Ferill 582. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1106 – 582. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Vinna nefndarinnar við frumvarpið var með hefðbundnu sniði. Formaður, varaformaður og einn nefndarmanna fóru yfir allar umsóknir sem bárust til að kanna hvort þær uppfylltu þau skilyrði sem allsherjarnefnd hefur sett fyrir veitingu ríkis borgararéttar, sbr. þskj. 723 frá 118. löggjafarþingi. Nefndin tók málið síðan fyrir á fundi sín um og mælir hún með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali, en lagt er til að 71 verði veittur ríkisborgararéttur.
    Sólveig Pétursdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 31. mars 1998.



Valgerður Sverrisdóttir,


varaform., frsm.


Árni R. Árnason.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Hjálmar Jónsson.



Jón Kristjánsson.



Kristján Pálsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.



Bryndís Hlöðversdóttir.