Ferill 473. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 806 – 473. mál.



Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um stuðning Íslands við hugsanlegar loftárásir á Írak og afnot af ís lenskum mannvirkjum.

Frá Svavari Gestssyni og Margréti Frímannsdóttur.



1.      Er ráðherra tilbúinn að axla fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þá meðábyrgð sem kynni að skapast vegna loftárása á írösku þjóðina sem yllu enn frekari þjáningum einstaklinga og saklausra borgara, þar með talið barna?
2.      Telur ráðherra rétt að beita hervaldi gegn öllum ríkjum sem neita að framfylgja samþykktum öryggisráðsins?
3.      Til hvaða refsiaðgerða telur ráðherra rétt að grípa gegn þeim ríkjum sem brjóta gegn samþykktum öryggisráðsins?
4.      Hvaða ríki hafa neitað að hlíta samþykktum öryggisráðsins?
5.      Telur ríkisstjórn Íslands að Bandaríkjamönnum sé heimilt að meta án samráðs og heimildar Sameinuðu þjóðanna undir hvaða kringumstæðum þeir ráðast með vopnavaldi á Írak?
6.      Hvað er það sérstaklega sem ríkisstjórnin telur óhjákvæmilegt að sprengja í Írak og hvað ekki, hversu lengi og hvað á svo að taka við?


Skriflegt svar óskast.



















Prentað upp.