Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 947 – 558. mál.



Frumvarp til laga



um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

    Stofna skal hlutafélag er nefnist Íslandssíld hf. Ákvæði laga nr. 2/1995, um hlutafélög, taka til Íslandssíldar hf. ef annað leiðir ekki af lögum þessum. Sjávarútvegsráðherra annast undir búning að stofnun félagsins.

2. gr.

    Hlutverk Íslandssíldar hf. er að annast viðskipti með síldarafurðir og aðrar sjávarafurðir og hvers konar aðra starfsemi er því tengist. Heimilt er að breyta tilgangi félagsins á hluthafa fundi.

3. gr.

    Íslandssíld hf. tekur við stofnun félagsins, sbr. 6. gr., við öllum eignum, skuldum og skuld bindingum síldarútvegsnefndar öðrum en þeim sem ráðstafað er á annan hátt, sbr. 8. og 9. gr.

4. gr.

    Heildarupphæð hlutafjár Íslandssíldar hf. skal nema 75% af eigin fé félagsins. Skal ráð herra skipa matsnefnd til að meta eignir og skuldir síldarútvegsnefndar til viðmiðunar um upp hæð hlutafjár að teknu tilliti til ákvæða 8. og 9. gr.

5. gr.

    Þeir síldarsaltendur sem greitt hafa lögmælta söluþóknun af útfluttri síld skv. 2. gr. laga nr. 62/1962 á tímabilinu 1. janúar 1975 – 31. desember 1997 eru eigendur 85% hlutafjár félagsins við stofnun þess en Íslandssíld hf. skal eiga 15% hlutafjár félagsins.
    Félög sem slitið hefur verið fyrir gildistöku laga þessara, á annan hátt en með sameiningu við önnur félög, teljast þó ekki eigendur skv. 1. mgr. Sama á við sé gjaldþrotaskiptum á búi aðila lokið fyrir sama tíma. Eigendur sameignarfélaga sem slitið hefur verið fyrir gildistöku laga þessara skulu eiga rétt á hlutafé skv. 1. mgr., sbr. 3. mgr., í hlutfalli við eignarhlut þeirra í sameignarfélaginu við slit þess.
    Hlutdeild hvers aðila skal miðast við hlutfall verðmætis útfluttrar síldar viðkomandi aðila á vegum síldarútvegsnefndar 1. janúar 1975 – 31. desember 1997 af heildarverðmæti saman-lagðs útflutnings allra aðila er teljast eigendur skv. 1. mgr., sbr. 2. mgr., þessarar greinar á sama tímabili, framreiknað til verðlags við gildistöku laga þessara á grundvelli vísitölu neysluverðs.
    Eigin hluti félagsins skal selja innan 18 mánaða frá stofnun þess. Hluthafar sem greiddu lögmælta söluþóknun, sbr. 1. mgr., á tímabilinu 1. júlí 1992 – 31. desember 1997 eiga fyrstu 18 mánuði eftir stofnun félagsins forkaupsrétt að þeim. Enn fremur er heimilt að veita þeim forkaupsrétt að hlutum sem boðnir eru til sölu vegna hlutafjárhækkunar á sama tímabili. Forkaupsrétturinn skal miðast við hlutfall verðmætis útfluttrar síldar viðkomandi aðila á vegum síldarútvegsnefndar 1. júlí 1992 – 31. desember 1997 af heildarverðmæti útflutnings allra aðila er teljast eigendur skv. 1. mgr., sbr. 2. mgr., á sama tímabili.

6. gr.

    Halda skal stofnfund fyrir 1. júlí 1998 og skal félagið þá taka við eignum, skuldum og skuldbindingum síldarútvegsnefndar öðrum en þeim er um ræðir í 8. og 9. gr., sbr. 3. gr. Á stofnfundinum skal leggja fram drög að stofnsamningi og samþykktum fyrir félagið og kjósa stjórn þess.
    Allur kostnaður af stofnun hlutafélagsins skal greiðast af félaginu.

7. gr.

    Fastráðnir starfsmenn síldarútvegsnefndar skulu eiga kost á starfi hjá Íslandssíld hf.
    Um biðlaunarétt sem kann að hafa fylgt störfum hjá síldarútvegsnefnd gilda ákvæði laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

8. gr.

    Stofna skal sjóð sem skal renna til síldarrannsókna á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Sjóðurinn skal vera í vörslu Hafrannsóknastofnunarinnar. Stofnfé sjóðsins skal vera 110 millj. kr. af eigin fé síldarútvegsnefndar. Ráðstöfun fjár úr sjóðnum skal háð samþykki sjávar útvegsráðherra og skal árleg ráðstöfun miðast við að ekki sé gengið á eigið fé sjóðsins.

9. gr.

    Stofna skal sérstakan sjóð sem hefur þann tilgang að efla vöruþróun síldarafurða og afla nýrra markaða fyrir síldarafurðir. Sjóðurinn skal vera sjálfseignarstofnun. Stofnfé sjóðsins skal vera 80 millj. kr. af eigin fé síldarútvegsnefndar.
    Sjávarútvegsráðherra skal annast gerð skipulagsskrár fyrir stofnunina sem skal staðfest af dómsmálaráðuneyti, sbr. lög nr. 19/1988.


10. gr.

    Sjóður sá sem um er rætt í 8. gr. skal undanþeginn opinberum gjöldum og sköttum hverju nafni sem þeir nefnast. Framlag til sjóðs þess sem um er rætt í 9. gr. skal undanþegið tekju skatti.

11. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Frá og með stofnun Íslandssíldar hf. skal síldarútvegsnefnd lögð niður og falla þá úr gildi lög nr. 62/1962, um síldarútvegsnefnd.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.



Inngangur.
    Endurskoðun laga um síldarútvegsnefnd hefur um nokkurt skeið verið til umræðu hjá stjórnvöldum, sem og hjá síldarútvegsnefnd og félögum síldarsaltenda. Árið 1992 var á 115. þingi lögð fram þingsályktunartillaga um endurskoðun laga um síldarútvegsnefnd (þskj. 391) þess efnis að skipuð skyldi nefnd til að endurskoða lög nr. 62 21. apríl 1962, um síldar útvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar. Tillagan varð ekki útrædd og var flutt aftur á 116. og 117. löggjafarþingi. Árið 1993 var á 117. þingi lögð fram þingsályktunartillaga um nýtingu síldarstofna við Ísland (þskj. 154) þess efnis að skipuð skyldi nefnd til að gera tillögur sem miðuðu að aukinni nýtingu síldar til manneldis. Í apríl 1994 varð samkomulag um það í sjávarútvegsnefnd Alþingis að sameina framangreindar þingsályktunartillögur í eina og standa að flutningi hennar. Ályktunin var samþykkt á Alþingi 4. maí 1994 og hljóðaði svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að gera tillögu sem miði að því að auka nýtingu síldar til manneldis og nýta betur þá möguleika til atvinnusköpunar og gjaldeyrisöflunar sem felast í veiðum og vinnslu síldar. Nefndin endurskoði m.a. í þessu sambandi lög nr. 62/1962, um síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar, í þeim til gangi að efla markaðsöflun fyrir síldarafurðir.
    Í framhaldi af ályktuninni skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd í september 1994 sem var falið hlutverk í samræmi við ályktunina. Í nefndinni sátu Halldór Árnason, formaður, Valdimar Indriðason og Jón Eyfjörð Eiríksson, skipaðir af sjávarútvegsráðherra, Dagmar Óskarsdóttir, tilnefnd af félögum síldarsaltenda, Gunnar Flóvenz, tilnefndur af síldarútvegs nefnd, Ólafur Baldur Ólafsson, tilnefndur af Samtökum fiskvinnuslustöðva, og Sverrir Leós son, tilnefndur af Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Arnar Sigurmundsson tók sæti Valdimars Indriðasonar í lok árs 1995. Starfsmaður nefndarinnar var Snorri Rúnar Pálmason, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu.
    Nefndin skilaði áfangaskýrslu til sjávarútvegsráðherra síðari hluta árs 1994 með tillögum varðandi aukna nýtingu síldar til manneldis og stuðning við markaðssetningu saltaðra síldar afurða. Í framhaldi af tillögum nefndarinnar flutti ráðherra frumvarp um takmörkun á ráðstöf un síldar til bræðslu á haustþingi 1994 sem varð að lögum sama ár. Þá var í framhaldi af áfangaskýrslunni m.a. stofnað til formlegs samráðs útgerðar og vinnsluaðila. Fiskveiðasjóður tók jákvæða afstöðu til erindis sjávarútvegsráðherra varðandi hagstæð lán til kaupa á kælibúnaði í skip og sogdælum (vakumdælum) til löndunar síldar og stjórnvöld framlengdu vissar tryggingar til markaðssóknar í Austur-Evrópu.
    Nefndin skilaði lokaskýrslu og tillögum þann 19. mars 1997. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram samdóma álit síldarútvegsnefndar og félaga síldarsaltenda á endurskoðun laganna, þess efnis að núverandi sölufyrirkomulag hafi gefist vel en þó sé rétt að taka til endurskoðunar nokkur ákvæði laganna sem séu orðin úrelt enda hafi þeim ekki verið beitt um langa hríð. 8. gr. laganna, sem heimilar að heildarsamtökum síldarsaltenda eða síldarútvegsnefnd sé gefinn einkaréttur til útflutnings á saltaðri síld, er tekin sem dæmi um slíkt ákvæði enda hefur síldar útvegsnefnd margoft óskað eftir slíkum breytingum á lögunum. Helstu rök fyrir óbreyttu fyrirkomulagi eru sögð þau að semja verði um sölu saltsíldarinnar áður en söltun hefst því kröfur kaupenda um verkunaraðferðir, stærðarflokka o.s.frv. séu mjög misjafnar. Erlendir kaupendur vilji ekki semja um kaup sín með fyrirframsamningum nema þeir hafi tryggingu fyrir því að ekki verði síðar boðin eða seld á viðkomandi markaði sams konar síld frá sömu vertíð á lægra verði. Slíka tryggingu sé ekki hægt að gefa nema einhver skipuleggi söltunina, fylgist með markaðsástandi, útflutningi og söluverði síldarinnar, sbr. löggildingarákvæði laganna um síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar. Sökum þess hve markaðir fyrir saltaða síld séu takmarkaðir og sveiflukenndir og geymsluþol síldarinnar lítið taki síldar saltendur almennt ekki þá áhættu að framleiða saltsíld nema salan sé tryggð með fyrirfram samningum. Af þessum ástæðum hafi bankar ekki viljað veita afurðalán út á síld sem söltuð er án fyrirframsamninga og erfitt sé fyrir framleiðendur að kaupa aðföng til framleiðslunnar, nema tryggt sé að varan seljist.
    Nefndin taldi mikilvægt að farið yrði að vilja framleiðenda hvað sölufyrirkomlag og út flutning saltsíldar varðaði. Lagði nefndin því til að við endurskoðun laganna yrði í meginatrið um byggt á óbreyttu fyrirkomulagi en lögunum breytt í samræmi við óskir félaga síldar saltenda. Í skýrslunni segir enn fremur:
     Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á útflutningsfyrirkomulagi ýmissa sjávarafurða að undanförnu telur nefndin þó æskilegt að samkvæmt hinum breyttu lögum hafi sjávarútvegsráðherra heimild til að breyta Síldarútvegsnefnd í hlutafélag komi síðar fram óskir þar að lútandi frá félögum síldarsaltenda.
    7. gr. tillagna nefndarinnar að breyttum lögum hljóðaði svo:
    Sjávarútvegsráðherra er heimilt að breyta Síldarútvegsnefnd í hlutafélag í eigu saltsíldarframleiðenda óski félög síldarsaltenda eftir slíkri breytingu og falla þá úr gildi lögin um Síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar. Eignum nefndarinnar skal ráð stafað til síldarsaltenda í réttu hlutfalli við framreiknað verðmæti seldrar síldar á vegum Síldarútvegsnefndar og skal þá miðað við verðlag þess árs, þegar eignunum er skipt.
    Við slíka skiptingu skal eignum nefndarinnar einungis ráðstafað til þeirra fyrirtækja og einstaklinga, sem saltað hafa síld eftir að síldveiðibanni í herpinót lauk um áramót 1974/1975, enda hafi sú síld verið seld fyrir milligöngu Síldarútvegsnefndar.
    Hætti Síldarútvegsnefnd störfum af öðrum ástæðum skulu sömu reglur gilda um ráðstöfun eigna hennar.

    Stjórn síldarútvegsnefndar samþykkti þann 3. september 1997 svohljóðandi tillögu:
    Þar sem litlar líkur eru á því að Síldarútvegsnefnd geti áfram gefið erlendum saltsíldarkaupendum, sem semja um kaup sín með fyrirframsamningum, tryggingu fyrir því að ekki verði síðar boðin sams konar síld á viðkomandi markað á lægra verði og enn fremur með hliðsjón af þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á útflutnings- og sölufyrirkomulagi helstu sjávarafurða landsmanna, samþykkir Síldarútvegsnefnd að beita sér fyrir því — að höfðu samráði við félög síldarsaltenda — að stofnuninni verði svo fljótt sem unnt er breytt í hlutafélag í eigu saltsíldarframleiðenda og að núgildandi lög um Síldarútvegsnefnd og útflutning síldar verði felld úr gildi. … óvissan um frambúðarfyrirkomulag þessara mála sé óviðunandi og skaðleg fyrir alla hlutaðeigandi aðila og geti teflt markaðs- og sölumálum íslenskrar saltsíldar í tvísýnu.
    Á sameiginlegum fundi stjórna Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi, sem haldinn var 13. október 1997, samþykktu stjórnir félaganna með öllum greiddum atkvæðum að styðja eindregið ofangreinda tillögu síldar útvegsnefndar. Enn fremur var samþykkt að eignum nefndarinnar skuli þá ráðstafað í réttu hlutfalli við framreiknað verðmæti seldrar saltsíldar á vegum síldarútvegsnefndar og skuli miðað við verðlag þess árs sem eignum er skipt.
    Þann 12. febrúar 1998 gerðu síldarútvegsnefnd og stjórnir Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi með sér samþykkt vegna undirbúnings að stofnun hlutafélags um starfsemi síldarútvegsnefndar. Var m.a. samþykkt að 80% af eigin fé síldarútvegsnefndar skiptist í hlutfalli við framleiðsluverðmæti útfluttrar saltsíldar á tímabilinu frá 1. janúar 1975 til 30. júní 1992 og 20% skiptist í hlutfalli við framleiðsluverðmæti útfluttrar saltsíldar tímabilið 1. júlí 1992 – 31. desember 1997. Sam þykktin er birt í fylgiskjali IV með frumvarpi þessu.
    Í ljósi samþykktar síldarútvegsnefndar frá 3. september 1997, samþykktar félaga síldar saltenda 13. október 1997 og afstöðu sérstaklega skipaðrar nefndar um síldarmálefni þótti ástæða til að móta tillögur um að breyta síldarútvegsnefnd í hlutafélag þar sem núverandi stjórnun á framleiðslu saltsíldar og útflutningi hennar yrði afnumin. Er það í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr ríkisafskiptum af atvinnulífinu og afnema lögbindingu sérstaks rekstrarforms um einstök félög en láta almenn ákvæði hlutafélagalaga gilda. Hefur frumvarp þetta verið samið í sjávarútvegsráðuneytinu í samráði við fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti.

Ráðstöfun og skipting eigna síldarútvegsnefndar.
    Í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 74/1934, um síldarútvegsnefnd, útflutning á síld, hagnýtingu mark aða o.fl., sagði að til þess að standast kostnað af störfum nefndarinnar gæti nefndin, með sam þykki ráðherra, ákveðið að greitt skyldi í sérstakan sjóð 2% af andvirði seldrar síldar. Sjóði þessum mætti eingöngu verja í þágu síldarútvegsins. Yrði sjóðurinn svo mikill að öruggt þætti gæti síldarútvegsnefnd ákveðið, að fengnu samþykki ráðherra, að endurgreiða úr honum til síldareigenda í réttu hlutfalli við verðmagn síldar. Lög þessi giltu þar til núgildandi lög nr. 62/1962, um síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar, tóku gildi. Í 2. gr. laganna er kveðið á um hvernig verja megi tekjum nefndarinnar. Þar segir að árlegur tekjuafgangur skuli lagður í sérstakan sjóð í vörslu nefndarinnar. Sjóði þessum megi eingöngu verja í þágu síldarútvegsins samkvæmt ákvörðun nefndarinnar og með samþykki ráðherra. Ekki er þess getið í núgildandi lögum nr. 62/1962 líkt og var í lögum nr. 74/1934 að endurgreiða megi eigendum af tekjuafgangi nefndarinnar en af greinargerð með lögum nr. 62/1962 má þó ráða að ekki var ætlunin að breyta þeirri heimild. Af þeim lagaákvæðum sem að framan eru rakin má draga þá ályktun að óheimilt sé að ráðstafa sjóðum nefndarinnar nema til hagsbóta fyrir síldarútveginn. Telja verður að þessu skilyrði sé best framfylgt með því að stofna hlutafélag sem hefur breiðan og sterkan starfsgrundvöll á sviði síldariðnaðar og með því að styrkja síldarrannsóknir, vöruþróun og markaðsöflun.
    Í frumvarpinu er lagt til, í samræmi við það sem að framan hefur verið rakið, að stofnað verði hlutafélag í eigu síldarsaltenda. Hlutafélagið, Íslandssíld hf., yrði samkvæmt frumvarp inu í eigu þeirra síldarsaltenda sem greitt hafa lögmælta söluþóknun af útflutningsverðmæti saltsíldar til síldarútvegnsnefndar á tímabilinu 1975–97 og er það í samræmi við samþykktir síldarútvegsnefndar og félaga síldarsaltenda og skýrslu sérstakrar nefndar um síldarmál. Hafi gjaldþrotaskiptum á búi aðila verið lokið eða félagi verið slitið á annan hátt en með sam einingu við annað félag áður en frumvarpið verður að lögum, eiga viðkomandi aðilar sam kvæmt frumvarpinu ekki rétt til hlutabréfa. Eðlilegt þykir að miða við tímabilið 1975 til ný liðinna áramóta, en banni við veiðum á síld í herpinót lauk um áramót 1974–75 og eru eignir síldarútvegsnefndar að mestu myndaðar á þessu tímabili.
    Í samræmi við skýrslu sérstakrar nefndar um síldarmál og samþykktar síldarsaltendafélag anna 13. október 1997 er lagt til að hlutur hvers aðila miðist við framlög hans. Er því lagt til að hlutdeild hvers aðila miðist við hlutfall verðmætis útfluttrar síldar viðkomandi aðila á vegum síldarútvegsnefndar af heildarverðmæti samanlagðs útflutnings allra þeirra er talist geta eigendur hlutabréfa samkvæmt frumvarpinu. Í samþykkt síldarútvegsnefndar og síldarsaltendafélaganna frá 12. febrúar 1998 er m.a. gert ráð fyrir að hlutur hvers aðila ráðist ekki aðeins af framlögum hans heldur einnig af því tímabili sem þau voru innt af hendi. Þótt ekki væri fallist á efni samþykktarinnar að þessu leyti var talið rétt að koma til móts við þau sjónarmið er lágu að baki henni. Hætt er við að hlutur síldarsaltenda sem hófu útflutning salt síldar fyrir fáum árum en eru núna með mikla markaðshlutdeild verði lítill miðað við markaðs hlutdeild þeirra. Því er lagt til að Íslandssíld hf. eignist 15% hlutafjár félagsins sem það skal bjóða til sölu innan 18 mánaða frá stofnun þess. Á því tímabili skulu þeir hluthafar er greiddu söluþóknun, sbr. 1. mgr. 5. gr. frumvarpsins, tímabilið 1. júlí 1992 – 1. janúar 1997 eiga forkaupsrétt að eigin hlutum félagsins. Þá er félaginu heimilt að bjóða sama hópi hluthafa forkaupsrétt að hlutafé sem falt er vegna hlutafjárhækkunar á sama tímabili. Með þessu móti skapast tækifæri fyrir þennan hóp hluthafa til að auka hlut sinn.
    Samkvæmt ársreikningi síldarútvegsnefndar fyrir reikningsárið 1. júlí 1996 – 30. júní 1997 var eigið fé félagsins 470.681.940 kr. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að matsnefnd skipuð af sjávarútvegsráðherra meti verðmæti eigna síldarútvegsnefndar. Þá er gert ráð fyrir að við stofnun félagsins taki hlutafélagið við öllum eignum, skuldum og skuldbindingum síldar útvegsnefndar, öðrum en þeim sem renna til sjóðs til síldarrannsókna og í vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóð, sem lagt er til að verði stofnaðir. Rétt þykir að stofnfé Íslandssíldar hf. miðist við að Íslandssíld hf. fái, með hliðsjón af eðli starfseminnar og markaðsaðstæðum, traustan rekstrargrundvöll. Við gerð frumvarpsins var tveimur sérfræðingum falið að leggja sjálfstætt mat á það hversu hátt eigið fé Íslandssíldar hf. þurfi að vera til að tryggja fram tíðarrekstur fyrirtækisins. Til grundvallar þessari athugun voru lagðir efnahags- og rekstrar reikningar síldarútvegsnefndar tvö undangengin ár og efnahagsreikningur þriggja fyrirtækja sem starfa að útflutningi sjávarafurða. Endurskoðandi síldarútvegsnefndar gaf enn fremur álit sitt um sama efni. Mikill munur var á annars vegar áliti þeirra sérfræðinga sem leitað var til og hins vegar áliti löggilts endurskoðanda síldarútvegsnefndar. Í frumvarpinu er farið bil beggja.
    Eðlilegt er að leggja fé í varasjóð og er lagt til að hann nemi 25% af eigin fé félagsins. Er það í samræmi við 4. tölul. samþykktar síldarútvegsnefndar og síldarsaltendafélaganna frá 12. febrúar 1998.
    Eins og áður er vikið að er gert ráð fyrir að tveir sjóðir verði stofnaðir, annars vegar síldar rannsóknasjóður og hins vegar vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóður. Lagt er til að síldar rannsóknasjóðurinn renni til síldarrannsókna á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar en síldar rannsóknir eru nær eingöngu stundaðar af Hafrannsóknastofnuninni. Með hliðsjón af því að fé sjóðsins á samkvæmt frumvarpinu alfarið að renna til Hafrannsóknastofnunarinnar þykir eðlilegt að sjóðurinn verði í vörslu hennar. Lagt er til að stofnfé síldarrannsóknasjóðsins nemi 110 millj. kr. Tekið var mið af hlutdeild þeirra aðila sem falla undir 2. mgr. 5. gr. frum varpsins, en það er um 20–25% af eigin fé félagsins. Gert er ráð fyrir að vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóðurinn verði ekki eign ríkissjóðs heldur sjálfseignarstofnun. Lagt er til að stofnfé sjóðsins verði 80 millj. kr. Við ákvörðun eigin fjár sjóðsins var miðað við hversu hátt eigið fé Íslandssíldar þyrfti að vera, svo og að sjóðurinn gæti framfylgt hlutverki sínu. Eðlilegt er að tryggja eftirlit með því að sjóðurinn verði starfræktur í samræmi við skipulagsskrána og er því lagt til að sjóðurinn starfi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sbr. lög. nr. 19/1988. Þar sem sjóðurinn er stofnaður með lögum er eðlilegt að skipulagsskrá sjóðsins sé undirbúin af sjávarútvegsráðherra. Með stofnun framangreindra sjóða þykir tryggt að fé síldarútvegsnefndar renni til málefna sem eru til hagsbóta fyrir síldarútveginn þannig að nýsköpun, sókn í vöruþróun og markaðssetningu og stöðug og góð rekstrarskilyrði iðnaðarins verði tryggð.

Meginefni frumvarpsins.
    Helstu efnisatriði frumvarpsins eru eftirfarandi:
          Félagið Íslandssíld hf. verði stofnað og taki til starfa í síðasta lagi 1. júlí 1998.
          Hlutafé Íslandssíldar hf. verði í eigu síldarsaltenda.
          Íslandssíld hf. taki við þeim hluta eigna síldarútvegsnefndar sem ekki renna í síldarrannsóknarsjóð eða í vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóð.
          Stofnaðir verði síldarrannsóknarsjóður í vörslu Hafrannsóknastofnunarinnar og vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóður í vörslu Íslandssíldar hf.
          Fastráðnir starfsmenn síldarútvegsnefndar eigi kost á starfi hjá Íslandssíld hf.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Í þessari grein er kveðið á um að stofnað skuli hlutafélag er nefnist Íslandssíld hf. Í frum varpinu er ekki kveðið á um önnur atriði en nauðsynlegt er vegna stofnunar félagsins en gert er ráð fyrir að ákvæði laga nr. 2/1995, um hlutafélög, taki til þess, nema annað leiði af lögun um. Lög nr. 62/1962, um síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar, heyra undir sjávar útvegsráðherra og er sjávarútvegsráðherra því eðlilega falið að annast undirbúning að stofnun félagsins.

Um 2. gr.

    Samkvæmt greininni er það hlutverk Íslandssíldar hf. að annast viðskipti með síldarafurðir og aðrar sjávarafurðir og hvers konar starfsemi er því tengist. Íslandssíld hf. mun því ólíkt síldarútvegsnefnd sem starfaði samkvæmt lögum nr. 62/1962 ekki hafa stjórnvaldshlutverki að gegna enda mundi slíkt ekki samræmast tilgangi þessa frumvarps sem er m.a. að minnka opinber afskipti af greininni. Þá þykir skynsamlegt og eðlilegt að binda ekki hlutverk Íslands síldar hf. við þröngt svið til að félagið hafi svigrúm til að laga sig að síbreytilegum markaðs aðstæðum. Af sömu ástæðu þykir eðlilegt að heimila hluthafafundi að breyta tilgangi félagsins.

Um 3. gr.

    Í þessari grein er kveðið á um að Íslandssíld hf. taki við stofnun félagsins við öllum eignum, skuldum og skuldbindingum síldarútvegsnefndar öðrum en þeim sem ráðstafað er á annan hátt, sbr. 8. og 9. gr. frumvarpsins. Tekið var mið af því að stofnfé Íslandssíldar hf. þyrfti að vera nægilega mikið til að skapa traustan rekstrargrundvöll fyrir félagið með tilliti til eðli starfseminnar og markaðsaðstæðna.

Um 4. gr.

    Lagt er til að varasjóður Íslandssíldar hf. nemi 25% af eigin fé félagsins. Er það í samræmi við samþykkt síldarútvegsnefndar og saltendafélaganna frá 12. febrúar 1998 sem vikið er að í almennum athugasemdum. Eignir og skuldir síldarútvegsnefndar skulu metnar af matsnefnd sem ráðherra skipar. Matsnefndinni er ætlað að tryggja að eignir félagsins séu metnar á eðlilegu verði, þ.e. að hvorki sé um van- né ofmat á einstökum eignaliðum að ræða.

Um 5.gr.

    Í þessari grein er kveðið á um það hverjir skuli teljast eigendur hlutabréfa félagsins við stofnun þess. Eins og nánar er rakið í almennum athugasemdum er gert ráð fyrir að 15% af hlutafénu verði eign Íslandssíldar hf. en 85% renni til þeirra síldarsaltenda sem greitt hafa lög mælta söluþóknun af útfluttri síld samkvæmt 2. gr. l. nr. 62/1962 á tímabilinu 1. janúar 1975 – 31. desember 1997. Er greinin í anda ákvæða 2. gr. núgildandi laga, nr. 62/1962, svo og ákvæði 2. gr. eldri laga, nr. 74/1934, þar sem segir að sjóði síldarútvegsnefndar megi aðeins verja í þágu síldarútvegsins. Árabilið er miðað við tímabilið eftir að síldveiðar hófust að nýju þegar banni við veiðum í herpinót lauk um áramót 1974–75 en til þessa tíma má rekja tilurð eigna síldarútvegsnefndar. Ákvæði greinarinnar um eigin hlut Íslandssíldar hf. felur í sér undantekningu frá gildandi hlutafélagalögum. Í samræmi við anda hlutafélagalaganna er gert ráð fyrir að félagið geti aðeins átt hlut sinn í takmarkaðan tíma.
    Í 2. mgr. eru tilteknir aðilar sem ekki geta talist eigendur hlutafjár þrátt fyrir að þeir hafi greitt gjald skv. 2. gr. laga nr. 62/1962. Það eru félög sem slitið hefur verið á annan hátt en með sameiningu við önnur félög áður en frumvarpið verður að lögum. Sama á við hafi gjald þrotaskiptum á búi félags eða einstaklings lokið áður en frumvarpið verður að lögum. Er með þessu móti leitast við að tryggja að félagið verði í höndum þeirra sem mesta hagsmuni hafa af rekstri þess.
    Í 3. mgr. er kveðið á um hvernig reikna skuli hlutdeild þeirra aðila sem talist geta eigendur hlutafjár samkvæmt frumvarpinu. Skal hlutur hvers um sig miðast við hlutfall verðmætis útfluttrar síldar viðkomandi aðila á vegum síldarútvegsnefndar frá 1. janúar 1975 til 31. desember 1997 af heildarverðmæti samanlagðs útflutnings allra þeirra sem teljast eigendur skv. 1. mgr., sbr. 2 mgr., þessarar greinar frumvarpsins á sama tímabili, framreiknað til verð lags við gildistöku laga þessara á grundvelli vísitölu neysluverðs. Er með þessu móti reynt að finna út framreiknað verðmæti þeirra greiðslna sem viðkomandi aðilar hafa innt af hendi skv. 2. gr. laga nr. 62/1962. Hjá síldarútvegsnefnd liggja fyrir skráðar upplýsingar um verðmæti útfluttrar síldar allra þeirra er flutt hafa út síld á viðmiðunartímabilinu, svo og heildarverð mæti allrar útfluttrar síldar. Þessi gögn síldarútvegsnefndar yrðu lögð til grundvallar við út reikning á hlutdeild þeirra sem rétt eiga á hlutafé samkvæmt frumvarpinu.
    Í 4. mgr. er kveðið á um forkaupsrétt afmarkaðs hóps hluthafa og er því um að ræða undan tekningu frá hlutafélagalögum. Forkaupsrétturinn er bundinn tímatakmörkunum og miðast aðeins við hlut félagsins og hækkun hlutafjár. Þegar um hækkun hlutafjár er að ræða er félaginu heimilt en ekki skylt að veita hinum afmarkaða hópi forkaupsrétt. Ákvörðun um það er tekin á sama hátt og ákvörðun um hækkun hlutafjár samkvæmt samþykktum félagsins. Eins og rakið er í almennum athugasemdum er þeim sem nú eru virkir síldarsaltendur gefið tækifæri til að auka hlut sinn. Er með því móti reynt að koma til móts við samþykkt síldarútvegsnefndar og síldarsaltendafélaganna frá 12. febrúar 1998.

Um 6. gr.

    Um efni draga að stofnsamningi Íslandssíldar hf. vísast til fylgiskjals I og um drög að sam þykktum til fylgiskjals II. Greinin þarfnast að öðru leyti ekki skýringar.

Um 7. gr.

    Í þessari grein er gert ráð fyrir að fastráðnir starfsmenn síldarútvegsnefndar eigi kost á starfi hjá Íslandssíld hf. Þá er kveðið á um það hvernig fara skuli með biðlaunarétt sem kann að hafa fylgt störfum hjá síldarútvegsnefnd. Ekki er í frumvarpinu kveðið á um að starfsmenn irnir hafi þennan rétt.

Um 8. gr.

    Með þessari grein er stofnaður sjóður í vörslu Hafrannsóknastofnunarinnar vegna síldar rannsókna á vegum stofnunarinnar. Síldarrannsóknasjóður kemur að góðum og almennum not um fyrir síldarútveginn og er því í samræmi við kröfu 2. gr. laga nr. 62/1962 um að sjóði síldarútvegsnefndar sé ráðstafað í þágu síldarútvegsins. Eins og greinir í almennum athuga semdum er tekið mið af hlutdeild þeirra sem falla undir 2. mgr. 5. gr. frumvarpsins í eigin fé síldarútvegsnefndar.

Um 9. gr.

    Fyrir liggur að leita verður frekari markaða erlendis fyrir saltsíld og frekari leiða til að nýta síld til manneldis. Það verður því að teljast skynsamlegt að stofna sjóð sem ætlað er að efla vöruþróun og markaðsöflun síldarafurða. Samræmist tilgangur sjóðsins mjög hagsmunum síldarútvegsins. Stofnfé sjóðsins er ákveðið með hliðsjón af hlutverki sjóðsins og hversu hátt eigið fé Íslandssíldar hf. skuli vera. Með frumvarpi þessu er stefnt að því að draga úr opin berum afskiptum innan síldarútvegsins og er því lagt til að sjóðurinn verði sjálfseignar-stofn un. Þekking á markaðsaðstæðum og þörfum greinarinnar liggur hjá félögum síldarsaltenda og þykir því eðlilegt að fela þeim stjórn sjóðsins. Til að tryggja að rekstur sjóðsins sé í samræmi við skipulagsskrá hans er lagt til að um sjóðinn fari samkvæmt lögum nr. 19/1988. Skipulagsskrá sjóðsins fylgir frumvarpi þessu, sbr. fylgiskjal III.

Um 10. og 11. gr.

    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal I.

Íslandssíld hf.
STOFNSAMNINGUR

1. gr.

    Heiti félagsins er Íslandssíld hf. Heimilisfang þess er Garðastræti 37, Reykjavík.

2. gr.

    Tilgangur félagsins er að annast viðskipti með síldarafurðir og aðrar sjávarafurðir og hvers konar aðra starfsemi er því tengist.

3. gr.

    Hlutafé félagsins er … kr. … Hver hlutur er að fjárhæð 1 kr. — ein króna — að nafnverði. Hlutir skulu hljóða á nafn.

4. gr.

    Mismunur hinna yfirteknu eigna og skulda skal vera eigið fé Íslandssíldar hf. og skiptist það í hlutafé að fjárhæð … kr., sbr. 3. gr., en það sem umfram verður leggst í varasjóð, sbr. 100. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög.

5. gr.

    Félagið er stofnað í samræmi við ákvæði laga nr. …, um stofnun hlutafélaga um síldar útvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins, en að öðru leyti fer um málefni félagsins samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga og ákvæðum annarra laga sem við eiga.

6. gr

    Stofnendur eru eftirtaldir aðilar sem skrifa sig fyrir hlutafé sem hér segir:

    Allt hlutafé er þegar greitt, sbr. l. nr. …

7. gr.

    Kostnaður við stofnun félagsins greiðist úr félagasjóði og er áætlaður kostnaður … kr.

… 1998.


Fylgiskjal II.

SAMÞYKKTIR
fyrir
Íslandssíld hf.

1. gr.

    Félagið er hlutafélag og er heiti þess Íslandssíld hf.

2. gr.

    Heimilisfang félagsins er Garðastræti 37, Reykjavík.

3. gr.

    Tilgangur félagsins er að annast viðskipti með síldarafurðir og aðrar sjávarafurðir og hvers konar aðra starfsemi er því tengist. Heimilt er að breyta tilgangi félagsins á hluthafafundi.

4. gr.

    Hlutafé félagsins er … kr. …, … millj. kr. Hver hlutur er að fjárhæð 1 kr. að nafnverði.

5. gr.

    Heimilt er að hækka hlutafé félagsins með ályktun hluthafafundar og þarf til sama magn atkvæða og til breytinga á samþykktum þessum. Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína. Hluthafafundur einn getur ákveðið lækkun hlutafjár.

6. gr.

    Hlutabréf skulu tölusett og hljóða á nafn viðkomandi hluthafa. Stjórn félagsins skal halda hlutaskrá samkvæmt lögum.

7. gr.

    Eigendaskipti að hlutum í félaginu taka ekki gildi gagnvart því fyrr en stjórn þess hefur ver ið tilkynnt um það skriflega.
    Stjórn félagsins hefur forkaupsrétt fyrir félagsins hönd að fölum hlutum. Að félaginu frá gengnu hafa hluthafar forkaupsrétt að hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Verði ágrein ingur um verð hluta skal það ákveðið með mati tveggja óvilhallra manna sem dómkvaddir skulu til þess starfa. Forkaupsréttarhafi hefur tveggja mánaða frest til að beita forkaupsrétti sínum og telst fresturinn frá tilkynningu til stjórnar um tilboð. Þá mega eigi líða fleiri en þrír mánuðir frá því að kaup voru ákveðin þar til kaupverð er greitt.
    Eigendaskipti vegna erfða eða búskipta lúta ekki framangreindum forkaupsréttarreglum.
    Óheimilt er að veðsetja eða gefa hluti í félaginu án samþykkis félagsstjórnar.

8. gr.

    Félagið má eigi veita lán út á hluti sína. Félaginu er heimilt að kaupa eigin hluti að því marki sem lög leyfa. Óheimilt er að neyta atkvæðisréttar fyrir þá hluti sem félagið á sjálft.

9. gr.

    Hluthafar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í félaginu.

10. gr.

    Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum lögmætra hluthafafunda.

11. gr.

    Aðalfundur skal haldinn fyrir lok desembermánaðar ár hvert.
    Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðanda eða hluthafa, sem ráða a.m.k. einum tíunda hluta hlutafjár í félaginu. Skal krafan skriflega gerð og fundarefni tilgreint og fundur þá boðaður innan fjórtán daga. Ef stjórnin skirrist við að boða fund eftir móttöku slíkrar kröfu má leita atbeina hlutafélagaskrár samkvæmt lögum um hlutafélög.

12. gr.

    Félagsstjórn skal boða til hluthafafunda með tilkynningu til hvers hluthafa í bréfi ásamt auglýsingu í dagblaði eða á annan jafnsannanlegan hátt. Hluthafafundi skal boða með minnst sjö daga fyrirvara. Fundarefnis skal getið í fundarboði.
    Hluthafafundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður og mættir eru hluthafar eða um boðsmenn þeirra, sem hafa yfir að ráða að minnsta kosti helmingi hlutafjár í félaginu. Verði fundur ólögmætur vegna annmarka að þessu leyti skal boðað til nýs fundar innan mánaðar með sjö daga fyrirvara og verður sá fundur lögmætur til að ræða þau mál sem ræða átti á fyrri fundinum ef hann sækja tveir hluthafar eða fleiri eða umboðsmenn þeirra enda ráði þeir yfir fimmtungi hlutafjár í félaginu hið minnsta.
    Hluthafafundur kýs fundarstjóra og fundarritara.

13. gr.

    Eitt atkvæði fylgir hverri krónu í hlutafé. Hluthafar geta með skriflegu umboði veitt um boðsmönnum heimild til að sækja hluthafafund og fara með atkvæðisrétt sinn.
    Á hluthafafundi ræður afl atkvæða nema öðruvísi sé mælt fyrir um í landslögum eða sam þykktum þessum. Samþykki allra hluthafa þarf til þess:
     a.      að skylda hluthafa til að leggja fram fé í félagsþarfir fram yfir skuldbindingar sínar,
     b.      að takmarka heimild manna til meðferðar á hlutum sínum,
     c.      að breyta ákvæðum samþykktanna um hlutdeild manns í félaginu eða jafnrétti þeirra á milli.
    Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins eða um sameiningu þess við önnur félög eða fyrirtæki má ekki taka til meðferðar á fundum þess nema þess hafi verið getið í fundar boði.

14. gr.

    Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
     1.      Stjórn félagsins skal skýra frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.
     2.      Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins til samþykktar.
     3.      Stjórn félagsins skal kjörin og endurskoðandi.
     4.      Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað og tap og um arð og framlög í varasjóð.
     5.      Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á síðasta starfsári.
     6.      Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru borin upp.

15. gr.

    Fundargerðabók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á hluthafafundum.

16. gr.

    Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og þremur varamönnum, kjörnum á aðalfundi með hlutfallskosningu til eins árs í senn. Gefa skal forfölluðum aðalmanni kost á því að til nefna varamann sinn ef unnt er.
    Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda og gætir hagsmuna þess gagnvart þriðja manni.
    Undirskriftir þriggja stjórnarmanna skuldbinda félagið.
    Stjórnarfundur er lögmætur ef þrír stjórnarmanna sækja fund.
    Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála. Verði atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum.
    Halda skal fundargerð um stjórnarfundi.

17. gr.

    Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Formaður boðar til stjórnarfundar. Hver aðal stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar. Sama rétt á framkvæmdastjóri.
    Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd starfa hennar.

18. gr.

    Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra og semur við hann um starfskjör hans. Hún veitir prókúrumboð fyrir félagið.
    Framkvæmdastjóri hefur með höndum stjórn á daglegum rekstri félagsins og kemur fram fyrir hönd þess í öllum málum sem varða venjulegan rekstur. Hann sér um reikningshald og ráðningu starfsliðs. Framkvæmdastjóra ber að veita stjórnarmönnum og kjörnum endurskoð endum félagsins allar þær upplýsingar um rekstur félagsins sem þeir kunna að óska og veita ber samkvæmt lögum.

19. gr.

    Á aðalfundi félagsins skal kjósa einn löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til eins árs í senn. Sé kosinn endurskoðandi skal einnig kjósa varamann hans til sama tíma. Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir aðal fund. Endurskoðanda má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins.

20. gr.

    Starfsár og reikningsár er tímabilið 1. júlí – 30. júní. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreikn inga og lagt fyrir endurskoðanda eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.

21. gr.

    Engin sérréttindi fylgja hlutum í félaginu. Hluthafar þurfa ekki að sæta innlausn hluta sinna nema lög standi til annars.

22. gr.

    Samþykktum þesum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með 2/ 3 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 2/ 3 hlutum af því hlutafé í félaginu, sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, enda sé annað atkvæðamagn ekki áskil ið í samþykktum eða landslögum, sbr. 93. gr. hlutafélagalaga.

23. gr.

    Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða minnst 2/ 3 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að ákvörðun um slit sé gild. Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða ráðstöfun eigna og greiðslu skulda.

24. gr.

    Þar sem ákvæði samþykkta þessara segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga um hlutafélög og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.

    Þannig samþykkt á stofnfundi félagsins … 1998.


Fylgiskjal III.

SKIPULAGSSKRÁ
Vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóðs síldarútvegsins

Stofnun.
1. gr.

    Í samræmi við lög … er með skipulagsskrá þessari stofnaður sjóður er ber heitið Vöru þróunar- og marksaðsöflunarsjóður síldarútvegsins. Sjóðurinn skal hafa heimilisfang og varnarþing í Reykjavík.

2. gr.

    Í samræmi við 9. gr. laga nr. …, um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins, hafa verið lagðar fram 80 milljónir króna. Höfuðstóll sjóðsins skal vera 10 milljónir króna.

Markmið.
3. gr.

    Markmið sjóðsins er að efla vöruþróun og markaðsöflun á síldarafurðum samkvæmt nánari ákvæðum þessarar skipulagsskrár.

4. gr.

    Markmiðum sjóðsins skal m.a. náð með veitingu styrkja vegna kostnaðar tengdum vöruþró un og markaðsöflun fyrir síldarafurðir, svo sem kostnaðar vegna rannsókna, tækjakaupa, kynninga og auglýsinga.

Tekjur og gjöld.
5. gr.

    Tekjur sjóðsins eru sem hér segir:
     a.      Ávöxtunartekjur stofnfjár.
     b.      Fjárframlög og gjafir.
     c.      Aðrar tekjur.

6. gr.

    Gjöld sjóðsins eru sem hér segir:
     a.      Útgjöld og kostnaður við að sinna verkefnum sjóðsins samkvæmt 3. og 4. gr. hér á undan.
     b.      Almennur rekstrarkostnaður sjóðsins.
     c.      Önnur útgjöld.

7. gr.

    Gæta skal hagsýni í hvívetna við meðferð eigna og fjármuna sjóðsins. Fé sjóðsins skal ætíð ávaxtað á tryggan og arðbæran hátt. Ekki skal ráðstafa hærri fjárhæð á ári hverju en sem nemur árstekjum sjóðsins, auk 1/ 10af upphaflegu eigin fé sjóðsins að frádregnum höfuðstól, sbr. 2. gr.

Stjórn.
8. gr.

    Í stjórn Vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóðs síldarútvegsins eiga sæti fjórir menn og fjórir til vara. Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og Félag síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi skulu hvort um sig tilnefna tvo stjórnarmenn og tvo til vara til tveggja ára í senn. Stjórnin skal kjósa sér formann.

9. gr.

    Sjóðstjórn heldur fundi þegar þurfa þykir en eigi sjaldnar en tvisvar sinnum á ári. Afl at kvæða ræður úrslitum mála.
    Rita skal fundargerðir stjórnarfunda.

10. gr.

    Sjóðstjórn skal setja sér starfsreglur. Hún stýrir daglegum rekstri sjóðsins og ræðum öllum málefnum hans til lykta með þeim takmörkunum sem greindar eru í skipulagsskrá þessari. Sjóðstjórn ber ábyrgð á því að meginmarkmiðum sjóðsins, eins og þeim er lýst í 3. og 4. gr. á undan, verði náð að svo miklu leyti sem kostur er.

11. gr.

    Sjóðstjórn getur ráðið framkvæmdastjóra Vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóðs síldar útvegsins sem verði gjaldkeri sjóðsins, hafi prókúruumboð og sjái um bókhald og fjárreiður sjóðsins eða ákveði vistun sjóðsins á annan hátt. Sjóðstjórn skal fela löggiltum endurskoðanda að annast endurskoðun bókhalds.

12. gr.

    Sjóðstjórn skal gæta almennra lagaákvæða um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sbr. lög nr. 19/1988.

Skipulagsskrá.
13. gr.

    Leita skal staðfestingar dómsmálaráðuneytis á skipulagsskránni. Á staðfestingardegi skal Vöruþróunar- og markaðsöflunarsjóður síldarútvegsins taka til starfa.
    Skipulagsskrá þessari má breyta með samþykki sjávarútvegsráðherra og tekur breytingin gildi þegar hún hefur hlotið staðfestingu dómsmálaráðuneytis.

14. gr.

    Sjóður þessi verður lagður niður sé stjórn hans einhuga um það og að fenginni umsögn sjávarútvegsráðherra. Sjávarútvegsráðuneytið tekur þá við öllum eigum sjóðsins til ráð-stöf unar og varðveislu. Eignunum verður aðeins ráðstafað í samræmi við markmið sjóðsins sbr. 3. og 4. gr.


Fylgiskjal IV.

ÁLYKTUN
(12. febrúar 1998.)

    Síldarútvegsnefnd og stjórnir Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi, gera svofellda samþykkt vegna undirbúnings að stofn un hlutafélags um starfsemi síldarútvegsnefndar:
    Afar mikilvægt er að Íslandssíld hf. verði öflugt fyrirtæki til sóknar inn á markaði fyrir síldarafurðir. Frá því að síldarútvegsnefnd hóf starfsemi sína á fjórða áratugnum, hefur merki íslenskrar síldar verði haldið á lofti með þeim árangri að eftir er tekið hjá samkeppnisaðilum okkar. Nýtt rekstrarform er nauðsynlegt til að mæta breyttum aðstæðum, en samhliða því má ekki draga svo mátt úr félaginu að það dugi ekki til þeirrar markaðssóknar sem nauðsynleg er. Standa þarf þannig að breytingunni að síldarsaltendur sjái hag sínum best borgið innan vébanda félagsins.
    Stjórn síldarútvegsnefndar og stjórnir saltendafélaganna gera því eftirfarandi sameiginlega samþykkt um hvernig standa skuli að verki, svo þessum markmiðum verði náð:
     1.      Þegar þörf Íslandssíldar hf. fyrir áhættufé er metin, er mikilvægt að fullt tillit sé tekið til þeirrar áhættu sem fylgir markaðssókn félagsins í Austur-Evrópu.
     2.      Eitt mikilvægasta hlutverk Íslandssíldar hf. verður markaðsstarf og vöruþróun. Þess vegna er ekki þörf á sérstökum markaðs- og vöruþróunarsjóði. Ef stjórnvöld vilja hins vegar eyrnamerkja sérstakan sjóð til þessarar starfsemi er ekki tilefni til að hafa stofnfé sjóðsins hærra en 60 m.kr.
     3.      Við breytingu síldarútvegsnefndar myndar eigið fé hennar, eftir að lagt hefur verið fé í markaðssjóð, eigið fé Íslandssíldar hf. Hlutaféð sem þannig verður til er eign síldarsalt enda. Því skal skipta milli þeirra með eftirfarandi hætti:
         3.1.    80% skiptast í hlutfalli við framleiðsluverðmæti útfluttrar saltsíldar á tímabilinu frá 1. janúar 1975 til 30. júní 1992.
         3.2.    20% skiptast í hlutfalli við framleiðsluverðmæti útfluttrar saltsíldar tímabilið 1. júlí 1992 til 31. desember 1997.
         3.3.    Stofna skal sérstakan sjóð í vörslu Hafrannsóknastofnunarinnar til að efla rannsóknir á síldarstofninum. Sjóðurinn skal eignast það hlutafé sem annars hefði fall ið til félaga sem slitið hefur verið við gildistöku laganna með öðrum hætti en með sameiningu við önnur félög, svo og hlutafé félaga þar sem gjaldþrotaskiptum á búi aðila var lokið fyrir sama tíma. Þetta hlutafé skal sjóðurinn selja Íslandssíld hf. á gengi sem svarar til þess að sjóðurinn fái greidda hlutdeild þessara félaga í eigin fé síldarútvegnsefndar samkvæmt þeirri skiptireglu sem hér að framan greinir. Síldarsaltendur sem söltuðu síld á því tímabili sem tilgreint er í grein 3.2 skulu hafa forkaupsrétt að þessu hlutafé í hlutfalli við framleiðsluverðmæti útfluttrar síldar á umræddu tímabili. Forkaupsréttur viðkomandi framleiðenda skal gilda allt að 18 mánuðum frá stofnun félagsins.
     4.      Nafnverð hlutafjár Íslandssíldar hf. verði 75% af eigin fé þess. Með því að standa með framangreindum hætti að breytingu á Síldarútvegsnefnd í hlutafélag telja stjórnir Síldar útvegsnefndar og saltendafélaganna að Íslandssíld hf. geti orðið öflugt félag og vettvang ur fyrir síldarsaltendur til að halda samstöðu sinni um markaðs- og sölumál.


Fylgiskjal V.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstof a:


Umsögn um frumvarp til laga um síldarútvegsnefnd


og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins.


    Með frumvarpi þessu er ætlunin að stofna hlutafélagið Íslandssíld um starfsemi síldar útvegsnefndar.
    Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að eigið fé nefndarinnar við síðustu reiknings skil, 30. júní 1997, nam rúmum 470 m.kr. Raunvirði eigin fjár er nokkuð meira, þar sem bókfært verð fasteigna er 101 m.kr. en brunabótamat 423 m.kr. Ekki er ljóst hvert heildarvirði eigin fjár er, enda á sérstök matsnefnd að meta það, sbr. 4. gr. Reiknað er með að kostnaður vegna matsnefndarinnar falli á síldarútvegsnefnd en ekki á ríkissjóð.
    Í 7. gr. segir að fastráðnir starfsmenn síldarútvegsnefndar skuli eiga kost á starfi hjá Ís landssíld hf. Gert er ráð fyrir að laun og önnur starfskjör þeirra verði óbreytt, þannig að ekki myndast biðlaunaábyrgð á ríkissjóð af þeim sökum.
    Samkvæmt 8. gr. skal stofna sjóð til síldarrannsókna með 110 m.kr. stofnfé og skv. 9. gr. sjóð til eflingar vöruþróunar síldarafurða með 80 m.kr. stofné, hvorutveggja af eigin fé nefnd arinnar. Það sem þá verður eftir verði ráðstafað þannig að 75% verði að hlutafé og 25% að varasjóði félagsins. Af hlutafé renni 85% til síldarsaltenda skv. 5. gr. og 15% verði í eigu félagsins, hvorutveggja án endurgjalds.