Ferill 599. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1369 – 599. mál.



Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um virkjanaundirbúning og gæslu íslenskra hagsmuna.

     1.      Hver hefur til þessa verið kostnaður íslenskra aðila í Noral-verkefninu vegna eigin starfsliðs og athugana og vegna aðkeyptra verkefna? Óskað er hliðstæðra upplýsinga um kostnað Hydro Aluminium.
    Bein útgjöld greidd af markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar fram til 27. mars 1998 vegna verkefnisins og samstarfs við orku- og stóriðjunefnd sambands sveitarfélaga á Austurlandi (OSSA) þar að lútandi og áætlaður kostnaður vegna eigin starfs liðs eru samtals 16.422 þús. kr. Verulegur hluti kostnaðarins er vegna samfélags-, umhverf is- og lóðarathugana. Samsvarandi kostnaður Landsvirkjunar við verkefnið er 6,8 millj. kr. Ekki liggja fyrir hliðstæðar upplýsingar um kostnað Hydro Aluminium og þess vart að vænta að þær séu fáanlegar, en hlutdeild fyrirtækisins í sameiginlegum athugunum var til sama tíma 5.765 þús. kr.

     2.      Hver er áætlaður frekari kostnaður íslenskra og norskra aðila vegna Noral-verkefnisins fram að þeim tíma að unnt verður að taka afstöðu til byggingar álbræðslu og virkj ana sem sjá eiga henni fyrir orku?
    Áætlunin liggur ekki fyrir enda ekki vitað hvenær unnt verður að taka afstöðu til bygging ar álbræðslu og virkjana. Á hinn bóginn liggur fyrir áætlun um sameiginlegar athuganir aðil anna, sem greiðist að jöfnu af Hydro Aluminium og íslenskum aðilum, að upphæð 35,1 millj. kr. en þar af höfðu komið til greiðslu 11,5 millj. kr. hinn 27. mars sl. Þessum athugunum verður að mestu lokið fyrir maílok en hluti þeirra mun standa yfir fram yfir næstu áramót. Auk þess liggja fyrir áætlanir Landsvirkjunar um undirbúningsrannsóknir á Austurlands virkjunum sem verða hluti Noral-verkefnisins ef ákvörðun verður tekin um að halda því áfram. Kostnaður við þær ef af verður er áætlaður 249 millj. kr. árið 1998 og 800 millj. kr. árið 1999. Slíkar undirbúningsrannsóknir mundu að sjálfsögðu nýtast í öðrum verkefnum ef Noralverkefnið leiðir ekki til framkvæmda. Sama á raunar við um stóran hluta af kostnaði markaðsskrifstofunnar, svo sem við samfélags-, umhverfis- og lóðarathuganir.

     3.      Hvernig eru í einstökum atriðum tryggðir íslenskir hagsmunir í Noral-verkefninu?
    Verkefnið er undir íslensku forræði. Svo sem kunnugt er er verkefnunum stjórnað af sam eiginlegri verkefnisstjórn. Verkefnisstjórnin er að meiri hluta skipuð íslenskum fulltrúum. Formennsku gegnir fulltrúi iðnaðarráðuneytisins og aðsetur verkefnisstjórnar og samræming starfsins er hjá markaðsskrifstofunni. Af tveimur sérstökum vinnuhópum sem starfa er sá sem fjallar um orkumál undir formennsku fulltrúa Landsvirkjunar. Hinn hópurinn, sem fjallar um álverið, er undir formennsku Hydro Aluminium. Ef af verkefninu verður mun verða samið um alla þætti málsins og í þeim samningum verða íslenskir hagsmunir tryggðir.

     4.      Hafa rannsóknir og önnur upplýsingaöflun Landsvirkjunar vegna undirbúnings hlutaðeigandi virkjana til þessa verið metin til fjár inn í samstarfið við Hydro Aluminium? Ef svo er, um hversu háar fjárhæðir er þar að ræða?
    Ekki hefur verið tekin ákvörðun ennþá um það hvernig eignarhaldi eða fjármögnun verk efnisins verður háttað. Ef virkjun og álver verða innan sameiginlegs fyrirtækis munu um ræddar rannsóknir og annar undirbúningskostnaður verða hluti af stofnframlagi og samningar ekki undirritaðir nema fjárhæðir séu rétt metnar inn í verkið.

     5.      Hvernig er fyrirhugað að staðið verði að raforkusölusamningi við Hydro Aluminium? Hver verður staða Landsvirkjunar eða annarra innlendra aðila við slíka samnings gerð eftir að áætlanir um virkjanakostnað og annar undirbúningur hefur verið unninn í sameiningu og hinn erlendi aðili hefur með því fengið innsýn í forsendur fyrir vænt anlegum orkusölusamningi?
    Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að raforkusölusamningi vegna Noral-verkefnisins og ekki ljóst hvort um beinan raforkusölusamning verður að ræða. Eigi að síður er hægt að fullyrða að staða Landsvirkjunar eða annarra innlendra aðila við slíka samnings gerð verður ágæt enda hefur erlendi aðilinn ekki undir höndum þær forsendur sem Lands virkjun mundi leggja til grundvallar fyrir væntanlegan orkusölusamning.

     6.      Hvernig á að tryggja að Hydro Aluminium hagnýti sér ekki beint eða óbeint þá innsýn sem fyrirtækið fær í orkumál Íslendinga með Noral-verkefninu verði ekki af „sam tengdri verkefnafjármögnun álvers og virkjana“?
    Það er hagsmunamál Íslands að Hydro Aluminium og önnur slík erlend stórfyrirtæki þekki sem best til varðandi orkumál Íslendinga. Því meiri almenn vitneskja sem liggur fyrir erlend is um góða samkeppnisstöðu Íslands á sviði orkumála því líklegra er að til uppbyggingar arð bærra iðjukosta komi. Hagnýting Hydro Aluminium á þekkingu sinni á orkumálum Íslend inga getur því ekki annað en þjónað hagsmunum Íslendinga, en svo sem fram kemur í svari við næsta lið eru fyrir hendi gagnkvæmar skuldbindingar um trúnað.

     7.      Hvernig er unnt að tryggja að Hydro Aluminium miðli ekki til þriðja aðila þeim upplýsingum sem fyrirtækið kemst yfir með Noral-verkefninu?
    Að því er varðar almennar upplýsingar er Hydro Aluminium heimilt að miðla upplýsing um og er það jákvætt fyrir íslenska hagsmuni. Að því marki sem trúnaðarupplýsingar eru veittar Hydro Aluminium ber fyrirtækinu að fara að í samræmi við samning um gagnkvæman trúnað varðandi upplýsingar sem hvor aðili lætur hinum í té.