Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 714 – 393. mál.



Skýrsla



dómsmálaráðherra um stöðu umferðaröryggismála.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. Almennt.
    Í samræmi við þingsályktun um stefnumótun er varðar aukið umferðaröryggi og framkvæmdaáætlun sem samþykkt var á Alþingi 28. febrúar 1996 er nú lögð fram skýrsla um stöðu umferðaröryggismála og hvaða verkefni og megináherslur verða í umferðaröryggisstarfinu á árinu 1998. Ályktunin hljóðar svo:
    „Alþingi ályktar að á næstu sex árum, eða fyrir lok ársins 2000, skuli stefnt að fækkun al varlegra umferðarslysa um 20% miðað við meðaltal áranna 1982–92. Þessu takmarki verði náð með sameiginlegu átaki ríkis, sveitarfélaga, vátryggingafélaga og áhugahópa um umferð aröryggismál í samvinnu við ökumenn og samtök þeirra. Opinberir aðilar og fyrirtæki sem starfa að umferðaröryggismálum og sveitarfélög með fleiri íbúa en 1.000 skili til dómsmála ráðuneytisins framkvæmdaáætlun eða tillögum er leiði til aukins umferðaröryggis. Dóms málaráðherra kynni Alþingi í byrjun hvers árs stöðu umferðaröryggismála og hvernig áætlun inni miðar í átt að settu marki. Starfs- og framkvæmdaáætlun verði endurskoðuð árlega.“
    Til að vinna að framvindu umferðaröryggisáætlunarinnar skipaði dómsmálaráðherra í ágúst 1996 sérstakan vinnuhóp. Í honum eru Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, formaður, Georg Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmanna eyjum, og Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Með hópnum hafa unn ið Óli H. Þórðarson og Sigurður Helgason frá Umferðarráði.
    Vinnuhópurinn, sem gengur undir heitinu umferðaröryggisnefndin, skilaði áfangaskýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar (umferðaröryggisáætlun 1997–2001) og fylgdi hún skýrslu dómsmálaráðherra til Alþingis. Nú hefur nefndin skilað nýrri áfangaskýrslu. Er þessi skýrsla til Alþingis að verulegu leyti byggð á henni.
    Fjölmargir aðilar eru þátttakendur í umferðaröryggisstarfinu og er þáttur þeirra allra mikil vægur. Áfram verður lögð áhersla á að samhæfa störf og verkefni aðila til að ná sem bestum árangri. Einnig verða einstök verkefni er tengjast nýbreytni í umferðaröryggismálum styrkt af umferðaröryggissjóði Umferðarráðs og Umferðarráði eins og undanfarin ár. Lögð verður sérstök áhersla á fá en afmörkuð verkefni eins og á síðasta ári.
    Á árinu 1998 verða meginviðfangsefnin:
          bílbelti og öryggisbúnaður fyrir börn í bílum,
          ölvunarakstur,
          ökuhraði og
          ungir ökumenn.
    Embætti ríkislögreglustjóra tók til starfa í júlí 1997. Tilkoma embættisins gerir unnt að samræma enn frekar störf lögregluembætta á sviði umferðarlöggæslu og jafnframt vinna að sérstökum verkefnum og hafa frumkvæði að nýjungum.
    Gerðar hafa verið breytingar á umferðarlögum og lögum um meðferð opinberra mála, auk þess sem tillögur um frekari breytingar verða lagðar fram á Alþingi nú á vorþingi. Með þessum breytingum er ætlunin að auðvelda lögreglu meðferð mála vegna umferðarlagabrota og innheimtu sekta, svo og að gera henni kleift að nota löggæslumyndavélar og ný öndunar sýnatæki til að ákvarða magn áfengis í blóði ökumanna. Jafnframt á að auka samræmi, skil virkni og jafnræði hvað varðar refsingar og önnur viðurlög við brotum á umferðarlögum.

2. Staða og markmið.
    Árið 1997 var að mörgu leyti gott hvað umferðaröryggi varðar þótt alltaf megi gera betur. Alvarlegum slysum fækkaði um 19%, úr 254, sem er meðaltal áranna 1991–96, í 207 árið 1997. Er það nálægt því markmiði sem stefnt er að fyrir lok ársins 2000. (Sjá mynd 1.) Það er markverð þróun því að ekki hafa færri slasast alvarlega í umferðinni frá því að skipuleg skrán ing umferðarslysa hófst. Árið 1997 létust 15 í umferðarslysum sem er undir meðaltali áranna 1992–96 (17) og 12 færri en meðaltal áranna 1980–90 (27). Þó að um fjölgun banaslysa sé að ræða frá árinu 1996 er breytingin innan tölfræðilegra marka þar sem um svo lágar tölur er að ræða. Tölur um slasaða í umferðinni eru byggðar á skýrslu Umferðarráðs um slys skráð af lögreglu.
    Það einkenndi banaslys á árinu að tæplega helmingur ökumanna og farþega sem létust var í bifreið þar sem ekki var notaður öryggisbúnaður, þ.e. bílbelti og barnabílstólar. Er þessi nið urstaða dapurleg því að öllum má vera ljóst gildi þess að nota bílbelti, barnabílstóla og annan öryggisbúnað í bifreiðum.

Mynd 1.

Graphic file umf981sh.cgm with height 269 p and width 408 p Left aligned
[

Á árunum 1991–96 slösuðust alvarlega eða létust að meðaltali 254 á ári. ]

    Þjóðhagslegur sparnaður af fækkun slysa á síðastliðnu ári frá meðaltali áranna 1991–96 liggur á bilinu 300–600 millj. kr. ef notaðar eru forsendur rannsóknar Hagfræðistofnunar Há skóla Íslands á kostnaði vegna umferðarslysa.
    Á árunum 1993–97 létu 16 lífið í umferðarslysum að meðaltali á ári. Borið saman við önn ur Norðurlönd er hér lægst dánartíðni eða 5,9 á 100 þús. íbúa. Varhugavert er að draga of miklar ályktanir af tölum um fjölda banaslysa hér á landi einstök ár vegna tölfræðilegra frá vika þar sem um mjög lágar tölur er að ræða. (Sjá mynd 2.)

Mynd 2.

Graphic file umf985e.cgm with height 500 p and width 750 p Left aligned

     Athygli vekur að slysum vegna ölvunaraksturs hefur fjölgað hér á landi meðan veruleg fækkun hefur orðið annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er áhyggjuefni. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. kemur fram að 35% fólks segjast hafa verið farþegar með ökumanni sem hafði neytt áfengis. Hlutfallstalan er mismunandi eftir aldursflokkum, hæst meðal þeirra sem eru á aldrinum 17–34 ára. (Sjá mynd 3.)

Mynd 3.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Heildarfjöldi umferðaróhappa var svipaður á árinu 1997 og árin þar á undan samkvæmt upplýsingum vátryggingafélaga. Það að öllum umferðaróhöppum fækki ekki er í samræmi við reynslu annarra þjóða. Þetta skýrist meðal annars vegna fjölgunar bifreiða og aukins akst urs, en svo virðist sem sérstaka áherslu- og hugarfarsbreytingu þurfi til að draga úr fjölda umferðaróhappa.

    

3. Aðgerðir og verkefni árið 1997.
a. Yfirlit.
    Verkefni og aðgerðir voru fjölmargar á árinu og unnið var eftir endurskoðaðri umferðaröryggisáætlun fyrir árin 1997–2001 frá því í febrúar 1997. Allmörg sveitarfélög hafa gert sínar eigin umferðaröryggisáætlanir og haldið umferðaröryggisdaga til að vekja athygli á umferðar öryggismálum í sveitarfélaginu. Vegagerðin vinnur eftir eigin umferðaröryggisáætlun auk þess að vinna að mörgum verkefnum í samvinnu við Umferðarráð, sveitarfélög og lögreglu. Umferðaröryggisnefndinni bárust einnig tillögur um einstök verkefni og aðgerðir sem aðrir aðilar hugðust hrinda í framkvæmd á árinu. Samvinnuverkefni Umferðarráðs og Slysavarna félags Íslands um ráðningu umferðaröryggisfulltrúa á Suðurlandi síðasta sumar reyndist vel. Verkefninu verður haldið áfram næsta sumar og þá í öllum landsfjórðungum. Samvinna Sambands íslenskra tryggingafélaga og Umferðarráðs var hefðbundin og beindist fyrst og fremst að notkun bílbelta með sérstaka áherslu á unga ökumenn. Nokkur tryggingafélög og frjáls félagasamtök hafa unnið gott forvarnastarf í umferðaröryggismálum.

b. Samvinnuverkefni árið 1997.
    Áhersla var lögð á samvinnu aðila sem vinna að umferðaröryggismálum því að rannsóknir sýna að einir ná menn takmörkuðum árangri.
    GPS-staðsetningartæki voru keypt á árinu og sett í 65 lögreglubíla. Það er gert til að auka nákvæmni við staðsetningu umferðarslysa og gerð „svartblettakorta“. Þessi tæki voru keypt fyrir fé úr umferðaröryggissjóði Umferðarráðs og með framlagi frá Vegagerðinni.
    Öndunarsýnamælar fyrir lögreglu voru keyptir fyrir fé úr umferðaröryggissjóði og með til styrk Vegagerðarinnar og Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Einnig var keypt bifreið sem inn réttuð verður til þessara nota og notuð um allt land í samvinnu við lögreglu.
    Hraðamyndavél var keypt á árinu fyrir fé úr umferðaröryggissjóði og með styrk frá Vega gerðinni og einnig bifreið í tengslum við rekstur myndavélarinnar.
    Öndunarsýnamælarnir og myndavélin og tengdur búnaður var formlega afhentur ríkislög reglustjóranum af Umferðarráði og Vegagerðinni.

c. Lög og reglur.
    Eitt af höfuðmarkmiðum umferðaröryggisáætlunarinnar er að efla viðurlagakerfið vegna umferðarlagabrota með það fyrir augum að gera það skilvirkara og einfaldara ásamt því að taka upp nýjungar í réttarvörslu vegna framangreindra brota. Auk þessa var og talið að nauð syn bæri til að herða viðurlög við einstaka brotum og hækka sektarmörk almennt.
    Með þetta markmið fyrir augum voru á árinu gerðar nokkrar breytingar á umferðarlögum, lögum um meðferð opinberra mála og hegningarlögum sem ætlað er að stuðla að auknu um ferðaröryggi. Einnig voru settar nýjar reglugerðir og öðrum breytt.

Sektir.
    Með 3. gr. laga nr. 57 22. maí 1997, um breytingu á 100. gr. umferðarlaga, var heimiluð setning reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Reglugerð þessari er ætlað að taka til brota er varða allt að 100.000 kr. sekt. Auk þessa var ákveðið að sektir vegna umferðarlagabrota ættu að vera samtala hvers brots um sig ef um fleiri en eitt brot á umferðarlögum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim væri að ræða.

Ökuferilsskrá og punktakerfi.
    Með framangreindum lögum var og gerð breyting á 100. gr. umferðarlaga þar sem ákveðið var að hver sá sem á þriggja ára tímabili gerist sekur um þrjú eða fleiri brot á umferðarlögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hefur náð tilteknum punktafjölda skuli sæta sviptingu ökuréttar í þrjá mánuði til viðbótar þeirri sviptingu sem við síðasta brotinu kann að liggja. Lagagreinin veitir og dómsmálaráðherra heimild til setningar reglugerðar um punkta kerfi og vægi einstakra brota í punktum talið.
    Reglugerðir þessar hafa nú verið settar. Reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum er nr. 403 27. júní 1997 og tók gildi 1. júlí sl. Reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota er nr. 404 27. júní 1997 og hún tók gildi 1. janúar 1998. Hér er um nýjung að ræða sem sækir fyrirmynd sína til fjölmargra landa en er engu síður að verulegu leyti samin með íslenskar aðstæður í huga.

Öndunarsýni.
    Með 1. og 2. gr. laga nr. 47 22. maí 1997 var gerð breyting á 45. og 47. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, þess efnis að nú er heimilt að refsa og svipta menn ökurétti á grundvelli öndunarsýnis. Ekki verður því í öllum tilfellum nauðsynlegt að láta gera blóðrannsókn eins og skylt hefur verið til þessa. Breyting þessi byggist fyrst og fremst á því að tækni til að mæla vínandamagn í blóði með öndunarsýni hefur tekið stórstígum framförum. Þessi tilhögun á einnig að geta flýtt allri málsmeðferð.

Meðferð opinberra mála.
    Með 5. gr. laga nr. 57 22. maí 1997, um breytingu á 115. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991, voru heimildir lögreglustjóra til að beita sektargerðum einfaldað ar og rýmkaðar frá því sem verið hafði.
    Á grundvelli þeirrar lagagreinar var og gerð breyting á reglugerð nr. 250 29. júní 1992, um lögreglustjórasáttir, með reglugerð nr. 402 27. júlí 1997, þar sem sektarheimildir lögreglu stjóra voru hækkaðar úr 75.000 kr. í 100.000 kr.

Innheimta sekta, lögbinding vararefsingar.
    Með 1. og 2. gr. laga nr. 57/1997 var og gerð breyting á 52. og 54. gr. almennra hegningar laga, nr. 19 12 febrúar 1940, þar sem ákvæði er lúta að innheimtu sekta voru skerpt.
    Í fyrsta lagi var greiðslufrestur sekta takmarkaður við eitt ár frá því að sekt kemur til inn heimtu. Þó þannig að ef sektin er endanlega ákveðin af lögreglustjóra telst sekt komin til inn heimtu þegar sakborningur gengst skriflega undir greiðslu sektarinnar.
    Í öðru lagi var tveimur nýjum málsgreinum bætt við 54. gr. nefndra laga. Með þessari við bót var ákveðið að sekt sem ekki er ákvörðuð af dómstólum skuli afplánuð í varðhaldi. Auk þessa er nú lögfest það nýmæli að sektir allt að 100.000 kr. sem sakborningur hefur skriflega undirgengist fyrir lögreglustjóra skuli afplána með varðhaldi samkvæmt þar tilgreindri töflu.
    Með ákvæði þessu er, eins og áður segir, ætlunin að lögbinda vararefsingu vegna sekta að fjárhæð allt að 100.000 kr. Í ákvæðinu felst að þegar sakborningur samþykkir boð lögreglu stjóra um að ljúka máli með því að gangast skriflega undir greiðslu sektar með formlegri lögreglustjórasátt gangist hann jafnframt undir þá vararefsingu sem að lögum fylgir sektinni. Ef sektin er ekki greidd verður vararefsingin fullnustuð án atbeina dómstóla.
    Hér er um nýmæli að ræða og er fyrirmynd ákvæðisins sótt í dönsku hegningarlögin.

Hjólreiðahjálmar.
    Hinn 1. október 1997 tók gildi reglugerð nr. 525 25. ágúst 1997, um notkun hlífðarhjálma við hjólreiðar barna.
    Reglugerð þessi er sett með stoð í 72. gr. a umferðarlaga og með henni eru öll börn undir 15 ára aldri skylduð til að nota hlífðarhjálma við hjólreiðar. Lögregla skal vekja athygli barna á þessari skyldu, en vanræksla á þessu boði er engu síður refsilaus.

Löggæslumyndavélar.
    Á árinu voru teknar í notkun hraða- og rauðljósamyndavélar. Notkun þessara tækja byggist á heimild í d-lið 87. gr. laga nr. 19 26. mars 1991, um meðferð opinberra mála, en þar segir að heimilt sé í þágu rannsóknar að taka myndir hvort sem er ljósmyndir eða kvikmyndir, án þess að þeir sem myndaðir eru viti af því.
    Með reglugerð nr. 718 22. desember 1997 var gerð breyting á reglugerð nr. 403 27. júní 1997, um viðauka við reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum, þess efnis að geri skráður eða skráningarskyldur eigandi ökutækis ekki grein fyrir hver hafi stjórnað ökutæki á tilteknum tíma varðar það sektum að fjárhæð 16.000 kr. Með þessari breyt ingu er ætlunin að koma í veg fyrir að komist verði undan viðurlögum í þeim tilfellum þar sem ökutæki hefur verið myndað með löggæslumyndavél en óljóst er um hver var við stjórn ökutækisins í viðkomandi tilfelli.

Ökuskírteini.
    Hinn 15. ágúst 1997 öðlaðist gildi reglugerð um ökuskírteini, nr. 501/1997. Með henni voru teknar upp samræmdar reglur um ökuskírteini, ökukennslu og ökupróf sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við tilskipun um ökuskírteini.
    Nýmæli reglugerðarinnar eru þessi helst: Ný samræmd ökuskírteini af greiðslukortagerð voru tekin í notkun, ökuréttindaflokkar endurskilgreindir þar sem fullt tillit er tekið til eldri ökuréttinda og sérstök eftirvagnaréttindi tekin upp, breytingar voru gerðar á aldursmörkum og heilbrigðiskröfur gerðar skýrari. Kröfur um ökukennslu, ökuskóla og ökupróf voru auknar og komið á stigskiptum bifhjólaréttindum sem miðast við afl bifhjóla. Jafnframt hefur verið komið á gagnkvæmri viðurkenningu á ökuskírteinum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

d. Ökuhraði.
    Umferðarráð og Vegagerðin festu kaup á hraðamyndavél sem afhent var ríkislögreglu stjóranum á haustdögum. Byrjað var á tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík, Vegagerðarinnar og Umferðarráðs um sérstakt umferðaröryggisátak á Reykja nesbraut, sem beindist að hraðakstri og vetrarakstri. Notuð var ný hraðamyndavél lögreglunn ar. Þingmenn Reykjaneskjördæmisins tóku þátt í verkefninu ásamt fjölmörgum öðrum aðil um. Verkefnið tókst vel, færri ökumenn óku á ólöglegum hraða og slysum fækkaði.
    Umferðarráð keypti „hraðavita“ sem gefur upp ökuhraða bifreiða sem aka að honum og sýnir einnig lögmæltan hámarkshraða á viðkomandi vegar- eða götukafla. Nokkur sveitarfé lög á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig fest kaup á „hraðavitum“ til að nota í þéttbýlisgötum og í nágrenni skóla. Í Garðabæ var gert sérstakt átak sem vakti mikla athygli vegna þess hve mikill ökuhraði var í þéttbýli og í nágrenni skóla.

e. Bílbelti.
    Samkvæmt umferðarkönnun sem lögregla annaðist fyrir Umferðarráð og athugun SVFÍ hefur notkun bílbelta ekki aukist. Nauðsynlegt er að efla og auka fræðslustarf og sérstaklega eftirlit lögreglu, ásamt því að auka viðurlög vegna umferðarlagabrota er varða bílbelti. Sam kvæmt erlendum og íslenskum rannsóknum má búast við að alvarlegum slysum fækki um 30–40% ef allir nota bílbelti og annan öryggisbúnað, svo sem barnabílstóla.

f. Ungir ökumenn.
    Samkvæmt slysatölum eiga ungir ökumenn á aldrinum 17–24 ára aðild að u.þ.b. helmingi allra tjóna í umferðinni. Erfitt er að meta hvort fækkun hefur orðið á slysum ungs fólks í um ferðinni á síðastliðnu ári. Vonir eru bundnar við að punktakerfi sem tekið var í notkun í byrjun ársins bæti ástandið í þessum efnum.

Mynd 4.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[

Aldur ökumanna sem aðild áttu að slysum árið 1996
— meðaltal í árgöngum 19–24 ára og 25–60 ára. ]

g. Gatnamót.
    Notkun löggæslumyndavéla er taka myndir af ökumönnum sem aka gegn rauðu ljósi hófst á árinu og er reynslan af þeim góð. Að beiðni dómsmálaráðuneytisins gerði lögreglan í Reykjavík skýrslu um atriði er betur mættu fara vegna notkunar löggæslumyndavéla. Lagðar hafa verið til breytingar á umferðarlögum sem gera meðferð mála hjá lögreglu einfaldari og skilvirkari. Nauðsynlegt er að fjölga „rauðljósamyndavélum“ og bæta þarf í búnaðinn tæki sem mælir hraða bifreiða sem aka yfir á rauðu ljósi. Stórefla þarf löggæslu á gatnamótum, m.a. með fleiri löggæslumyndavélum.

4.     Aðgerðir og verkefni árið 1998.
a. Almennt.
    Eins og kom fram í síðustu áfangaskýrslu álítur umferðaröryggisnefndin að besta leiðin til að ná árangri sé að einbeita sér að fáum lykilatriðum og forgangsraða verkefnum og að unn ið sé á breiðum grundvelli með þátttöku allra er vinna að umferðaröryggismálum.
    Lögð verður áhersla á fjögur meginviðfangsefni:
          bílbelti og öryggisbúnað fyrir börn í bílnum,
          ölvunarakstur,
          ökuhraða og
          unga ökumenn.
    Mikilvægt er að þátttakendur í umferðaröryggisstarfinu séu margir. Umferðarráð mun gera verkefnaáætlun og tímaáætlun yfir einstök verkefni (sjá fylgiskjal). Leitað verður eftir sam vinnu um að einstök verkefni annarra aðila í umferðaröryggisstarfinu falli saman í tíma til að ná fram meiri áhrifum og athygli almennings.

b. Verkefni ýmissa stofnana og fyrirtækja árið 1998.
Dómsmálaráðuneytið.
    Rannsóknarnefnd umferðarslysa var skipuð á síðasta ári. Nefndin er skipuð sérfræðingum á sérstökum sviðum er nýtast við rannsóknir umferðarslysa. Nefndin mun starfa sjálfstætt, óháð stjórnvöldum, í þeim tilgangi einum að leggja fram tillögur að úrbótum á tilteknum svið um umferðaröryggismála. Nefndin skal í lok hvers árs gefa út skýrslu um störf sín á árinu, þar sem m.a. komi fram upplýsingar um fjölda slysa, tegundir þeirra og orsakir, auk þeirra tillagna sem hún hefur fram að færa í umferðaröryggismálum. Nefndin hefur á árinu unnið að undir búningi starfsins, m.a. með því að semja drög að reglugerð um starfsemi hennar og starfs reglum fyrir hana. Stefnt er að því að nefndin hefji rannsóknir tiltekinna mála á árinu 1998.
    Tillögur um breytingu á umferðarlögum verða lagðar fyrir Alþingi þar sem ákvæði er um meðferð þeirra sem neita að blása í öndunarsýnamæla lögreglunnar.
    Reglugerð um ökukennara og ökuskóla verður sett innan skamms, en samkvæmt reglugerð um ökuskírteini skal fræðilegur hluti ökunáms að jafnaði fara fram í ökuskóla. Þessi reglugerð er unnin í samvinnu við ökukennara og er búist við að tilkoma hennar efli mjög ökukennslu.
    Reglugerð um hraðatakmarkara í stórar bifreiðir verður sett fljótlega. Er hér um mikilvægt umferðaröryggismál að ræða, einkum varðandi fólksflutningabíla.

Ríkislögreglustjórinn.
    Á vegum ríkislögreglustjórans og í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið unnið nýtt tölvukerfi fyrir tölvumiðstöð lögreglunnar, sem heldur utan um málaskrár, punktakerfi og sektainnheimtu. Það var tekið í notkun um áramót. Einnig er unnið að því að setja reglur um notkun hraðamyndavéla og öndunarsýnamæla og fleiri tæknilega þætti sem varða umferð arlöggæslu. Stefnt er að því að auka og efla þjóðvega- og hálendislöggæslu í samstarfi við einstök lögregluembætti. Þá er stefnt að fjölgun skyndiskoðana stórra ökutækja í samstarfi við Vegagerðina og Skráningarstofuna.

Vegagerðin.
    Í vegáætlun fyrir árið 1998 er ráðstafað 62 millj. kr. til umferðaröryggisaðgerða. Í um ferðaröryggisáætlun Vegagerðarinnar er lögð mikil áhersla á fækkun einbreiðra brúa á fjöl förnustu þjóðvegum. Í áætluninni er gert ráð fyrir að auka enn samstarf við lögreglu, Umferð arráð og sveitarfélögin, bæði hvað varðar nýjungar og sérstök verkefni á sviði umferðar öryggismála. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að lækka og jafna umferðarhraða og mun styrkja kaup á nýrri hraðamyndavél á árinu 1998.
    Vegagerðin vinnur að því að skrá á kort öll slys síðustu fimm ára. Kortin verða síðan notuð til að finna hættulega staði í vegakerfinu og notuð af Vegagerðinni og lögreglu til að skipu leggja endurbætur og eftirlit þar sem mest þörf er á.
    Vegagerðin hefur nú tekið í notkun, til reynslu, nýjan þjónustustaðal í vetrarþjónustu sem miðar að því að auka öryggi vegfarenda við akstur að vetri til. Einnig vinnur Vegagerðin í samvinnu við Veðurstofuna að gerð nýs spákerfis sem ætlað er að segja til um væntanlegt ástand vegar að vetri til og til að gera allar aðgerðir í vetrarþjónustu skilvirkari og bæta um ferðaröryggi. Vegagerðin hefur sett reglur um umferðaröryggismat nýrra vega.

Umferðarráð.
    Umferðarráð mun auk hefðbundinna verkefna leggja sérstaka áherslu á samvinnu og sam starf við þá fjölmörgu aðila sem leggja umferðarmálum lið. Lokið verður við að stofna um ferðaröryggisnefndir í öllum landshlutum, en þegar hafa tekið til starfa 12 af 16 nefndum. Eins og fram kemur í drögum að verkefnaáætlun Umferðarráðs (sjá fylgiskjal) eru skipulögð verkefni allt árið. Án efa næst samvinna við aðra aðila um að samræma tímasetningu aðgerða til að ná sem bestum árangri.
    Meðal einstakra verkefna má nefna:
          Verkefni Umferðarráðs og Landssíma Íslands um fræðsluefni um notkun farsíma í akstri.
          Verkefni Umferðarráðs, Vegagerðarinnar, sveitarfélaga og lögreglu um löggæslumyndavélar.
          Verkefni Umferðarráðs, Ökukennarafélagsins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sambands íslenskra tryggingafélaga, Vegagerðarinnar og annarra aðila um ökugerði og æfingasvæði á höfuðborgarsvæðinu.
          Verkefni Sambands íslenskra tryggingafélaga og Umferðarráðs um fræðslu og áróðursverkefni.
          Verkefni Umferðarráðs og Slysavarnafélags Íslands um umferðaröryggisfulltrúa í öllum landsfjórðungum.
          Verkefni Umferðarráðs og Bindindisfélags ökumanna um veltibíl og ökuleikni.
          Verkefni Umferðarráðs, landlæknis, barnalækna, Slysavarnafélags Íslands, Landssamtaka hjólreiðamanna, Landssamtaka íslenskra akstursíþróttamanna, tryggingafélaga og fleiri um átak til að auka notkun hjólreiðahjálma.

Sveitarfélög.
    Reykjavíkurborg samþykkti á síðasta ári umferðaröryggisáætlun. Meðal helstu verkefna eru afmörkun hverfa með 30 km hámarkshraða, aðgerðir til að auka öryggi gangandi vegfar enda og hjólreiðafólks, hvatning til aukinnar notkunar almenningsvagna, aðgerðir til að gera aðalgatnakerfið greiðfærara og sjálfvirkt umferðareftirlit, sbr. „rauðljósamyndavélar“.
    Nokkur önnur sveitarfélög hafa gert starfsáætlun í tengslum við umferðaröryggisáætlun ina. Einnig munu sveitarfélög efna til umferðaröryggisdaga í samvinnu við Umferðarráð, um ferðaröryggisnefndir, lögreglu og Vegagerðina, ásamt ýmsum frjálsum félagasamtökum.

Vátryggingafélög.
    Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir unga ökumenn undan farin ár. Framhald verður á því á árinu 1998 og einnig verður áfram staðið fyrir fræðslu fyrir ökunema og nemendur í efstu bekkjum grunnskóla. Þá er fyrirhugað að leggja hvatningu fyrir aukinni hjálmanotkun hjólreiðamanna lið.
    Vátryggingafélag Íslands hf. mun á árinu 1998 halda áfram með umferðarfundi fyrir unga ökumenn, sem haldnir eru í samstarfi við Félag framhaldsskólanema. Þá gengst félagið fyrir slysavarnanámskeiðum fyrir eldri borgara þar sem m.a. er fjallað um umferðaröryggismál. Haldnir verða fyrirlestrar fyrir ungar mæður um umferðaröryggismál og félagið tekur einnig þátt í öryggisdegi barnanna í samstarfi við Bifreiðaskoðun hf. ásamt fleiri atburðum þar sem umferðarmál eru á dagskrá. Einnig birtir félagið auglýsingar til að vekja athygli á umferðar öryggi.

Slysavarnafélag Íslands.
    Auk samstarfs um ráðningu umferðaröryggisfulltrúa um allt land sumarið 1998 verður fjallað um hjálmanotkun hjólreiðamanna, öryggi barna í bílum, bílbeltanotkun, öryggi hjól reiðamanna og um rétt viðbrögð ef slys ber að höndum. Þessi verkefni verða unnin sjálfstætt og sum einnig í samstarfi við ýmsa aðila.

Lögregluskóli ríkisins.
    Allir nemendur í grunnnámsdeild skólans fá kennslu um umferðarlög og reglugerðir og reynt er að vekja áhuga þeirra á umferðarlöggæslu. Þá er vægi umferðarmála mikið í fram haldsdeild skólans, en þar er leitast við að veita fræðslu um nýjungar. Skólinn er einnig í stakk búinn til að annast leiðbeiningar til að lögreglumenn geti öðlast réttindi til að nota öndun arsýnamæla og hraðamyndavélar.
    Lögregluskólinn vinnur að útgáfu handbókar fyrir lögreglumenn um umferðarmál og er gert ráð fyrir að hún muni innihalda öll gildandi lög og reglugerðir sem þeim tengjast, auk annars efnis. Stefnt er að því að bókin komi út á árinu 1998.
    Markmiðið er að efla sérstaklega þann þátt er lýtur að fræðslu til nemenda um gildi um ferðaröryggismála og að stuðla að nýjungum og framförum í umferðarlöggæslu.



Fylgiskjal.


Umferðarráð:

Drög að verkefna- og aðgerðaáætlun árið 1998.


Janúar:    Bæklingur til kynningar á nýjungum í umferðaröryggismálum sendur með bifreiðagjaldaseðlum.
    Kynning dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjórans og Umferðarráðs á punkta kerfi fyrir ökumenn.
    Skýrsla til Alþingis um stöðu umferðaröryggismála og verkefni ársins 1998.
    Vetrarakstur, áróður og fræðsla um akstur að vetrarlagi.

Febrúar:    Umræður um umferðaröryggismál á Alþingi.
    Frumvarp lagt fram á Alþingi um breytingar á umferðarlögum, kynning.
    Málþing um málefni ungra ökumanna.
    Öryggi barna í bílum – rétt notkun búnaðar – gerð fræðsluefnis – veggspjöld og fleira.

Mars:     Umferðargetraun fyrir 12 ára nemendur.
    Samstarfsverkefni lögreglu og Umferðarráðs.

Apríl:    Ölvunarakstur – ný tækni tekin í notkun – samhæfð aðgerð allra lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu.
    Páskaumferð – 6.–13. apríl – hraði – ölvunarakstur.
    Frá 15. apríl – hjólreiðahjálmar.
    Hjólbarðar – skipt á sumarhjólbarða.
    Dráttarvélanámskeið.

Maí:    Hjólreiðahjálmar – markviss umfjöllun.
    Börn í umferðinni – Ökuhraði – „hraðaviti“.
    26. maí – hægri umferð í 30 ár.

Júní:    Upphaf sumarumferðar – með sérstaka áherslu á notkun öryggisbúnaðar og ökuhraða.
    Könnun á hjálmanotkun.
    Umferðarkönnun í samstarfi við lögreglu.
    Umferð í strjálbýli – samstarf við SVFÍ og umferðaröryggisnefndir – umferðar öryggisfulltrúar.

Júlí:    Bæklingur með upplýsingaefni sendur með bifreiðagjaldaseðlum.
    Sumarumferð – ökuhraði – ölvunarakstur – notkun bílbelta og annars öryggis búnaðar.
    Umferð í strjálbýli – samstarf við SVFÍ og umferðaröryggisnefndir – umferðar öryggisfulltrúar.

Ágúst:    Verslunarmannahelgarumferð 27. júlí til 3. ágúst.
    Sumarumferð – ökuhraði – ölvunarakstur – notkun bílbelta og annars öryggis búnaðar.
    Umferð í strjálbýli – samstarf við SVFÍ og umferðaröryggisnefndir – umferðar öryggisfulltrúar.

September:    Skólabyrjun – ökuhraði við skóla og í íbúðahverfum.
    Umferðareftirlit við skóla.

Október:    Umferðarþing.
    Ungir ökumenn – framhaldsskólar – 16.–31. október.
    Endurskin – ökuljós.
    Vetrarhjólbarðar.

Nóvember:    Ungir ökumenn – framhaldsskólar – 1.–15. nóvember.
    Endurskin.
    Vetrarakstur.

Desember:    Ölvunarakstur í tengslum við skemmtistaði og vinnustaði.
    Jólaumferð – upplýsingamiðlun og fræðsla.