Ferill 365. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 580 – 365. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um bifreiðakaup ráðuneyta.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hvaða reglur gilda um bifreiðakaup á vegum ráðuneyta?
     2.      Hversu margar bifreiðar hafa verið keyptar á vegum einstakra ráðuneyta á tímabilinu 1990–97, af hvaða bifreiðaumboðum var keypt og hver var kostnaður hvers ráðuneytis, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hvaða ráðuneyti hafa keypt bifreiðar og hversu margar af Sölu varnarliðseigna? Hvert var verð þeirra bifreiða?
     4.      Hvaða opinber gjöld eru greidd við innflutning og sölu þessara bifreiða í samanburði við þau gjöld sem greidd eru af innflutningi og sölu annarra bifreiða?
     5.      Eru í gildi sérkjör varðandi kaup ráðherra á bifreiðum til einkanota? Ef svo er, hversu margir ráðherrar hafa nýtt sér þau sérkjör á árunum 1990–97 og af hvaða bifreiðaum boðum var keypt, sundurliðað eftir árum og ráðuneytum?
     6.      Hafa ráðherrar nýtt sér þau sérkjör til kaupa á bifreiðum af Sölu varnarliðseigna? Ef svo er, hversu margir, sundurliðað eftir ráðuneytum?


Skriflegt svar óskast.