Ferill 677. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1168 – 677. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um virðisaukaskatt af handverksmunum úr íslenskum náttúruefnum.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hyggst ríkisstjórnin fella alveg niður virðisaukaskatt af handverksmunum sem unnir eru úr efnum úr íslenskri náttúru, svo sem ull, tré, horni, beini, leðri og roði, til að hvetja til framleiðslu list- og handverksmuna?
     2.      Áformar ríkisstjórnin sérstakan stuðning við handverksfólk í dreifbýli?