Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 578 – 363. mál.



Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um nauðasamninga samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur .



     1.      Hversu margir einstaklingar hafa óskað eftir heimild til samninga um niðurfellingu á meðlagsskuldum að hluta eða að öllu leyti eða lækkun á mánaðarlegum greiðslum á grundvelli laga nr. 71/1996, um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, frá 1. apríl 1997 til desember 1997?
     2.      Hversu margar umsóknir hafa verið samþykktar á framangreindu tímabili?
     3.      Hvaða félagslegir erfiðleikar umsækjenda hafa haft áhrif á samþykkt framangreindra umsókna? Svar óskast sundurliðað eftir samþykktum umsóknum.


Skriflegt svar óskast.