Ferill 488. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 895 – 488. mál.



Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur um notkun síma í ökutækjum.

     1.      Hefur verið kannað hvort símanotkun ökumanna við akstur hefur sannanlega valdið
            a.      slysum á fólki,
            b.      tjóni á ökutækjum?

    Í tilefni af fyrirspurn þessari leitaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá Umferðarráði. Af gögnum Umferðarráðs verður ráðið að ekki eru dæmi um skráð umferðarslys, þ.e. hjá lög reglu, þar sem orsök umferðarslyss hefur verið rakin til notkunar farsíma. Umferðarráð leit aði einnig eftir upplýsingum hjá tryggingafélögum og kannaði hvort notkun farsíma væri al geng orsök umferðarslysa samkvæmt þeirra skráningu. Samkvæmt upplýsingum frá trygg ingafélögunum eru þess ekki mörg dæmi að ökumaður hafi viðurkennt að orsök umferðar óhapps eða slyss hafi mátt rekja til þess að hann hafi verið að tala í farsíma. Hins vegar væru allmörg dæmi um að aðilar að óhappi hafi fullyrt að mótaðilinn hafi verið að tala í síma þeg ar óhappið átti sér stað, gegn mótmælum þess síðarnefnda. Hefur þetta að öðru leyti ekki verið kannað sérstaklega.

     2.      Hversu mörg ökutæki í landinu eru nú búin símtæki?
    Samkvæmt umferðarkönnun 1997 er farsími í rúmlega fjórðu hverri bifreið hér á landi. Í töflunni hér að neðan má sjá hlutfall bifreiða með farsíma árin 1987–96 samkvæmt umferð arkönnun, sem lögregla gerir fyrir Umferðarráð. Tekið skal fram að í þessum tölum er ekki tekið tillit til GSM-síma sem menn kunna að hafa lausa í bílum.

                                  1987     6,6%
                                  1988     6,4%
                                  1989     9,2%
                                  1990     10,3%
                                  1991     11,0%
                                  1992     12,0%
                                  1993     14,8%
                                  1994     15,3%
                                  1995     21,3%
                                  1996     27,3%
                                  1997     28,8%

     3.      Hvað hefur verið gert vegna ályktunar Alþingis frá 11. maí 1987 um að settar yrðu reglur um símanotkun í ökutækjum?
    Þingsályktunartillagan var á sínum tíma send samgönguráðuneytinu til meðferðar. Í skýrslu um framkvæmd þingsályktunartillagna frá 1990 segir að ályktunin hafi verið send póst- og símamálastjóra til umsagnar og að umsögn hans hafi falið í sér almennar ábendingar um notkun farsíma með umferðaröryggi í huga. Eigi að síður hefur þetta viðfangsefni verið til meðferðar bæði í dómsmálaráðuneytinu og hjá Umferðarráði með hliðsjón af því að notkun farsíma í bifreiðum getur eins og notkun ýmissa annarra tækja í bifreiðum haft áhrif á um ferðaröryggi.
    Í umferðarlögunum eru ekki bein ákvæði sem lúta að notkun farsíma en í 4. gr. laganna segir að vegfarandi skuli sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum, þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu. Þetta almenna ákvæði á auðvitað við um notkun farsíma og gerir mönnum skylt að nota farsímann á þann veg að ekki leiði til hættu í umferðinni. Síðan hafa verið settar sérstakar reglur í reglugerð um staðsetn ingu farsíma í ökutækjum sem miða að því að draga úr slysahættu. Þá hefur Umferðrráð haft þessi mál til meðferðar og í námi til almennra ökuréttinda er um þetta fjallað. Í sérstöku bréfi til þeirra sem fá ökuskírteini er minnst á þá ábyrgð sem fylgir því að aka bifreið og varað við hættu við notkun farsíma í akstri. Í námsefni til aukinna ökuréttinda er fjallað um hættu af slíkri notkun og í ökukennaranámi er fjallað um mikilvægi þess að ökumaður sé með hugann við akstur og í því sambandi minnst á notkun farsíma. Eigendum og ökumönnum hópferða bifreiða hafa verið send bréf þar sem fjallað er um ábyrgð ökumanna hópbifreiða og þeir hvattir til að nota ekki farsíma í akstri. Í útvarpsþáttum og öðrum upplýsingum á vegum Um ferðarráðs hefur almennum leiðbeiningum verið komið á framfæri.

     4.      Má búast við að símanotkun ökumanna við akstur verði takmörkuð með lögum eins og ýmsar þjóðir hafa gert, nú síðast Danir?
    Notkun síma í bílum hefur á undanförnum árum aukist gríðarlega, eins og framangreindar tölu bera með sér. Danir hafa á síðasta ári brugðist við því með því að takmarka með lögum notkun ökumanna á síma í akstri. Hefur dómsmálaráðherra af þeirri ástæðu ákveðið að setja á laggirnar starfshóp, sem hafa mun það hlutverk að kanna þetta mál nánar, þ.e. áhrif og af leiðingar símanotkunar ökumanna á umferðaröryggi, svo og til hvaða úrræða eigi að grípa til að tryggja sem best umferðaröryggi hvað þetta varðar. Starfshópurinn verður skipaður aðilum frá Umferðarráði og ríkislögreglustjóra, auk fulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Er gert ráð fyrir því að hópurinn skili niðurstöðum sínum næsta haust.