Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 774 – 447. mál.



Frumvarp til íþróttalaga.



(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

    Í lögum þessum merkja íþróttir hvers konar líkamlega þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.
    Lögin taka ekki til íþróttaiðkunar er fram fer sem liður í starfsemi heilbrigðisstofnana eða heilsuræktarstöðva.


2. gr.

    Meginmarkmið aðgerða ríkis og sveitarfélaga á sviði íþróttamála skal vera að stuðla að því að allir landsmenn eigi þess kost að iðka íþróttir við sem hagstæðust skilyrði. Samstarf ríkis og sveitarfélaga við hina frjálsu íþróttahreyfingu skal taka mið af gildi íþróttaiðkunar fyrir uppeldis- og forvarnastarf.

3. gr.

    Menntamálaráðuneytið fer með yfirumsjón íþróttamála að því leyti er ríkið lætur þau til sín taka. Í því skyni aflar ráðuneytið upplýsinga um iðkun íþrótta í landinu og aðstöðu til íþróttastarfs og stuðlar að rannsóknum á sviði íþróttamála.

4. gr.

    Menntamálaráðherra skipar íþróttanefnd, en í henni eiga fimm menn sæti. Ráðherra skipar formann án tilnefningar, einn fulltrúa samkvæmt tillögu stjórnar Íþrótta- og Ólympíusam bands Íslands, einn samkvæmt tillögu stjórnar Ungmennafélags Íslands, einn samkvæmt til lögu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn samkvæmt tillögu íþróttakennaraskor ar Kennaraháskóla Íslands. Á sama hátt skal skipa varamenn. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Afl atkvæða ræður úrslitum mála í íþróttanefnd. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
    Hlutverk íþróttanefndar er að veita menntamálaráðuneytinu ráðgjöf í íþróttamálum. Nefnd in gerir tillögur til ráðuneytisins um fjárframlög til íþróttamála í fjárlögum og um úthlutun fjár úr Íþróttasjóði, sbr. 8. gr.

5. gr.

    Íþróttastarfsemi utan skóla byggist á frjálsu framtaki landsmanna.
    Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu og í erlendum samskiptum íþróttahreyfingarinnar. Ungmennafélag Íslands eru sjálfstæð félaga samtök á sviði íþrótta.

6. gr.

    Landið skiptist í íþróttahéruð. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélag Íslands annast skiptingu og breytingu á íþróttahéruðum.

7. gr.

    Bygging íþróttamannvirkja í þágu skóla og til almenningsnota er í verkahring sveitarfélaga nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum.
    Sveitarstjórn veitir byggingarstyrki til íþróttafélaga og íþróttasamtaka eftir því sem ákveð ið er í fjárhagsáætlun sveitarfélags.

8. gr.

    Alþingi veitir árlega fé í Íþróttasjóð til eflingar íþróttum í landinu. Íþróttanefnd hefur um sjón með Íþróttasjóði og gerir tillögur til menntamálaráðherra um úthlutun fjár úr sjóðnum, sbr. 4. gr.
    Framlög úr Íþróttasjóði má veita til:
     1.      sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar,
     2.      útbreiðslu- og fræðsluverkefna,
     3.      íþróttarannsókna,
     4.      verkefna skv. 13. gr. laga þessara.
    Óheimilt er að skuldbinda Íþróttasjóð til framlaga umfram það sem árlegt ráðstöfunarfé hans leyfir.
    Í reglugerð, sem menntamálaráðherra setur að fengnum tillögum íþróttanefndar, má kveða á um skilyrði fyrir styrkveitingum úr Íþróttasjóði og hvernig umsóknum og úthlutun skuli hag að.

9. gr.

    Um styrki úr ríkissjóði til starfsemi landssamtaka íþróttafólks fer eftir ákvörðun Alþingis í fjárlögum.

10. gr.

    Um tekjuöflun íþróttasamtaka með getraunastarfsemi er mælt í sérstökum lögum um þau efni.

11. gr.

    Í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins skulu íþróttir kenndar og iðkaðar svo sem nán ar er kveðið á um í lögum, reglugerðum og námsskrám sem um þá skóla gilda.
    Öll börn á landinu skulu læra sund nema þau séu talin ófær til þess að mati læknis.

12. gr.

    Ríkið starfrækir menntastofnun sem annast menntun íþróttakennara samkvæmt lagaákvæð um um þá starfsemi.

13. gr.

    Menntamálaráðherra er heimilt að eiga aðild að samningum um stofnun og starfsemi íþróttamiðstöðva í samvinnu við sveitarfélög og íþróttasamtök, enda miðist þjónusta stöðv anna við landið allt. Fjárhagsleg aðild ríkisins að slíku samstarfi er háð fjárveitingum í fjár lögum.

14. gr.

    Menntamálaráðherra hefur forgöngu um setningu reglna um öryggisráðstafanir í íþrótta mannvirkjum, þar á meðal um eftirlit og að því er varðar íþróttaáhöld og annan búnað.

15. gr.

    Menntamálaráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga.

16. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Með þeim eru numin úr gildi íþróttalög, nr. 49/1956, með síð ari breytingum.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þessa efnis var lagt fram á 121. löggjafarþingi en varð eigi útrætt. Frumvarpið er nú lagt fram að nýju með fáeinum breytingum.
    Frumvarp þetta er í endanlegri gerð samið í menntamálaráðuneytinu. Hliðsjón var höfð af tillögum nefndar sem menntamálaráðuneytið skipaði árið 1992 til að endurskoða gildandi íþróttalög. Nefndin skilaði drögum að frumvarpi ásamt greinargerð í mars 1994. Þá voru og til hliðsjónar tillögur nefndar um eflingu íþróttastarfs sem menntamálaráðuneytið skipaði í samræmi við ályktun Alþingis frá 16. maí 1997, en sú nefnd skilaði álitsgerð í byrjun desember 1997.
    Núgildandi íþróttalög eru að stofni til frá árinu 1956 (lög nr. 49/1956) en nokkrar breyt ingar hafa verið gerðar á þeim síðan, m.a. með lögum nr. 87/1989, um breytingu á verkaskipt ingu ríkis og sveitarfélaga. Löggjöfin 1956 var reist á grunni hinna fyrstu almennu íþróttalaga, er sett voru árið 1940.
    Íþróttastarfsemi í landinu fer nú fram við allt önnur skilyrði en fyrir 40 árum þegar gildandi íþróttalög voru sett. Hlutverk íþrótta í þjóðlífinu hefur síst minnkað og fjöldi þeirra sem leggja stund á íþróttir í einhverri mynd hefur stóraukist. Jafnframt hefur íþróttahreyfingin eflst að skipulagi og styrk og aðstaða til íþróttaiðkunar batnað mikið víða um land. Tilkoma sjónvarps hefur skapað nýjar aðstæður á ýmsan hátt og nýir farvegir fyrir tekjuöflun til íþróttastarfs hafa myndast, m.a. með getraunastarfsemi.
    Íþróttaiðkun utan skólakerfisins fer fram innan vébanda eða á vegum frjálsra félaga, að því leyti sem ekki er um einstaklingsbundin viðfangsefni að ræða. Við samningu frumvarpsins var þetta lagt til grundvallar. Gengið er út frá því að tilgangur lagasetningar um íþróttamál sé fyrst og fremst að mynda formlega umgjörð um atbeina hins opinbera til eflingar íþróttastarfi, án íhlutunar um hvernig íþróttahreyfingin hagar störfum sínum. Íþróttakennsla í skólum fellur eðlilega undir skólalöggjöf eins og önnur skólastarfsemi.
    Þau sjónarmið sem hér var lýst leiða til þess að löggjöf samkvæmt þessu frumvarpi yrði nokkru umfangsminni og einfaldari í sniðum en gildandi íþróttalög.
    Nokkrar helstu breytingar og nýmæli sem frumvarpið gerir ráð fyrir, samanborið við gild andi lög, eru sem hér segir:
          Fellt er brott ákvæði um íþróttafulltrúa í menntamálaráðuneytinu en gert ráð fyrir að ráðuneytið fari sem fyrr með yfirumsjón íþróttamála af hálfu ríkisins.
          Fulltrúum í íþróttanefnd er fjölgað úr þremur í fimm og hlutverki nefndarinnar er breytt nokkuð.
          Verksvið Íþróttasjóðs er rýmkað og gert ráð fyrir að úthlutun fjár úr honum sé í höndum menntamálaráðherra að fengnum tillögum íþróttanefndar.
          Ákvæði er varða tilhögun og aðstöðu til íþróttakennslu í skólum eru felld brott en skírskotað til skólalöggjafar.
          Gert er ráð fyrir lögfestingu heimildar fyrir aðild ríkisins að samningum um stofnun og starfsemi íþróttamiðstöðva í samvinnu við sveitarfélög og íþróttasamtök, enda miðist þjónusta stöðvanna við landið allt.
          Menntamálaráðherra er ætluð forganga um setningu reglna um öryggisráðstafanir í íþróttamannvirkjum.
          Felld eru brott ýmis sérstök ákvæði er tengjast styrkveitingum, m.a. til íþróttamannvirkja, en gert ráð fyrir heimild til að setja ákvæði um skilyrði fyrir styrkveitingum úr Íþrótta sjóði í reglugerð.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Í greininni er íþróttahugtak laganna skilgreint en tekið fram að ákvæði þeirra taki ekki til íþróttaiðkunar er fram fer sem liður í starfsemi heilbrigðisstofnana eða heilsuræktarstöðva. Eðlilegt er að reglur, sem æskilegt kann að þykja að settar verði um slíka starfsemi, tengist heilbrigðislöggjöf.

Um 2. gr.

    Þessi markmiðsgrein á sér ekki hliðstæðu í gildandi íþróttalögum. Lögð er áhersla á að at beini ríkis og sveitarfélaga miði að því öðru fremur að búa í haginn fyrir sem almennasta iðkun íþrótta. Síðari málsliður greinarinnar víkur sérstaklega að gildi íþrótta fyrir uppeldis- og forvarnastarf og kveður á um að samstarf hins opinbera við íþróttahreyfinguna skuli taka mið af því. Um þetta efni má vísa til rannsóknar sem gerð var á vegum Rannsóknastofnunar upp eldis- og menntamála árið 1992. Í skýrslu um rannsóknina sem birtist í bókinni „Um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni“ (1994), segir m.a.:
    „Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þeir unglingar sem iðka íþróttir og eru í góðri líkamlegri þjálfun eru ekki eins líklegir til að reykja, drekka eða neyta fíkniefna og þeir sem ekki ástunda íþróttir eða eru í lélegri þjálfun. Þeir segjast að jafnaði fá hærri einkunnir í skóla, telja sig betur undirbúna fyrir kennslustundir og líður betur í skólanum.“
    Nefnd um eflingu íþróttastarfs, sem um getur í almennum athugasemdum hér að framan, minnir á þessar rannsóknarniðurstöður í álitsgerð sinni og hvetur m.a. til samvinnu grunnskóla og íþróttafélaga. Í því sambandi er bent á tækifæri til slíks samstarfs við mótun einsetins „heilsdagsskóla“.

Um 3. gr.

    Í greininni felst að menntamálaráðuneytið hafi áfram á hendi yfirumsjón íþróttamála, að því leyti sem þau koma til kasta ríkisins, og afli þeirra upplýsinga sem þarf til að rækja það hlutverk. Slík upplýsingaöflun er eitt þeirra verkefna sem íþróttafulltrúa eru falin í gildandi lögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæði þeirra um ráðningu íþróttafulltrúa verði felld úr gildi þar sem ekki þykir ástæða til að lögbinda þannig starfsskipan í ráðuneytinu. Núverandi íþróttafulltrúi er deildarstjóri í íþrótta- og æskulýðsdeild ráðuneytisins og breytingin raskar í engu þeirri tilhögun. Hins vegar er þess að vænta að það eftirlit með íþróttastarfi í skólum, sem samkvæmt gildandi lögum fellur undir verksvið íþróttafulltrúa, færist á hendur þeirra deilda menntamálaráðuneytisins sem sinna námseftirliti almennt.

Um 4. gr.

    Skipan íþróttanefndar er breytt frá gildandi lögum þannig að í stað þriggja skulu fimm menn sitja í nefndinni. Auk stjórna Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands tilnefna stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og íþróttakennaraskor Kennara háskóla Íslands sinn fulltrúann hvor og er það nýmæli, en menntamálaráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar. Skipunartímabil íþróttanefndar er lengt úr þremur árum í fjögur. Lögð er áhersla á ráðgjafarhlutverk nefndarinnar gagnvart menntamálaráðherra en niður fellur m.a. ákvæði um að hún skuli, ásamt íþróttafulltrúa, vinna að því að koma á skipulagi íþróttamála í landinu. Skal um það atriði vísað til þess sem segir í almennum athugasemdum hér að framan um að sneitt sé hjá íhlutun um starfstilhögun íþróttahreyfingarinnar.

Um 5. gr.

    Greinin svarar að nokkru til 15. gr. (upphaflega 20. gr.) í núgildandi lögum en felld eru brott ýmis ákvæði sem lúta að skipulagsmálum og starfsháttum íþróttahreyfingarinnar, sbr. almennar athugasemdir hér að framan og athugasemd við 4. gr. Í 2. mgr. er áréttað að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu og í erlendum samskiptum íþróttahreyfingarinnar. Vegna sérstöðu Ungmennafélags Íslands er sérstaklega kveðið á um stöðu þess sem sjálfstæðra félagasamtaka á sviði íþrótta. Í orðalagi málsgreinarinnar er tekið mið af umsögn frá nefnd um eflingu íþróttastarfs.

Um 6. gr.

    Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir skiptingu landsins í íþróttahéruð og að íþróttanefnd annist þá skiptingu í samráði við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Ís lands. Í samræmi við meginstefnu frumvarpsins er hér gert ráð fyrir að skipting landsins í íþróttahéruð verði alfarið í höndum íþróttasamtakanna, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands. Eðlilegt er að íþróttafélög bindist samtökum um þess konar skipulag sem þau telja henta, t.d. til þess að vinna að málum sínum við yfirvöld sveitarfélaga, en hæpnar forsendur virðast fyrir því að lögskipa íhlutun ríkisvaldsins um það fyrirkomulag.

Um 7. gr.

    Greinin svarar að mestu til tveggja fyrstu málsgreina 5. gr. núgildandi laga sem á rætur að rekja til laga nr. 87/1989, um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Um 8. gr.

    Samkvæmt ákvæðum um íþróttasjóð í gildandi íþróttalögum, eins og þeim var breytt með lögum nr. 87/1989, eru styrkveitingar úr sjóðnum einskorðaðar við íþróttamannvirki á vegum íþróttafélaga og íþróttasamtaka. Hér er gert ráð fyrir að verksvið sjóðsins verði víkkað, þann ig að heimilt verði einnig að styrkja útbreiðslu- og fræðsluverkefni og íþróttarannsóknir. Þá skal og heimilt að veita úr sjóðnum styrki til verkefna skv. 13. gr. frumvarpsins sem fjallar um íþróttamiðstöðvar er ríkið á samningsbundna aðild að og miða þjónustu sína við allt landið.
    Gert er ráð fyrir að íþróttanefnd geri tillögur til menntamálaráðherra um úthlutun fjár úr Íþróttasjóði, sbr. ákvæði 4. gr. um hlutverk nefndarinnar. Í gildandi lögum er kveðið á um að íþróttanefnd geri tillögur til fjárveitinganefndar (nú fjárlaganefndar) um skiptingu þess fjár sem veitt er til Íþróttasjóðs.
    Ákvæði 3. mgr. um að ekki megi skuldbinda Íþróttasjóð umfram árlegt ráðstöfunarfé er ekki að finna í gildandi lögum en er eðlilegt miðað við fjárhagsgrundvöll sjóðsins.
    Líkt og í gildandi lögum er gert ráð fyrir að setja megi í reglugerð nánari reglur um starf semi Íþróttasjóðs en þó er gerð nokkur breyting á því til hvaða atriða slík ákvæði skuli taka.

Um 9. gr.

    Meginhluti beinna fjárveitinga í fjárlögum til starfsemi íþróttahreyfingarinnar hefur undan farin ár verið í formi rekstrarstyrkja til landssamtaka, bæði Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélags Íslands og að nokkru marki til annarra landssambanda, svo sem Íþrótta sambands fatlaðra. Í þessari grein er gert ráð fyrir að um slík framlög fari eftir ákvörðun Al þingis í fjárlögum ár hvert eins og verið hefur.

Um 10. gr.

    Hagnaður af getraunastarfsemi, sem byggist á heimildum í sérstökum lögum, hefur síðari ár verið mikilvægur liður í tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar. Eðlilegt er að í íþróttalögum, sem m.a. fjalla um opinber framlög til íþróttamála, sé vikið að þeim þætti í atbeina ríkisins sem felst í heimildum til slíkrar fjáröflunarstarfsemi.
    Tekjur Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélags Íslands af „lottó“-getraunum námu á tíu ára tímabili frá því að sú starfsemi hófst, undir lok árs 1986, samtals rúmlega 1.916.313.000 kr. Á sama tímabili námu tekjur íþróttahreyfingarinnar (UMFÍ meðtalið) af starfsemi Íslenskra getrauna rúmlega 457.482.000 kr.

Um 11. gr.

    Í gildandi íþróttalögum eru allítarleg ákvæði um íþróttir í skólum. Ljóst er að þáttur skól anna hefur grundvallarþýðingu fyrir íþróttaiðkun í landinu. Eðlilegt er þó að um framkvæmd í þeim efnum, eins og aðra þætti skólastarfs, fari eftir lögum, reglugerðum og námsskrám sem gilda fyrir hlutaðeigandi skólastig. Á því er byggt í þessari grein frumvarpsins.
    Þar sem ekki er í gildandi lögum um grunnskóla og framhaldsskóla kveðið sérstaklega á um einstakar námsgreinar þykir ástæða til að halda í íþróttalögum ákvæði um almenna skyldu til sundnáms. Að því lýtur síðari málsgrein þessarar greinar. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að það verði áfram hlutverk skólanna að sjá um að þessari skyldu sé fullnægt.

Um 12. gr.

    Hliðstætt því sem gert er í 11. gr. að því er varðar skólaíþróttir er í þessari grein um mennt un íþróttakennara látið við það sitja að gera ráð fyrir skyldu til að sinna þeim þætti en um framkvæmd skírskotað til sérlaga, sjá nú lög nr. 137/1997, um Kennaraháskóla Íslands.

Um 13. gr.

    Í þessari grein er gert ráð fyrir að lögfest verði heimild menntamálaráðherra til að eiga aðild að samningum um stofnun og starf íþróttamiðstöðva í samvinnu við sveitarfélög og íþróttasamtök, enda sé um að ræða starfsemi sem miðast við landið allt. Slíkir samningar hafa verið gerðir um Íþróttamiðstöð Íslands á Laugarvatni og Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri, með hliðsjón af íþróttalögum, en eðlilegt má telja að sérstök lagaheimild sé til grundvallar þátttöku ríkisins í samstarfi eins og hér um ræðir, jafnframt því að fjárframlög séu háð árlegum fjárveitingum í fjárlögum, sbr. einnig athugasemd við 8. gr.

Um 14. gr.

    Hér er fjallað um setningu reglna um öryggisráðstafanir sem taka skulu til íþróttamann virkja og búnaðar þeirra. Nokkuð hefur þótt skorta á að í gildandi lögum væru nógu skýr ákvæði um setningu slíkra reglna og frumkvæðisskyldu í þeim efnum. Í góðu samstarfi stjórn valda, samtaka sveitarfélaga og Slysavarnafélags Íslands hefur verið unnið að þessum málum og gefnar út leiðsögureglur og um ýmsa þætti gilda ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Ákvæðum greinarinnar er ætlað að taka af tvímæli um lagaskyldu til að setja öryggisreglur fyrir íþróttamannvirki. Menntamálaráðherra er sem ráðherra íþróttamála ætluð forganga um að þeirri skyldu sé framfylgt.

Um 15. og 16. gr.

    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til íþróttalaga.

    Tilgangur frumvarpsins er að laga almenna löggjöf um íþróttir að þeim breytingum sem orðið hafa á aðstæðum í þjóðfélaginu frá því að gildandi lög voru sett fyrir um 40 árum.
    Meðal breytinga á meðferð fjármuna er að í stað þess að íþróttanefnd geri tillögur um út hlutun úr Íþróttasjóði til fjárlaganefndar verði tillögurnar lagðar fyrir menntamálaráðherra. Lagt er til að fjölgað verði um tvo menn í íþróttanefnd. Einnig er lagt til í frumvarpinu að menntamálaráðherra verði heimilt að eiga aðild að samningum um stofnun og starfsemi íþróttamiðstöðva sem miða þjónustu sína við alla landsmenn. Í 30. gr. laga um fjárreiður ríkis ins er kveðið á um almenna heimild ríkisaðila til að gera samninga um verklegar framkvæmdir og rekstrarverkefni til margra ára.
    Ekki verður séð að samþykkt frumvarpsins leiði til teljandi breytinga á kostnaði ríkissjóðs.