Ferill 396. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 717 – 396. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um afleiðingar samningsslita sérfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



1.      Hvað hafa margir sérfræðingar sagt upp samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins?
2.      Hvað hafa margir sjúklingar leitað eftir þjónustu þessara sérfræðinga og
       a.      hvað hafa þeir þurft að greiða fyrir þjónustuna,
       b.      hvað hefðu þeir þurft að greiða fyrir þjónustuna ef sérfræðingarnir hefðu áfram verið með samning við Tryggingastofnun ríkisins?
3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að lögum verði breytt svo að þeir sem greitt hafa samningslausum sérfræðingum fyrir læknisverk fái hlut Tryggingastofnunar ríkisins endurgreiddan eða telur ráðherra e.t.v. að heimildir sé að finna í lögum?


Skriflegt svar óskast.