Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 677 – 379. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um langtímaáætlun í vegagerð.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



    Alþingi ályktar að á árunum 1999–2010 skuli aflað fjármagns til vegagerðar og því varið til framkvæmda í vegamálum samkvæmt langtímaáætlun eins og hér segir.

1. Áætlun um fjáröflun.

    Fjárhæðir í m.kr. eru á áætluðu meðalverðlagi 1998, samkvæmt fjárlögum (vísitala vega gerðar 5700).

1. tímabil 1999–2002         35.297
2. tímabil 2003–2006         37.217
3. tímabil 2007–2010         38.839

2. Skipting útgjalda.
Fjárhæðir í m.kr.

1.
tímabil
2.
tímabil
3.
tímabil
2.1.    Stjórn og undirbúningur
1.365 1.480 1.500
2.2.     Viðhald þjóðvega:
    1.     Almenn þjónusta
4.000 4.400 4.800
    2.     Vetrarþjónusta
2.900 3.100 3.200
    3.     Viðhald
6.255 6.847 7.859
    4.     Þéttbýlisvegir
1.530 1.650 1.700
2.3.    Til nýrra þjóðvega:
    1.     Stofnvegir:
        1.    Almenn verkefni
1.750 1.800 1.800
        2.     Höfuðborgarsvæðið
4.055 4.280 4.280
        3.     Stórverkefni
6.408 6.760 6.760
        4.     Framkvæmdaátak
280 0 0
        5.     Skeiðarársandur
225 0 0
        6.     Þingvallahátíð
200 0 0
    2.     Tengivegir
1.640     1.790 1.800
    3.     Brúagerð
890 960 1.000
    4.     Girðingar
177 180 180
2.4.    Til safnvega
850 950 950
2.5.    Til landsvega
314 400 450
2.6.    Til styrkvega
125 150 160
2.7.    Til reiðvega
120 150 160
2.8.     Til tilrauna
343 370 390
2.9.     Til flóabáta
1.870 1.950 1.850
Samtals
35.297 37.217 38.839
    Endurgreiðsla lánsfjár
-700 -80
Samtals
34.597 37.137 38.839

3. Tillaga um skiptingu fjármagns til nýframkvæmda.

3.1. Almenn verkefni.

    Lagt er til að fjármagni til almennra verkefna verði skipt jafnt á milli kjördæma annarra en höfuðborgarsvæðisins og skipting á einstök verkefni fari fram við gerð vegáætlunar.

3.2. Stórverkefni.

1. tímabil 1999–2002 m.kr. 2. tímabil 2003–2006 m.kr. 3. tímabil
2007–2010
m.kr.
Þjórsá
390
Gilsfjörður
100
Lagarfljót
410
Jökulsá í Lóni
330
Brýr í Öræfum
290
Búlandshöfði
470
Hvalfjarðartengingar
450 210
Ísafjarðardjúp
530 510
Tenging Norður – Austurland
760 230 50
Hringvegur á Mývatnsheiði
90 120
Hringvegur á Austurlandi
630 630 50
Stykkishólmsvegur, Vatnaheiði
210 160
Snæfellsnesvegur um Kolgrafarfjörð
160
Vestfjarðavegur, Brattabrekka – Svínadalur
270 230
Vestfjarðavegur, Bjarkarlundur – Flókalundur
380 870
Barðastrandarvegur, Flókalundur – Patreksfjörður
260 90
Vestfjarðavegur um Gemlufallsheiði
40
Djúpvegur, Steingrímsfjarðarheiði og Fellabök
150
Hólmavíkurvegur eða Tröllatunguvegur
700
Siglufjarðarvegur
170
Grenivíkurvegur
210
Norðausturvegur, Húsavík – Þórshöfn
510 800 1.290
Norðausturvegur, Hringvegur – Vopnafjörður
100 100 280
Lágheiði
510 170
Bræðratunguvegur (um Hvítá)
170 160
Laugarvatnsvegur
70
Biskupstungnabraut
153 47
Gjábakkavegur
330
Þjórsárdalsvegur
60
Þingvallavegur
130
Hálsasveitarvegur að Húsafelli
40 110
Djúpá, Hörgsá
110 60
Eyvindará
90
Hólmsá á Mýrum
80
Reykjanesbraut, Hafnarfjörður – Keflavík
200 763 1.437
Hringvegur um Stafholtstungur
190 260
Hringvegur um Norðurárdal í Skagafirði
420
Breikkun brúa á Suðurlandi
115 130 255
Breikkun brúa á Vesturlandi
60
Breikkun brúa á Norðurlandi vestra
190 60
Jarðgangarannsóknir
40 40 40
Óráðstafað
208
Samtals:
6.408 6.760 6.760

3.3. Önnur verkefni.

    Lagt er til að fjárveitingum til verkefna á höfuðborgarsvæðinu verði skipt á tímabil í lang tímaáætlun með hliðstæðum hætti og fjárveitingum til stórverkefna. Ekki hefur unnist tími til að gera tillögur þar að lútandi, og er miðað við að þær tillögur verði lagðar fyrir samgöngu nefnd við meðferð málsins á Alþingi.
    Lagt er til að skipting fjármagns til einstakra verkefna annarra en framantalinna fari fram við gerð vegáætlunar.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.



0. Inngangur.

    Hér er lögð fram tillaga að langtímaáætlun í vegagerð fyrir árin 1999–2010. Tillagan byggir á því að vinnubrögðum við gerð vegáætlunar og langtímaáætlunar verði breytt. Breyt ingarnar varða einkum val verkefna á stofnvegum, röðun þeirra og úthlutun fjármagns til verkefnanna. Þá er einnig gert ráð fyrir breytingum og einföldun á tekjuhlið áætlananna.
    Nefna má helstu rök fyrir því að fara nýjar leiðir við röðun verkefna og úthlutun fjár. Gild andi meginreglur um úthlutun fjár til stofnvega eru orðnar gamlar og hafa ekki tekið miklum breytingum í tímans rás. Hlutföll milli kjördæma hafa verið reiknuð út frá kostnaði, ástandi og arðsemi vega í framtíðarkerfi sem er svo umfangsmikið að jafnan tæki það upp undir 30 ár að ljúka verkefninu eins og það hefur verið skilgreint á hverjum tíma. Þegar litið er til svo langs tíma verður óvissa í skilgreiningu verkefnisins mjög mikil, hvað skuli tekið með og hverju sleppt. Ekki verður komist hjá misræmi milli kjördæma. Þessir vankantar komu ekki mikið að sök meðan vegakerfi landsins var í heild þurfandi fyrir úrbætur og kom þannig inn í dæmið. Eftir því sem vegakerfið hefur tekið framförum hafa gallar aðferðarinnar vaxið.
    Á undanförnum árum hafa mjög vaxið kröfur um að frumþarfir byggðarlaga séu leystar, þ.e. vegur með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi tengi öll stærri þéttbýli landsins. Þá þarf að tengja betur saman nálæga þéttbýlisstaði til að auka samvinnu og samnýtingu. Enn fremur þarf vaxandi ferðaþjónusta á því að halda að bundið slitlag sé lagt á fjölförnustu ferðamanna leiðir. Loks verða kröfur um aukið umferðaröryggi sífellt háværari og hefur ríkisstjórnin mótað þá stefnu að fækka skuli umferðarslysum.

Framkvæmdir og verkefni.
    Með hliðsjón af því sem er rakið hér á undan eru skilgreind framkvæmdamarkmið á vegakerfinu og verkefni sem falla að markmiðunum, verða þá viðfangsefni langtímaáætlunar innar.
a.         Ljúka Hringveginum með bundnu slitlagi og vegum af honum til þéttbýlisstaða með 200 íbúa eða fleiri.
b.         Tengja saman með uppbyggðum vegi nálæga byggðarkjarna með fleiri en 1.000 íbúa á hvorum stað (fjarlægð .80 km og stytting miðað við aðrar tengingar sem eru fyrir hendi ≥150 km).
c.         Leggja bundið slitlag á mikilvægar ferðamannaleiðir með mikla umferð (sumarumferð ≥200 bílar á dag).
d.         Endurbyggja brýr á helstu flutningaleiðum (Hringveginum og tengingum þéttbýla við hann) sem ekki þola fullan þunga (Evrópu-þunga).
e.         Breikka vegi þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál.
f.         Endurbyggja kafla með mikla umferð (≥500 bílar á dag) þar sem bundið slitlag var lagt á gamla vegi án endurbóta og reynst hafa hættulegir.
g.         Breikka einbreiðar brýr á Hringveginum þar sem umferð er mikil (≥400 bílar á dag).

    Á meðfylgjandi skrá eru talin öll verkefni sem falla undir framkvæmdamarkmiðin og verður lokið við þau á tímabilinu samkvæmt áætluninni. Flest stórverkefni samkvæmt eldri skilgreiningum eru á hinum nýja verkefnalista önnur en jarðgöng. Verkefni á höfuðborgar svæðinu eru ekki tekin með hér. Þau hafa verið undir sérstökum lið, og er miðað við að svo verði áfram.

Verkefnalisti.
(v. = 5700)


A.     Stórverkefni (samkvæmt eldri listum).
1.     Brýr og fjarðarþveranir.
                             Kostnaður
                             m.kr.
    Þjórsá          390
    Gilsfjörður          100
    Lagarfljót          410
    Jökulsá í Lóni          330
    Brýr í Öræfum          290
.............
                        Samtals     1.520

2.     Vegaverkefni.
                             Kostnaður
                             m.kr.
    Búlandshöfði          470
    Hvalfjarðartenging          660
    Ísafjarðardjúp          1.040
    Tenging Norður- og Austurlands          1.040
.............
                        Samtals     3.210

B.     Ný verkefni.
1.     Bundið slitlag til allra þéttbýlisstaða ≥ 200 íbúa.
                             Kostnaður
                             m.kr.
    a.     Hringvegur     Mývatnsheiði          210
              Hringvegur     Ógerðir kaflar á Austurlandi          1.310
    b.     Stykkishólmsvegur     Vatnaheiði          370
    c.     Snæfellsnesvegur     um Kolgrafarfjörð          160
    d.     Vestfjarðavegur     Brattabrekka, Svínadalur          500
    e.     Vestfjarðavegur     Bjarkarlundur – Flókalundur          1.250
    f.     Barðastrandarvegur     Flókalundur – Patreksfjörður          350
    g.     Vestfjarðavegur     um Gemlufallsheiði          40
    h.     Djúpvegur     um Steingrímsfjarðarheiði og Fellabök          150
    i.     Hólmavíkurvegur eða Tröllatunguvegur          700
    j.     Siglufjarðarvegur               170
    k.     Grenivíkurvegur               210
    l.     Norðausturvegur     Húsavík – Þórshöfn          2.600
    m.     Norðausturvegur     Hringvegur –Vopnafjörður          480
.............
                        Samtals     8.500

2.     Tenging nálægra byggðakjarna með fleiri en 1000 íbúa.
                             Kostnaður
                             m.kr.

    a)     Lágheiði          680
.............
                        Samtals     680

3.     Ferðamannaleiðir með mikla umferð.
                             Kostnaður
                             m.kr.
    a)     Bræðratunguvegur (um Hvítá)          330
    b)     Laugarvatnsvegur          70
    c)     Biskupstungnabraut          200
    d)     Gjábakkavegur          330
    a)     Þjórsárdalsvegur          60
    f)     Þingvallavegur          130
    g)     Hálsasveitarvegur að Húsafelli          150
.............
                        Samtals     1.270

4.     Endurbygging brúa, sem ekki þola fullan þunga.
                             Kostnaður
                             m.kr.
    a)     Djúpá og Hörgsá          170
    b)     Eyvindará          90
    c)     Hólmsá á Mýrum          80
.............
                        Samtals     340

5.     Breikkun vega með mikla umferð, til þess að auka umferðaröryggi.
                             Kostnaður
                             m.kr.
    a)     Reykjanesbraut     Hafnarfjörður-Keflavík          2.400
.............
                        Samtals     2.400

6.     Hættulegir kaflar.
                             Kostnaður
                             m.kr.
    a)     Hringvegur     um Stafholtstungur          450
    b)     Hringvegur     um Norðurárdal í Skagafirði          420
.............
                        Samtals     870

7.     Breikkun brúa á vegum með mikla umferð.
                             Kostnaður
                             m.kr.
    a)     Breikkun brúa á Suðurlandi          500
    b)     Breikkun brúa á Vesturlandi          60
    c)     Breikkun brúa á Norðurlandi vestra          250
.............
                        Samtals     810

Jarðgangarannsóknir          120


Yfirlit.


A.     Stórverkefni (samkvæmt eldri listum).
                             Kostnaður
                             m.kr.
1.     Brýr og fjarðarþveranir          1.520
2.     Vegaverkefni          3.210

B.     Ný verkefni.
1.     Bundið slitlag til allra þéttbýlisstaða ≥200 íbúa          8.500
2.     Tenging nálægra byggðakjarna með fleiri en 1000 íbúa          680
3.     Ferðamannaleiðir með mikla umferð          1.270
4.     Endurbygging brúa sem ekki þola fullan þunga          340
5.     Breikkun vega með mikla umferð, til þess að auka umferðaröryggi          2.400
6.     Hættulegir kaflar          870
7.     Breikkun brúa á vegum með mikla umferð          810

Jarðgangarannsóknir          120
.............
                        Samtals     19.720

    Meginforsenda við gerð langtímaáætlunar nú er að ljúka við þennan verkefnalista. Í áætluninni eru þessi verkefni flokkuð undir liðinn stórverkefni. Ekki verður gerð áætlun til svo langs tíma án þess að hafa nokkurt fé til að leysa önnur verkefni sem brýn eru eða koma upp á tímabilinu. Liðurinn almenn verkefni er ætlaður til þessa og nemur hann liðlega fjórðungi af fjárveitingu til stórverkefna.
    Samtals er áætlað að rúmlega 25 milljörðum króna verði varið til stofnvega utan höfuð borgarsvæðisins á áætlunartímabilinu.
    Í þessari áætlun er ekki fjallað um framkvæmdir við jarðgöng. Ef til slíkra framkvæmda kemur á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að það verði samkvæmt sérstakri ákvörðun stjórnvalda þar sem einnig verði tekin afstaða til fjármögnunar. Ákveðið er að veita nokkurt fé til jarðgangarannsókna á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Er reiknað með 120 m.kr. alls á áætlunartímabilinu í þessi skyni.
    Nokkrar stórbrýr og fjarðarþveranir, sem voru á lista yfir stórverkefni í tillögu að langtímaáætlun 1991–2002 (lögð fyrir Alþingi 1991), eru ekki á verkefnalistanum nú. Laxá í Kjós og Botnsvogur um Þyrilsey féllu niður í kjölfar ákvörðunar um Hvalfjarðargöng. Kostnaðartala fyrir Snæfellsnesveg um Kolgrafarfjörð miðast við að farið sé fyrir botn fjarðarins en ekki yfir hann. Sama á við um Vestfjarðaveg um Gufufjörð. Þá er brú á Skjálfandafljót á Norðausturvegi í Köldukinn talin geta dugað fram yfir áætlunartímann með miklu eftirliti og því ekki tekin með.
    Fjárveitingar til höfuðborgarsvæðisins hækka í sömu hlutföllum og fé til stofnvega utan svæðisins og verða alls um 12,6 mia. kr. á áætlunartímabilinu.
    Flestir aðrir liðir fara heldur vaxandi út tímabilið í samræmi við aukna umferð og vaxandi kröfur umferðarinnar.

0.1. Heildarfjármagn.

    Í tillögunni er miðað við að markaðir tekjustofnar standi undir útgjöldum við langtímaáætlunina. Í því skyni er gert ráð fyrir að hætta millifærslum í ríkissjóð og einungis verði greitt þangað umsýslugjald, 0,5% af mörkuðum tekjum. Þá er gert ráð fyrir að tekjustofnar hækki um 3,5% hinn 1. júní 1998 og í samræmi við verðlag eftir það, auk 2% hækkunar til viðbótar 1. júní 1999.
    Miðað er við að tekjustofnar vaxi að raungildi á tímabilinu. Vöxtur á fyrsta tímabili er áætlaður 1,6% á ári, 1,2% á öðru tímabili og 1,0% á þriðja tímabili. Aukningin er í aðal atriðum í samræmi við spá um aukna umferð.
    Nánari grein er gerð fyrir breytingum á tekjuöfluninni í athugasemdum við tillögu að vegáætlun.

0.2. Verðgrundvöllur áætlunarinnar.

    Allar tölur í áætluninni eru settar fram á áætluðu meðalverðlagi 1998 (vísitala vegagerðar 5700).
    Gert er ráð fyrir að verðlagsgrundvöllur áætlunarinnar verði endurskoðaður við meðferð málsins á Alþingi og þá miðað við áætlað verðlag 1999.

0.3. Röðun verkefna og skipting fjár.

    Áður var þess getið að verkefni samkvæmt verkefnalista eru skilgreind sem stórverkefni. Lögð er fram tillaga um röðun þessara verkefna á tímabil. Sú röðun byggist á því að núverandi reglur um hlutföll milli kjördæma verði lagðar niður (þ.e. reikniregla og regla um íbúatölu). Hlutfall milli kjördæma verður ekki fastbundið heldur breytilegt milli ára og tímabila. Skiptingin hefur það fyrst og fremst að leiðarljósi að ná megi heillegum áföngum og þar með góðri nýtingu fjár.
    Til að skapa nokkurn sveigjanleika í áætlunina er miðað við að færa megi tímabundið til fjármagn allt að 200 m.kr. innan hvers kjördæmis á áætlunartímabilinu. Tilfærslan getur verið milli verkefna á verkefnalistanum, eða til og frá verkefnum á mikilvægum stofnvegum milli nálægra þéttbýlisstaða, sem ekki eru á listanum og falla því undir almenn verkefni.
    Þess ber að geta að flest öll verkefni eru óhönnuð og því er fremur að ræða um mat á kostnaði en raunverulegar kostnaðaráætlanir. Reikna verður með að færa þurfi fé milli framkvæmda til að sjá við þessari óvissu.
    Lagt er til að fjárveitingum til almennra verkefna verði skipt jafnt á öll kjördæmi utan höfuðborgarsvæðisins.
    Lagt er til að fjárveitingum til verkefna á höfuðborgarsvæðinu verði skipt á tímabil í langtímaáætlun með hliðstæðum hætti og fjárveitingum til stórverkefna. Ekki hefur unnist tími til að gera tillögur þar að lútandi, og er miðað við að þær tillögur verði lagðar fyrir samgöngunefnd við meðferð málsins á Alþingi.

1. Áætlun um fjáröflun.

    Fjármagn til vegagerðar samkvæmt langtímaáætlun þessari kemur alfarið frá mörkuðum tekjustofnum. Markaðir tekjustofnar Vegagerðarinnar eru sérstakt vörugjald af bensíni, svonefnt bensíngjald, og þungaskattur. Lög um vörugjald af olíu, nr. 120/1995, sem taka við af lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til Vegagerðar, eiga að taka gildi 1. janúar 1999. Ein af grundvallarforsendum fyrir upptöku olíugjaldsins var að nýja kerfið skilaði Vegagerðinni sömu tekjum og þungaskattskerfið hefði gert og er því í tekjuspá langtímaáætlunar reiknað með að svo verði.
    Samkvæmt umferðarspá Vegagerðarinnar er árleg aukning umferðar á áætlunartímabilinu talin verða 1,0–1,6%, mest fyrstu árin. Gert er ráð fyrir að sú aukning skili sér beint í auknum tekjum af mörkuðum stofnum.
    Gert er ráð fyrir að markaðar tekjur renni óskiptar til Vegagerðarinnar að frádregnu 0,5% umsýslugjaldi, sem rennur til ríkissjóðs.
    Ekki er gert ráð fyrir neinum sérstökum framlögum úr ríkissjóði eða lántökum hjá ríkissjóði á langtímaáætlunartímabilinu. Aftur á móti er reiknað með endurgreiðslum til ríkissjóðs á lánsfé, einkum á fyrsta tímabili langtímaáætlunar. Gerð er grein fyrir þessum endurgreiðslum í skiptingu útgjalda.
    Gert er ráð fyrir að gjaldskrár markaðra tekna hækki um 3,5% þann 1. júní 1998 og í samræmi við verðlag eftir það, auk 2% hækkunar til viðbótar þann 1. júní 1999.
    Miðað við áðurgreindar forsendur verður fjármagn til Vegagerðar, samkvæmt langtímaáætlun þessari, sem hér segir:

1. tímabil
1999–2002
m.kr.
2. tímabil
2003–2006
m.kr.
3. tímabil 2007–2010
m.kr.
Markaðar tekjur:
    Bensíngjald      22.056 23.259 24.274
    Þungaskattur/olíugjald           13.418 14.145 14.760
Umsýslugjald:
    0,5 % til ríkissjóðs           -177 -187 -195
    Til vegagerðar           35.297 37.217 38.839

2. Skipting útgjalda.

    Skipting útgjalda á fyrsta tímabili er í samræmi við tillögu til þingsályktunar um vegáætlun fyrir árin 1998–2002.

2.1. Stjórn og undirbúningur.

    Verkefni á þessu sviði hafa orðið æ umfangsmeiri með árunum. Stafar það ekki síst af því að framkvæmdir þær sem ráðist er í eru stöðugt stærri og flóknari. Þá þarf að leita umsagnar og samráðs við fleiri aðila en áður var. Má þar m.a. nefna umhverfismat sem nú þarf að gera fyrir mjög mörg verkefni og reynst hefur vera bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Undirbún ingur verka tekur því bæði lengri tíma og verður dýrari en áður var. Þá er stöðugt vaxandi þörf fyrir gerð staðla og annarra grunngagna, svo og gerð áætlana, tæknilegra og fjárhagslegra, og eftirlits með þeim. Fjárveiting til þessara verkefna hefur að undanförnu verið 280–300 m.kr. og hefur hvergi nærri verið nægileg. Nauðsynlegt er því að gera ráð fyrir því að hún vaxi töluvert á áætlunartímabilinu.

2.2. Viðhald þjóðvega.

    Viðhaldi þjóðvega er nú skipt í fjóra meginflokka, þ.e. almenna þjónustu, vetrarþjónustu, viðhald vega og rekstur og viðhald þéttbýlisvega.

2.2.1. Almenn þjónusta.

    Áætlað er að árleg fjárþörf vegna þjónustu sé nú um 1.000–1.100 m.kr. á ári og fari vaxandi. Nauðsynlegt er að fjármagn til þessara verkefna séu að mestu í samræmi við þörfina.
    Almenn þjónusta afmarkast af þeirri viðhalds- og viðgerðarvinnu á vegum, vegamann virkjum og vegsvæðum sem gera þarf til að viðhalda því ástandi sem fyrir er og ætla má að þurfi að vera til að uppfylla þau markmið sem sett eru varðandi greiða umferð og almennt um ferðaröryggi.
    Verkefnum þessum er skipt í fjóra meginflokka, þ.e. til sameiginlegrar þjónustu, sem m.a. tekur til lýsingar meðfram vegum, kantstika, áningarstaða, eftirlits með vegum og upplýsinga miðlunar til vegfarenda; til þjónustu malarvega sem tekur til vegheflunar, rykbindingar og annarra smærri viðgerðarverkefna á malarvegum; til þjónustu vega með bundnu slitlagi sem m.a. tekur til yfirborðsmerkinga, viðgerða á bundnum slitlögum og viðgerða á öxlum og annarra smærri viðgerðarverkefna á vegum með bundnum slitlögum; og til þjónustu á brúm og hliðstæðum mannvirkjum sem tekur til smærri viðgerðarverkefna sem snúa að umhirðu þessara mannvirkja.

2.2.2. Vetrarþjónusta.

    Meðalkostnaður síðustu fimm ára við vetrarþjónustu hefur verið tæpar 700 m.kr. á ári.
    Búast má við að kostnaður fari vaxandi með aukinni umferð og auknum kröfum veg farenda.
    Vetrarþjónusta tekur, auk snjómoksturs og hálkuvarnar, til eftirlits og upplýsingaþjónustu til vegfarenda, viðgerða á minni háttar snjóvarnarvirkjum, svo og viðhalds á snjóstikum, merkingum og öðru því er varðar öryggi vegfarandans að vetrarlagi.

2.2.3. Viðhald vega.

    Viðhald miðar að því að varðveita verðmæti vegarins og hæfni hans til að bera þann um ferðarþunga sem honum er ætlaður.
    Viðhald tekur m.a. til styrkingar vega og brúa, endurnýjunar slitlaga, bæði bundinna og malarslitlaga, svo og lagfæringa á hættustöðum og snjóastöðum. Með hliðsjón af núverandi ástandi vegakerfisins er ljóst að viðhaldið verður einnig að taka þátt í því að styrkja og bæta stóra hluta malarvegakerfisins, þar eð ekki er unnt að bíða eftir fjárveitingum af nýbyggingafé.
    Til að sinna þessum verkefnum hefur verið metið að viðhald þyrfti að vera 2.000–2.100 m.kr. á ári. Þörfin fer vaxandi í takt við aukna umferð.
    Í langtímáætlun þessari er lagt til að fjárveiting til þessa liðar verði á öðru tímabili rúmlega 80% af þörf og þyrfti að fara hækkandi.

2.2.4. Þéttbýlisvegir.

    Með vegalögunum frá 1994 voru þjóðvegir í þéttbýli lagðir niður sem sérstakur vegflokkur. Nýframkvæmdir á þjóðvegum innan þéttbýlismarka eru nú taldar með öðrum nýbyggingum en undir þann lið sem hér er til umræðu fellur kostnaður við viðhald og rekstur þjóðvega inni í þéttbýli. Í flestum tilfellum er samið við viðkomandi þéttbýlissveitarfélag um að annast þessi mál að meira eða minna leyti. Kostnaður var áætlaður of lágur í upphafi og eru upphæðir þær sem lagðar eru til miðaðar við að færa fjárveitingar að raunkostnaði.
    Af þessum lið er greiddur kostnaður við rekstur lýsingar, almenna þjónustu, vetrarþjónustu og viðhald á umræddum vegum.

2.3. Til nýrra þjóðvega.

    Þessi verkefni fá í sinn hlut rúmlega 40% heildarupphæðar. Þetta hlutfall hefur þó farið lækkandi á undanförnum árum, þar eð aðrir liðir og þá einkum þeir sem falla undir liðinn 2.2. og fjallað var um hér á undan taka til sín vaxandi hluta.
    Einstakir liðir nýframkvæmda eru í samræmi við tillögu til þingsályktunar um vegáætlun fyrir árin 1998–2002 og þær tillögur sem lýst var í inngangi hér að framan. Fjármagn til almennra verkefna er áætlað nokkru lægra en verið hefur en á móti kemur að miklu að fleiri verkefni teljast nú til stórverkefna en áður og einnig er lagt til aukið fé til brúargerðar. Til lagan gerir ráð fyrir töluvert meira fjármagni til höfuðborgarsvæðisins en verið hefur og er við það miðað að aukningin sé hlutfallslega jafnmikil og aukning til almennra verkefna og stór verkefna samanlagt.
    Lagt er til að fjármagni til almennra verkefna verði skipt jafnt milli kjördæma utan Reykja víkur en gerð er grein fyrir tillögu um skiptingu fjármagns til stórverkefna í tillögunni hér að framan.
    Lagt er til að fjárveitingar til tengivega hækki nokkuð en mikil þörf er á endurbótum á vegum í þeim vegflokki.
    Mjög hefur skort á að undanförnu að endurbygging brúa gengi eins hratt fyrir sig og þörf er á. Er orðin mikil þörf á auknum framkvæmdum á því sviði, bæði af öryggissjónarmiðum (breikkun brúa) og til að auka burðarþol, en brýr eru allvíða orðnar hreinir þröskuldar í vega kerfinu. Er lagt til að aukið fjármagn renni til þessara framkvæmda á öðru og þriðja tímabili miðað við það sem verið hefur að undanförnu.
    Gerð er tillaga um að auka fjármagn til girðinga nokkuð frá því sem nú er, enda þörfin ærin ekki síst eftir gildistöku nýju vegalaganna.

2.4. Til safnvega.

    Flestir safnvegir töldust til sýsluvega samkvæmt eldri vegalögum en allmargir vegir eru nú einkavegir. Þörf er á að auka fjármagn til þessara vega frá því sem nú er.

2.5. Til landsvega.

    Til þessa vegflokks teljast þeir vegir sem áður töldust aðalfjallvegir, allmikið af fjallvegum auk vega í þjóðgörðum og að fjölsóttum ferðamannastöðum. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þessara vega.

2.6. Til styrkvega.

    Til þessa vegflokks teljast vegir sem upp eru taldir í 16. gr. vegalaga. Lagt er til að fjár magn til þessara vega verði aukið nokkuð frá því, sem verið hefur þannig að komið verði að nokkru til móts við óskir þar um.

2.7. Til reiðvega.

    Lagt er til að fjárveitingar til þessa liðar hækki töluvert frá því sem verið hefur. Þetta fjármagn hrekkur þó skammt miðað við fyrirliggjandi óskir. Einkum ætti að nota þessar fjárveitingar til þeirra reiðvega sem nauðsynlegt telst að liggi meðfram þjóðvegum.

2.8. Til tilrauna.

    Fjármagn til þessa liðar er 1% af mörkuðum tekjum til vegagerðar í samræmi við vegalög.

2.9. Til flóabáta.

    Þær upphæðir sem lagt er til að renni til þessa liðar eru í samræmi við áætlaðan kostnað við stofn- og rekstrarstyrki til ferja.