Ferill 395. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 716 – 395. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um fjármagn til Geislavarna ríkisins vegna mæl inga á geislavirkum efnum í sjó.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hefur ráðherra tryggt að Geislavarnir ríkisins geti stundað á fullnægjandi hátt vöktun og mælingar á geislavirkum efnum á íslenskum hafsvæðum?
     2.      Hefur ráðuneytið gripið til sérstakra ráðstafana til að Geislavarnir ríkisins geti byrjað vöktun vegna teknesíum frá Sellafield, sem nú hefur mælst við Noregsstrendur?