsluvarðhaldsfangelsið við Síðumúla var lagt niður og í framhaldi af því hafin vistun gæsluvarðhaldsfanga í afplánunarfangelsum. Loks er lagt til að ákvæði laga um samfélagsþjónustu verði felld inn í lögin um fangelsi og fangavist auk þess sem nokkrar efnisbreytingar eru lagðar til á ákvæðum um samfélagsþjón ustu. Er m.a. lagt til að heimilt verði að fullnusta allt að sex mánaða óskilorðsbundna refsi vist með ólaunaðri samfélagsþjónustu, en nú er hámarkið þriggja mánaða refsivist. Þá er lagt til að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um samfélagsþjónustu í stað samfélagsþjónustu nefndar, að skilorðsrof verði meðhöndlað á svipaðan hátt og agaviðurlög í fangelsum og að ákvæði verði sett í lögin um veitingu reynslulausnar ef hluti refsivistarinnar hefur verið fullnustaður með samfélagsþjónustu.
    Var það álit þeirra sem komu á fund nefndarinnar að fullnusta refsivistar með samfélags þjónustu hafi reynst vel. Því telur nefndin rétt að festa ákvæði um samfélagsþjónustu varan lega í lög, en lög um samfélagsþjónustu hafa takmarkaðan gildistíma og falla sjálfkrafa úr gildi um næstu áramót.
    Í nefndinni var sérstaklega rætt um 6. gr. frumvarpsins þar sem lögð er til breyting á 51. gr. almannatryggingalaganna þannig að skýrt sé kveðið á um að fangar séu sjúkratryggðir samkvæmt almennum reglum um sjúkratryggingar. Telur nefndin ákvæðið nauðsynlegt til að hnykkja á því að sjúkratryggingar almannatrygginga skuli standa straum af sjúkrakostnaði, en ágreiningur hefur verið um það á undanförnum árum hverjum beri að greiða sjúkrakostnað fanga.
    Nefndin leggur til tvær breytingar á frumvarpinu. Felst fyrri breytingin í því að f-liður 4. gr. fellur brott, en hann er talinn óþarfur. Allar ákvarðanir fangelsismálastofnunar sæta kæru til dómsmálaráðherra og því er ekki þörf á að taka slíkt sérstaklega fram. Þá er lögð til smá vægileg orðalagsbreyting við 2. mgr. 6. gr.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:



     1.      Við 4. gr. f-liður falli brott.
     2.      Við 6. gr. Orðið „þó“ í efnismálslið 2. mgr. falli brott.

Alþingi, 11. des. 1997.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Árni R. Árnason.




Jóhanna Sigurðardóttir.



Jón Kristjánsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.




Kristján Pálsson.



Guðrún Helgadóttir.



Hjálmar Jónsson.